Tengslaráðstefna um samstarf á leikskólastigi

17.3.2016

Landskrifstofa Erasmus+ menntaáætlunar ESB á Íslandi auglýsir eftir þátttakendum á tengslaráðstefnu í Konstancin-Jeziorna (rétt fyrir utan Varsjá) í Póllandi, dagana 1. – 5. júní 2016. Heiti ráðstefnunnar er Building project management competences among workers of early childhood education and care institutions.

Tengslaráðstefnan ECEC til styttingar frá „Early Childhood Education and Care“ horfir til fyrstu ára skólagöngunnar. Markmiðið er að efla gæði leikskólamenntunar og bjóða þátttakendum fræðslu og þjálfun í uppsetningu, skipulagningu og stjórnun á stefnumiðuðum Erasmus+ samstarfsverkefnum.

Markhópurinn eru leikskólakennarar, leikskólastjórar, starfsmenn skólaskrifstofa/fræðsluráða og annarra menntastofnana sem tengjast leikskólamálum. 

Á tengslaráðstefnuna koma aðilar frá mörgum Evrópulöndum og er tilgangur hennar að efla tengsl fagfólks frá mismunandi  löndum, finna samstarfsaðila, með það í huga að senda inn umsókn í Erasmus+ menntaáætlunina á næsta umsóknarfresti árið 2017.

Í umsókn skulu koma fram upplýsingar um nafn, stofnun og stöðu innan skóla. Einnig upplýsingar um reynslu umsækjanda og verkefnishugmynd. Við úthlutun styrkja er meginreglan að ekki fari nema einn frá hverjum skóla, fyrirtæki eða stofnun en Landskrifstofa Erasmus+ á Íslandi mun senda 3 þátttakendur.

Íslenska Landskrifstofan veitir styrk fyrir ferðakostnaði (allt að 800 evrur). Þátttökugjald, gisting og uppihald meðan á ráðstefnunni stendur, er greitt beint af Landskrifstofu.

Umsóknarfrestur er til 8. apríl 2016

Nánari upplýsingar um tengslaráðstefnuna

Umsóknareyðublað









Þetta vefsvæði byggir á Eplica