Vel heppnað námskeið um samstarfsverkefni

10.3.2016

  • Paul Guest fræðir og útskýrir

Þriðjudaginn 8. mars hélt skoski ráðgjafinn Paul Guest námskeið fyrir umsækjendur um samstarfsverkefni Erasmus+ í húsakynnum Rannís að Borgartúni 30.

Á námskeiðinu var lögð áhersla á þróun hugmynda að samstarfsverkefnum. Fjöldi þátttakenda var takmarkaður og miðað við að menn væru komnir nokkuð áleiðis með verkefnahugmynd sína. Þátttakendur komu frá öllum skólastigum, þ.e. leik-, grunn- og framhaldsskólastigi, háskólastigi og fullorðinsfræðslu.

Paul er reyndur ráðgjafi og blandaði saman fyrirlestri, leikjum og verkefnum á skemmtilegan hátt. Þátttakendur létu vel af námskeiðinu og verður spennandi að sjá hve margir munu senda inn afrakstur hugmynda sinna, en næsti umsóknarfrestur er 31. mars 2016 kl. 10:00.

Myndir frá námskeiðinu:

 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica