Málstofa í tilefni Evrópsku starfsmenntavikunnar

1.12.2017

  • Vet_vidburdur

Í tilefni Evrópsku starfsmenntavikunnar stóðu Landskrifstofa Erasmus+ á Íslandi í samvinnu við IÐUNA fræðslusetur og mennta- og menningarmálaráðuneytið  fyrir málstofu um nám á vinnustöðum hérlendis og í Evrópu og mikilvægi endurmenntunar/fullorðinsfræðslu. 

Á fyrri hluta málstofunnar var áhersla lögð á vinnustaðanám hérlendis og í Evrópu.  Vinnustaðanámssjóður var kynntur og leitast við meta áhrif hans í iðn- og starfsnámi.

Einnig voru  kynnt þau tækifæri sem nemar í starfsmenntun hafa til að fara í starfsnám í Evrópu með stuðningi Erasmus+ áætlunarinnar og kynnt var gæðamerkið EQAMOB sem þróað hefur verið fyrir fyrirtæki sem standa vel að þjálfun og móttöku nema.  Fulltrúi Icelandair hótela sagði frá þeirra reynslu af því að taka á móti nemum frá öðrum löndum og að senda nema til Evrópu og framreiðslunemi sagði frá sinni reynslu af því að fara til Frakklands og starfa á veitingastað þar. 

Seinni hluti málstofunnar var tileinkaður endurmenntun og fullorðinsfræðslu þar sem kynntar voru námsleiðir símenntunarmiðstöðva um allt land og í lokin var námsframboð IÐUNNAR fræðsluseturs kynnt með vettvangsferð um húsið.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica