Tengslaráðstefna um ávinning og áskoranir Evrópusamstarfs fyrir skóla á landsbyggðinni. Haldin á Akureyri, 1.-3. nóvember 2022

Umsóknarfrestur til og með 25. október 2022

 

Heiti ráðstefnu: Rural Inclusion in Erasmus+

Fyrir:

  • Skóla og stofnanir sem starfa á leik-, grunn- eða framhaldsskólastigi á landsbyggðinni, hvort heldur er í þéttbýli eða dreifbýli
  • Þátttakendur með litla eða enga reynslu af Erasmus+ verkefnum eru sérstaklega boðnir velkomnir (lítil reynsla er t.d. að hafa tekið þátt í einu eða tveimur Erasmus+ verkefnum)
  • Þar sem tengslaráðstefnan er haldin á Akureyri verður nokkur áhersla lögð á að fá þátttakendur frá Norðurlandi

Tungumál: enska

Hvar: Akureyri

Hvenær: 1.-3. nóvember 2022

Umsóknarfrestur: Til og með 25. október 2022

Þau sem vilja sækja um sendi tölvupóst til solveig@rannis.is þar sem fram kemur:

  1. Nafn umsækjenda
  2. Nafn skóla/stofnunar
  3. Staða innan skóla
  4. Einnig skal gera stuttlega grein fyrir hvers vegna viðkomandi hefur áhuga á að taka þátt

Fjöldi þátttakenda frá Íslandi: Ekki ákveðið

Þema og markmið:

Sjá nánar um þema og markmið á heimasíðu Salto https://salto-et.net/events/show/IS01_0408_TSS_2021

Landsskrifstofa Erasmus+ greiðir fyrir þátttöku og hugsanlegar gistinætur á meðan ráðstefnunni stendur. Landskrifstofan veitir að auki 90% styrk vegna ferðakostnaðar, en í því felast allar innanlandsflugferðir og ökuferðir sem þátttakendur þurfa hugsanlega að taka vegna fjarlægðar sinnar frá fundarstað.

Fyrirspurnum svarar Sólveig Sigurðardóttir: solveig@rannis.is
Þetta vefsvæði byggir á Eplica