Rúmlega 400 m.kr. úthlutað úr menntahluta Erasmus+

26.4.2016

Rannís hefur úthlutað rúmlega 400 m.kr. í náms- og þjálfunarstyrki úr menntahluta Erasmus+, mennta- og æskulýðsáætlunar ESB. Fjármagninu var úthlutað til 48 verkefna og ríflega eitt þúsund einstaklingar frá skólastofnunum, fræðsluaðilum og fyrirtækjum njóta góðs af styrkjunum að þessu sinni. Þess má geta að yfir 50% framhaldsskóla og 20% leik-, og grunnskóla á Íslandi hafa frá 2014 fengið styrki úr áætluninni.

Alls barst 71 umsókn um styrki að upphæð tæplega 790 m.kr. Mesta nýliðunin í hópi umsækjenda var í fullorðinsfræðslu en flestar umsóknir bárust í skólahlutann eða 36 umsóknir.

Náms- og þjálfunarverkefni gefa nemendum og starfsfólki skóla á öllum skólastigum, fræðslustofnana og fyrirtækja sem sinna menntun tækifæri til að taka hluta af námi eða sinna starfsþjálfun og kennslu í 33 löndum í Evrópu. Að auki geta háskólar sótt um samstarfsstyrki við lönd utan Evrópu. Eins og undanfarin ár var hæstum styrkjum úthlutað til Háskóla Íslands, Listaháskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík og Tækniskólans. Einnig hlutu Fjölbrautaskólinn í Breiðholti, Fisktækniskólinn og Skólar ehf. stóra styrki en þeir tveir síðastnefndu sóttu um í fyrsta sinn. Mörg verkefnanna sem styrkt eru í ár snúa að fræðslu og þjálfun á öllum skólastigum vegna móttöku flóttafólks.

Erasmus+ mennta- og æskulýðsáætlun Evrópusambandsins er stærsta áætlun í heimi á þessu sviði. Ísland fær árlega um milljarð úthlutað til að styrkja verkefni á sviðum menntunar og æskulýðsmálefna. Markmið Erasmus+ áætlunarinnar í menntun eru að ýta undir nýsköpun og þróun á evrópskum menntakerfum, m.a. með því að styðja verkefni sem miða að því að efla grunnþætti eins og læsi og stærðfræði, ýta undir sköpunargáfu og frumkvæði nemenda, vinna gegn brotthvarfi, innleiða upplýsingatækni, efla náms- og starfsráðgjöf og almennt efla gæði í menntun á öllum skólastigum og í atvinnulífi.

Ekki tókst að úthluta öllu fjármagni sem var til úthlutunar í starfsmenntun og í alþjóðlega hluta háskólastigsins þannig að nýir umsóknarfrestir í þeim skólahlutum verða auglýstir í haust.

Leik-, grunn- og framhaldsskólar

24 Skólar, sveitarfélög og fyrirtæki sem starfa á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi var úthlutað alls 296. 991 evrum. Eftirtaldir aðilar hlutu styrki:

Nafn stofnunar Nafn verkefnis Upphæð
Skólar ehf Virk hreyfing sem forvörn með BHRG módeli
til að auka velferð.
39.780€
Fjölbrautaskóli Suðurlands Endurmenntun kennara og starfsfólks FSU. 30.860€
Fjölbrautaskólinn við Ármúla Sjálfbær skólaþróun. 29.700€
Menntaskólinn á Tröllaskaga Nýjar víddir í kennslu. 22.428€
Menntaskólinn við Sund Starfsþróun kennara stuðlar að aukinni virkni nemenda í námi sínu. 19.020€
Fjölbrautaskóli Vesturlands Nýjar aðferðir í endurmenntun kennara FVA. 18.920€
Varmahlíðarskóli Umbótamiðað skólastarf, heilsueflandi og tæknivæddur skóli. 16.940€
Árskóli Að vita meira í dag en í gær. 15.738€
Leikskólinn Laut Leikur að málrækt og læsi. 14.640€
Menntaskólinn í Reykjavík Innleiðing Núvitundar í Menntaskólann
í Reykjavík.
11.700€
Reykjavíkurborg- Skóla og frístundasvið Framþróun og umbætur í kjölfar ytra mats í leikskólum. 11.325€
Heilsuleikskólinn Kór Efla nemendur leikskólans í andlegri, líkamlegri
og félagslegri vellíðan.
9.675€
Keilir - Miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs Vendinám er framtíðin. 9.060€
Vallaskóli Upplýsingatækni í skólastarfi og þróun starfsumhverfis. 8.350€
Háteigsskóli Skólabókasöfn og lærdómssetur fyrir leiklistarkennslu. 7.770€
Þjórsárskóli Efling lýðræðislegra vinnubragða og samskipta í skólasamfélagi. 7.750€
Garðaskóli Þjálfun til að koma í veg fyrir brottfall. 7.350€
Menntaskólinn á Akureyri Nýjustu straumar í tungumálakennslu. 3.715€
Myndlistaskólinn í Reykjavík Endurmenntun fyrir kennara í barna- og unglingadeild. 2.650€
Brekkuskóli Skólabókasöfn sem lærdómssetur. 2.070€
Giljaskóli Skólabókasöfn sem lærdómssetur. 2.070€
Hrafnagilsskóli Skólabókasöfn sem lærdómssetur. 2.070€
Fjölbrautaskólinn í Breiðholti Aðferðafræði fyrir framhaldsskólakennara í
ensku.
1.830€
Síðuskóli Skólabókasöfn sem lærdómssetur. 1.580€

