Tengslaráðstefna um smærri samstarfsverkefni í formlegri fullorðinsfræðslu með áherslu á inngildingu flóttamanna og innflytjenda. Haldin í Øystese, Noregi 29. nóvember - 2. desember 2022

Umsóknarfrestur til og með 27. október 2022

 

Heiti ráðstefnu: A contact seminar/training on the implementation of small scale partnerships for adult education: integration work in formal adult education

Fyrir:

  • Fullorðinsfræðsluaðila sem hafa áhuga á smærri samstarfsverkefnum í Erasmus+

  • Þátttakendur ættu að hafa litla eða enga reynslu af Erasmus+ samstarfsverkefnum (lítil reynsla er t.d. að hafa verið verkefnisstjóri samstarfsverkefnis einu sinni eða að hafa verið þáttttakandi í þremur samstarfsverkefnum án þess að vera verkefnisstjóri)

  • Sérstök áhersla verður lögð á aðlögun flóttamanna og innflytjenda á nýjum heimaslóðum

Tungumál: enska

Hvar: Øystese, Hardanger, Noregi

Hvenær: 29. nóvember - 2. desember 2022

Umsóknarfrestur: Til og með 20. október 2022

Þau sem vilja sækja um senda tölvupóst til solveig@rannis.is þar sem fram kemur

  1. Nafn umsækjenda

  1. Nafn skóla/samtaka/stofnunar

  1. Staða

  1. Einnig skal gera stuttlega grein fyrir hvers vegna viðkomandi hefur áhuga á að taka þátt.

Fjöldi þátttakenda frá Íslandi: 2

Þema og markmið:

Sjá nánar um þema og markmið á heimasíðu Salto

Landsskrifstofa Erasmus+ greiðir fyrir þátttöku og gistinætur á meðan ráðstefnunni stendur. Landskrifstofan veitir að auki 90% styrk vegna ferðakostnaðar, en í því felast allar ferðir til og frá flugvöllum, sem og aukagistinætur sem þátttakendur þurfa hugsanlega að taka vegna fjarlægðar sinnar frá fundarstað, bæði innanlands og utan.

Fyrirspurnum svarar Sólveig Sigurðardóttir: solveig@rannis.is
Þetta vefsvæði byggir á Eplica