EPALE þema: Menntun í menningu og listum

22.12.2017

Ákveðið hefur verið að árið 2018 verði tileinkað menningararfi (European Year of Cultural Heritage) og af því tilefni verður janúarmánuður á EPALE tileinkaður menntun í menningu og listum. 

Menntun í menningu og listum víkkar sjóndeildarhring nema í fullorðinsfræðslu. Hún auðgar líf þeirra og eykur skapandi og gagnrýna hugsun. Menntun í menningu og listum eykur umburðarlyndi og skilning, skerpir skilningarvitin og styður við sköpun. Hún getur líka reynst öflugt verkfæri til að vinna að aðlögun innflytjenda, minnihlutahópa og annarra viðkvæmra hópa.

Hér hjá EPALE metum við mikils hlutverk menningar og lista í menntun fullorðinna. Kynnið ykkur þemasíðuna Cultural education þar sem landsteymi EPALE hafa safnað saman áhugaverðum greinum, gögnum og rannsóknum um þetta efni (efnið er mismunandi eftir tungumálum sem valin eru). Heimsækið EPALE reglulega í janúar og fylgist með nýju efni!

Sjáið kynningarmyndband um fyrsta Evrópska ár menningararfs: 
https://www.youtube.com/watch?v=RcNwEBrs5oY

Þetta vefsvæði byggir á Eplica