Fjölþjóðleg Erasmus+ tengslaráðstefna fyrir grunnskóla á landsbyggðinni haldin í Varsjá, Póllandi 5.-9. október 2022

Umsóknarfrestur til 12. september 2022

Heiti ráðstefnu: Partnerships for Cooperation – How to Plan an excellent Project for Primary Schools Located in Rural or Remote Areas

Fyrir: Kennara og stjórnendur sem starfa í í grunnskólum á landsbyggðinni og hafa áhuga á að taka þátt í Erasmus+ samstarfsverkefni.

Tungumál: enska

Hvar: Varsjá, Póllandi

Hvenær: 5.-9. október 2022

Umsóknarfrestur: 12. september 2022

Sótt er um á heimasíðu Salto

Fjöldi þátttakenda frá Íslandi: 3

Þema og markmið:

Á ráðstefnunni koma saman kennarar og stjórnendur frá yfir 10 löndum sem eiga það sameiginlegt að búa á afskekktum svæðum og hafa áhuga á að vinna samstarfsverkefni.

Þátttakendur læra að skipuleggja samstarfsverkefni og fá tækifæri til þess að hitta mögulega samstarfsaðila og víkka tengslanet sitt.

Sjá dagskrá og nánar um þema og markmið á heimasíðu Salto

Landsskrifstofa Erasmus+ greiðir fyrir þátttöku, gistinætur og fæði á meðan vinnustofunni stendur. Landskrifstofan veitir að auki 90% styrk vegna ferðakostnaðar, en í því felast allar ferðir til og frá flugvöllum, sem og aukagistinætur sem þátttakendur þurfa hugsanlega að taka vegna fjarlægðar sinnar frá fundarstað, bæði innanlands og utan.

Fyrirspurnum svarar Sólveig Sigurðardóttir: solveig@rannis.is
Þetta vefsvæði byggir á Eplica