Starfsmenntun

Sjö skólar og fræðsluaðilar sem bjóða upp á starfsmenntun fengu samtals 494.441 evrum úthlutað. Eftirtaldir aðilar hlutu styrki:

Tækniskólinn - skóli atvinnulífsins Menntun alla ævi – starfsnám og starfsþjálfun kennara og nemenda Tækniskólans 227.110€
Fjölbrautaskólinn í Breiðholti Námsferðir efla fagmennsku 84.588€
Menntaskólinn í Kópavogi Ferðir nemenda og starfsfólks 2016-2018 55.250€
Fisktækniskóli Íslands Þjálfun fisktækna 54.012€
IÐAN fræðslusetur ehf. Íslenskir starfsnemar í Evrópu 35.800€
Landspítali háskólasjúkrahús Leiðbeinendur nemenda og nýráðinna starfsmanna með starfsmenntun 20.900€
Myndlistaskólinn í Reykjavík Nýjar leiðir í listnámi og listnámsaðferðum – starfsnám og starfsþjálfun kennara og nemenda Myndlistaskólans í Reykjavík 16.781€

Háskólar

Háskólinn á Akureyri, Háskólinn á Bifröst, Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík, Háskólinn á Hólum, Landbúnaðarháskóli Íslands á Hvanneyri og Listaháskóli Íslands fá samtals 1.800.000 evrur í hefðbundin stúdenta- og starfsmannaskipti. Þar að auki var úthlutað úr svokölluðum ,,alþjóðlegum“ hluta Erasmus+ . Í þeim flokki var háskólunum úthlutað 211.834 evrum í verkefni til að styrkja tengsl við háskóla utan Evrópu. Eftirtaldir aðilar hlutu styrki:

Háskóli Íslands Stúdenta- og starfsmannaskipti 783.980€
Listaháskóli Íslands Stúdenta- og starfsmannaskipti 416.064€
Háskólinn í Reykjavík Stúdenta- og starfsmannaskipti 312.588€
Háskólinn á Bifröst Stúdenta- og starfsmannaskipti 145.082€
Háskólinn á Akureyri Stúdenta- og starfsmannaskipti 68.960€
Landbúnaðarháskóli Íslands Stúdenta- og starfsmannaskipti 40.746€
Háskólinn á Hólum Stúdenta- og starfsmannaskipti 32.580€
Háskóli Íslands Alþjóðasamstarf utan Evrópu 121.026€
Listaháskóli Íslands Alþjóðasamstarf utan Evrópu 38.166€
Háskólinn á Akureyri Alþjóðasamstarf utan Evrópu 29.484€
Háskólinn á Bifröst Alþjóðasamstarf utan Evrópu 23.158€

Fullorðinsfræðsla

6 aðilar innan fullorðinsfræðslugeirans hlutu samtals 57.998 evrur. Eftirtaldir aðilar fengu styrki:

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins Þróun náms- og starfsráðgjafar fyrir atvinnulífið 21.473€
Deild Ráðgjafarþjónustu Reykjavíkurborgar "Að vita meira og meira, meira í dag en í gær" – fræðsla starfsfólks þjónustumiðstöðva 16.600€
Fjölmennt símenntunar- og þekkingarmiðstöð Fræðsluferðir vegna kennslu fullorðins fatlaðs fólks 2. hluti 6.420€
Fræðslusetrið Starfsmennt Notkun tölvu- og upplýsingatækni í kennslu (DIG-ITT) 5.010€
Mímir Símenntun Ný reynsla með nýrri hæfni 4.275€
Samtökin 78 Námskeið fyrir starfsmenn 4.220€

Upplýsingar eru með fyrirvara um innsláttarvillur.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica