Fjölþjóðleg Erasmus+ tengslaráðstefna um smærri samstarfsverkefni. Haldin í Kaupmannahöfn 7.-8. nóvember 2022

Umsóknarfrestur til 18. September 2022

Heiti ráðstefnu: Contact seminar – learn about small scale partnerships

Fyrir:

  • Nýliða í Erasmus+ áætluninni sem hafa áhuga á að taka þátt í smærri samstarfsverkefnum

  • Starfsfólk í leik-, grunn-, framhalds-, og starfsmenntaskólum sem og starfsfólk í fullorðinsfræðslu og æskulýðsgeiranum.

Tungumál: enska

Hvar: Kaupmannahöfn

Hvenær: 7.-8. nóvember 2022

Umsóknarfrestur: 18. September 2022

Sótt er um á heimasíðu Salto

Fjöldi þátttakenda frá Íslandi: 3

Þema og markmið:

Eitt markmiða smærri samstarfsverkefna er að auðvelda aðgengi að Erasmus+ áætluninni fyrir nýliða og minni skóla og stofnanir. Einnig að styðja jöfn tækifæri fyrir alla, borgaralega þátttöku og evrópsk gildi í nærsamfélaginu.

Smærri samstarfsverkefni geta varað í 6 - 24 mánuði og umsækjendur sækja annað hvort um 30.000 eða 60.000 evrur miðað við umfang verkefnisins. Lágmarksfjöldi samstarfsaðila eru tveir aðilar frá tveimur þátttökulöndum Erasmus+. Aðilar frá öðrum löndum geta ekki tekið þátt.

Á þessari tengslaráðstefnu koma saman þátttakendur sem starfa í leik-, grunn-, framhalds-, og starfsmenntaskólum sem og fullorðinsfræðslu og æskulýðsgeiranum. Þátttakendur eiga það sameiginlegt að vera nýliðar í Erasmus+ áætluninni og hafa áhuga á því að taka þátt í smærri samstarfsverkefnum.

Sjá dagskrá og nánar um þema og markmið á heimasíðu Salto

Landsskrifstofa Erasmus+ greiðir fyrir þátttöku, gistinætur og fæði á meðan vinnustofunni stendur. Landskrifstofan veitir að auki 90% styrk vegna ferðakostnaðar, en í því felast allar ferðir til og frá flugvöllum, sem og aukagistinætur sem þátttakendur þurfa hugsanlega að taka vegna fjarlægðar sinnar frá fundarstað, bæði innanlands og utan.

Fyrirspurnum svarar Sólveig Sigurðardóttir: solveig@rannis.is
Þetta vefsvæði byggir á Eplica