Evrópsk tengslaráðstefna fyrir öll skólastig haldin í Protaras, Kýpur 25.-27. maí 2022
Heiti ráðstefnu: Developing KA220 projects with the participation of organizations dealing with inclusion in remote areas and/or local communities
Fyrir:
Tungumál: enska
Hvar: Protaras, Kýpur
Hvenær: 25.-27. maí 2022
Umsóknarfrestur: 21. mars 2022
Sótt er um á heimasíðu Salto
Fjöldi þátttakenda frá Íslandi: 2
Þema og markmið:
Markmið ráðstefnunnar er að skapa tækifæri til samstarfs milli skóla og stofnana sem eru reynslulítil í Erasmus+ samstarfsverkefnum annars vegar og reynslumikil hins vegar og eru að fást við inngildingu og/eða starfa á afskekktum svæðum. Ráðstefnan er opin öllum skólastigum en þátttakendur verða að eiga það sameiginlegt að vera að fást við inngildingu og/eða starfa á afskekktum svæðum og hafa áhuga á að þróa stærri samstarfsverkefni (cooperation partnerships).
Sjá nánar um þema og markmið á heimasíðu Salto
Landsskrifstofa Erasmus+ greiðir fyrir þátttöku í ráðstefnunni, gistinætur og fæði á meðan ráðstefnunni stendur. Landskrifstofan veitir að auki styrk vegna ferðakostnaðar, en í því felast allar ferðir til og frá flugvöllum, sem og aukagistinætur sem þátttakendur þurfa hugsanlega að taka vegna fjarlægðar sinnar frá fundarstað, bæði innanlands og utan.
Fyrirspurnum svarar Sólveig Sigurðardóttir: solveig@rannis.is