Umsóknarfrestur til og með 21. mars 2023
Heiti viðburðar: Blended mobilities as a means of improving study programmes
Fyrir:
· Kennara í grunnskólum, framhaldsskólum og starfsmenntaskólum
· Vinnustofan er bæði ætluð kennurum sem hafa reynslu af blönduðum starfsmanna- og stúdentaskiptum, sem og kennurum sem hafa litla eða enga reynslu
Tungumál: enska
Hvar: Bratislava, Slóvakíu
Hvenær: 24.-26. maí 2023
Umsóknarfrestur: 21. mars 2023
Þau sem vilja sækja um senda tölvupóst til solveig@rannis.is þar sem fram kemur
Fjöldi þátttakenda frá Íslandi: 2
Þema og markmið:
Blönduð starfsmanna-og nemendaskipti er nýjung í Erasmus+ áætluninni en í þeim felst að blandað er saman þátttöku sem fram fer á staðnum og með rafrænu formi. Á þessari vinnustofu munu bæði reyndir og óreyndir kennarar á þessu sviði koma saman, deila reynslu sinni, læra hver af öðru, víkka út tengslanet sitt og auka þekkingu sína á blönduðum skiptum.
Sjá nánar um þema og markmið á heimasíðu Salto
Landsskrifstofa Erasmus+ greiðir fyrir þátttöku, gistinætur og fæði á meðan vinnustofunni stendur. Landskrifstofan veitir að auki 90% styrk vegna ferðakostnaðar, en í því felast allar ferðir til og frá flugvöllum, sem og aukagistinætur sem þátttakendur þurfa hugsanlega að taka vegna fjarlægðar sinnar frá fundarstað, bæði innanlands og utan.
Fyrirspurnum svarar Sólveig Sigurðardóttir: solveig@rannis.is