Áríðandi tilkynning til umsækjenda í Samstarfs­verkefni Erasmus+ 2016: Galli í umsóknareyðublöðum

18.3.2016

Í ljós hefur komið galli í umsóknareyðublöðum samstarfsverkefna í Erasmus+ en skilafrestur fyrir þær umsóknir er 31. mars næstkomandi.

 Þessi galli snýr að Learning/Teaching/Training activities og getur gert það að verkum að villuskilaboð koma upp þegar reynt er að skila umsókninni og ekki er hægt að senda hana inn.

 Komi eftirfarandi villuskilaboð upp " ERR-01 [xxxx]: Submission validation error. Please contact your National Agency's helpdesk." þarf að fara eftir leiðbeiningum sem gefnar hafa verið út til að komast framhjá gallanum og skila umsókninni. 

Leiðbeiningarnar og nánari upplýsingar um gallann

Athugið að þetta á ekki við um allar útgáfur eyðublaðanna eins og leiðbeiningarnar sýna.

Ef ekki gengur að skila umsókninni þrátt fyrir að búið sé að fara eftir leiðbeiningunum vinsamlegast hafið samband við starfsfólk Landskrifstofu Erasmus+.

Starfsfólk Landskrifstofu hvetur umsækjendur eindregið til að vera tímanlega í að skila umsókn svo hægt sé að leysa úr þeim vandamálum sem upp geta komið í skilaferlinu.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica