Netnámskeið fyrir fullorðinsfræðsluaðila: Hvernig á að finna samstarfsaðila í gegnum EPALE (European Platform for Adult Learning in Europe)

Umsóknarfrestur til og með 20. október 2022

 

Ertu í leit að samstarfsaðilum í Erasmus+ verkefni? Viltu kynna stofnunina þína á alþjóðlegum vettvangi?

Landsskrifstofa Erasmus+ á Írlandi heldur netnámskeið fyrir fullorðinsfræðsluaðila dagana 25.-27. október 2022

EPALE er vettvangur til að tengjast og vinna með fólki, kennurum, sérfræðingum sem sinna fullorðinsfræðslu. Þar er hægt að blogga, deila fréttum og viðburðum, taka þátt í umræðum, finna efni um fullorðinsfræðslu og leita að samstarfsaðilum í verkefni.

Markmið námskeiðs:

Að þátttakendur kynnist EPALE og læri að vinna með EPALE vefgáttina:

  • Finna viðburði, ráðstefnur, námskeið, vefnámskeið o.fl.
  • Skrá eigin viðburði til að fá erlenda þátttakendur
  • Sækja faglegan fróðleik og fylgjast með
  • Blogga á lokuðu vefsvæði og deila fróðleik
  • Hafa áhrif á þróun vefgáttarinnar (viðhorfskannanir)
  • Finna samstarfsaðila í verkefni

Áhugasamir sækja um með því að senda tölvupóst á solveig@rannis.is þar sem fram kemur: 

  1. Nafn umsækjenda

  1. Nafn skóla/samtaka/stofnunar

  1. Staða

  1. Einnig skal gera stuttlega grein fyrir hvers vegna viðkomandi hefur áhuga á að taka þátt.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica