Rafrænn viðburður fyrir starfsfólk í leik- grunn- og framhaldsskólum sem vilja finna samstarfsaðila fyrir Erasmus+ verkefni - 18. janúar 2023

Umsóknarfrestur til og með 18. desember 2022

 

Heiti viðburðar: Online Partner Finding Fair – School Education

Fyrir:

  • Kennara og starfsfólk í leik- grunn- og framhaldsskólum sem hafa áhuga á að sækja um í Erasmus+ (hvort heldur nám og þjálfun og samstarfsverkefni) og eru að leita að samstarfsaðila.

  • Þessi viðburður er ekki til þess að veita upplýsingar fyrir umsækjendur heldur verður áherslan á að skapa vettvang þar sem þátttakendur geta skipst á hugmyndum og fundið samstarfsfélaga fyrir Erasmus+ verkefni

Tungumál: enska

Hvar: Á netinu

Hvenær: 18. Janúar 2023 kl. 14-16 að íslenskum tíma

Umsóknarfrestur: Til og með 18. desember 2022

Þau sem vilja sækja um senda tölvupóst til solveig@rannis.is þar sem fram kemur

  1. Nafn umsækjenda

  1. Nafn skóla

  2. Staða 

  1. Einnig skal gera stuttlega grein fyrir hvers vegna viðkomandi hefur áhuga á að taka þátt.

Fjöldi þátttakenda frá Íslandi: 5

Viðburðurinn fer fram á wonder.me en þar geta þátttakendur auðveldlega hoppað milli svæða rétt eins og á ráðstefnu. Svæðum verður skipt eftir þemum og þar verður einnig eitt svæði þar sem starfsfólk landskrifstofu Erasmus+ getur svarað spurningum og veitt aðstoð. Fyrir viðburðinn þurfa allir þátttakendur að setja upplýsingar sínar inn á Padlet.

Fyrirspurnum svarar Sólveig Sigurðardóttir: solveig@rannis.is








Þetta vefsvæði byggir á Eplica