Haldin í Mikkeli, Finnlandi 18.-21. apríl 2023
Heiti viðburðar: Together! – Inclusive Classroom and Digitally Supported Learning
Fyrir: Kennara, starfsfólk og stjórnendur í grunnskólum (aldur nemenda 6-15 ára)
Tungumál: Enska
Hvar: Mikkeli, Finnlandi
Hvenær: 18.-21. apríl 2023
Umsóknarfrestur: Til og með 3. febrúar 2023
Á vinnustofunni koma saman um 60 þátttakendur frá 24 löndum. Nánar um þema og markmið vinnustofunnar má lesa á heimasíðu Salto.
Fjöldi þátttakenda frá Íslandi: 1
Landsskrifstofa Erasmus+ greiðir fyrir þátttöku og gistinætur á meðan ráðstefnunni stendur. Landsskrifstofan veitir að auki 90% styrk vegna ferðakostnaðar, en í því felast allar ferðir til og frá flugvöllum, sem og auka gistinætur sem þátttakendur þurfa hugsanlega að taka vegna fjarlægðar sinnar frá fundarstað, bæði innanlands og utan.
Fyrirspurnum svarar Sólveig Sigurðardóttir: solveig@rannis.is