Erasmus dagar 9. - 14. október

6.9.2023

Nú styttist í Erasmus daga 2023 og er þetta í sjöunda skiptið sem þeir fara fram. Eins standa þeir yfir lengur en áður.

Á þessu tímabili verður Erasmus+ áætluninni fagnað og hundruð viðburða munu eiga sér stað um alla Evrópu. Þessir dagar eru frábært tækifæri
til þess að skipuleggja eða taka þátt í fjölbreyttum viðburðum, deila reynslu og læra meira um Erasmus+. 

Við viljum hvetja: skóla, sveitarfélög, stofnanir, frístundamiðstöðvar og öll þau sem hafa tekið þátt í Erasmus+ að koma á framfæri verkefnunum sínum og ávinningnum af þeim meðan á Erasmus dögunum stendur.

Hvernig?
Til dæmis með kynningu á verkefni, sýnileika á samfélagsmiðlum, málþingi, sýningu eða einhverjum öðrum viðburði.

Hérna er hægt að skrá þáttöku og viðburði

Nánari upplýsingar veitir kynningarstjóri Erasmus+ á Íslandi.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica