Erasmus+ ráðstefna um móttöku flóttamanna: Menntun, þátttaka, aðlögun.

7.1.2016

Landskrifstofa Erasmus+ menntaáætlunar ESB á Íslandi auglýsir eftir þátttakendum á ráðstefnu um móttöku flóttamanna. Ráðstefnan verður haldin í Essen í Þýskalandi dagana 19. – 20. apríl 2016 og er áætlaður fjöldi þátttakenda 300 manns.

Meginmarkmið ráðstefnunnar er að styrkja stofnanir og samtök við móttöku flóttamanna og aðlögun. Mikilvægur þáttur er að skiptast á reynslu og nýtingu nýrra hugmynda og leiða og auka sýnileika á stuðningi Evrópulanda við  þennan málaflokk með Erasmus+

Markhópar ráðstefnunnar eru fulltrúar menntastofnana, æskulýðs- og ungmennastarfs, sveitarstjórnir, nefndir og ráð, atvinnumiðlanir, fyrirtæki sem og aðrar stofnanir og sérstaklega hagsmunaaðilar sem tengjast samþættingu flóttamanna inn í atvinnulíf og skóla.

Þematískir umræðuhópar – viðfangsefni (tillögur)

  •  Velkomin – móttökuhefðir – lifað í og með fjölbreytileika
  • Staðfesting á óformlegu og formlausu námi
  • Starfshæfni
  • Breytingarstjórnun og ráðgjöf fyrir innflytjendur
  • Áskoranir og kröfur fyrir starfsfólk í leik-, grunn- og framhaldsskólum og starfsmenntun
  • Fjölmenningarleg samþætting og aðlögun að nýju tungumáli
  • Borgaraleg menntun og réttindi

Í umsókn skulu koma fram upplýsingar um nafn, stofnun, og stöðu innan stofnunar/félagasamtaka. Einnig upplýsingar um reynslu umsækjanda og hvaða þematíska umræðuhópi hann hefði helst áhuga á að  taka þátt í. Landskrifstofa Erasmus+ veitir styrk fyrir ferðakostnaði og þátttökugjaldi ráðstefnu.

Nánari upplýsingar og endanleg dagskrá eru væntanleg.

Umsóknarfrestur er 29. janúar næstkomandi

Umsóknareyðublað

 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica