Evrópsk vinnustofa haldin á Möltu 5.-7. September 2022
Heiti ráðstefnu: Accreditation for Erasmus+ (SE, VET, AE)
Fyrir:
Kennara, starfsfólk og stjórnendur í
Einnig setja skipuleggjendur þessi skilyrði:
Athugið að allir þátttakendur þurfa að sýna bólusetningarvottorð gegn Covid-19
Tungumál: enska
Hvar: Möltu
Hvenær: 5.-7. september 2022.
Gert er ráð fyrir því að þátttakendur mæti 4. september. Dagskrá hefst um morguninn 5. september.
Umsóknarfrestur: 21. júní 2022
Sótt er um á heimasíðu Salto (ath. þar er umsóknarfrestur til 17.7.2022 en íslenski fresturinn gildir sem er 21.6.2022)
Fjöldi þátttakenda frá Íslandi: 3
Þema og markmið:
Á þessari vinnustofu verða þátttakendur þjálfaðir í að skrifa góða aðildarumsókn fyrir Erasmus+. Farið verður yfir umsóknareyðublaðið og verður leitast við að kryfja til mergjar þau atriði sem hafa þarf í huga þegar langtímavinnuáætlun aðildarskóla er samin. Vinnustofan skiptist í tvennt, fyrst mæta þátttakendur í þjálfun á Möltu í byrjun september en svo verður haldinn netviðburður, fáeinum vikum síðar, þar sem þátttakendur borið saman bækur sínar og fengið endurgjöf á áætlanir sínar. Þessi vinnustofa er hluti af langtíma samstarfi (LTA) nokkurra landa og er fyrsti viðburðurinn af nokkrum sem skipulagðir verða næstu 3 árin í tengslum við aðild í Erasmus+
Sjá nánar um þema og markmið á heimasíðu Salto
Landsskrifstofa Erasmus+ greiðir fyrir þátttöku, gistinætur og fæði á meðan vinnustofunni stendur. Landskrifstofan veitir að auki 90% styrk vegna ferðakostnaðar, en í því felast allar ferðir til og frá flugvöllum, sem og aukagistinætur sem þátttakendur þurfa hugsanlega að taka vegna fjarlægðar sinnar frá fundarstað, bæði innanlands og utan.
Fyrirspurnum svarar Sólveig Sigurðardóttir: solveig@rannis.is