Fréttir: maí 2017

23.5.2017 : Vefgátt um hæfni og námsgráður – könnun frá ESB

Á vegum Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins er verið að hanna vefgátt sem á að nýtast einstaklingum í atvinnuleit, fyrirtækjum sem leita að hæfu starfsfólki og menntastofnunum sem hyggjast bjóða menntun við hæfi.

Lesa meira
Ágúst Hjörtur Ingþórsson

22.5.2017 : Framtíð Erasmus+ er björt

Erasmus+ fagnar 30 ára afmæli í ár. Á þremur áratugum hafa yfir níu milljónir Evrópubúa notið stuðnings þessarar mennta-, æskulýðs- og íþróttaáætlunar ESB og eru Íslendingar þar ekki undanskildir. Fjárhagsrammi áætlunarinnar gerir ráð fyrir aukningu á fjármagni til úthlutunar næstu árin.

Lesa meira

18.5.2017 : Erasmus+ tengslaráðstefnur haustið 2017

Landskrifstofa Erasmus+ menntaáætlunar ESB á Íslandi auglýsir eftir þátttakendum á þrjár tengslaráðstefnur á sviði skóla og starfsmenntunar.

Lesa meira

15.5.2017 : Stofnanir, samtök og skólar á sviði fullorðinsfræðslu og starfsmenntunar athugið!

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins óskar eftir umsóknum til að styðja við nýtt átak, „Upskilling Pathways“ sem snýr að því að fjölga úrræðum og leiðum fyrir þá sem helst þurfa á því að halda að efla færni sína á vinnumarkaði.

Lesa meira
Myndir af styrkþegum Erasmusplus 2017

12.5.2017 : Mikil aukning í starfsmennta­styrkjum í Erasmus+ mennta­áætluninni

Rannís hefur úthlutað um 3,5 milljónum evra eða tæplega 400 m.kr. í náms- og þjálfunarstyrki úr menntahluta Erasmus+, mennta- og æskulýðsáætlunar ESB. Fjármagninu var úthlutað til 63 verkefna og njóta ríflega eitt þúsund einstaklingar frá skólastofnunum, fræðsluaðilum og fyrirtækjum góðs af styrkjunum að þessu sinni.

Lesa meira
Hressir unglingar

3.5.2017 : Áherslumál Epale í maí: Samfélagsleg vitund og virkni

Í maí leggur EPALE sérstaka áherslu á virkni samfélagsþegna og mikilvægi þess að fólk sé meðvitað um borgaraleg réttindi sín og skyldur. 

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica