Fréttir: 2017

22.12.2017 : EPALE þema: Menntun í menningu og listum

Ákveðið hefur verið að árið 2018 verði tileinkað menningararfi (European Year of Cultural Heritage) og af því tilefni verður janúarmánuður á EPALE tileinkaður menntun í menningu og listum. 

Lesa meira
Vet_vidburdur

1.12.2017 : Málstofa í tilefni Evrópsku starfsmenntavikunnar

Í tilefni Evrópsku starfsmenntavikunnar stóðu Landskrifstofa Erasmus+ á Íslandi í samvinnu við IÐUNA fræðslusetur og mennta- og menningarmálaráðuneytið  fyrir málstofu um nám á vinnustöðum hérlendis og í Evrópu og mikilvægi endurmenntunar/fullorðinsfræðslu. 

Lesa meira

17.11.2017 : Málstofa í tilefni Evrópsku starfs­mennta­vikunnar 2017

Þann 23. nóvember verður haldin spennandi málstofa um starfsmenntun í tilefni Evrópsku starfsmenntavikunnar 2017. Málstofan fer fram í IÐUNNI fræðslusetri, Vatnagörðum 20, Reykjavík frá kl. 15-17. 

Lesa meira

8.11.2017 : LungA hlýtur heiðurs­viður­kenningu Erasmus+

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, veitti LungA – Listahátíð ungs fólks á Austurlandi, heiðursviðurkenningu við hátíðlega athöfn á afmælishátíð Erasmus+ sem fram fór í Hörpu í dag. Björt Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri LungA, og Aðalheiður Borgþórsdóttir, einn af stofnendum LungA, tóku við viðurkenningunni.

Lesa meira

30.10.2017 : 30 ára afmælishátíð og afhending gæðaviðurkenninga Erasmus+

Erasmus+ fagnar 30 ára afmæli í ár. Til að fagna tímamótunum býður Landskrifstofa Erasmus+ á Íslandi til afmælishátíðar í Hörpu miðvikudaginn 8. nóvember nk.

Lesa meira

27.10.2017 : Erasmus+ umsóknarfrestir 2018

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur auglýst umsóknarfresti í Erasmus+ áætluninni fyrir árið 2018.  

Lesa meira

24.10.2017 : Námskeið um náms- og starfsráðgjöf í atvinnulífinu

Vel heppnað námskeið um náms- og starfsráðgjöf í atvinnulífinu var haldið 19. og 20. október sl. Að námskeiðinu stóðu EPALE , vefgátt í fullorðinsfræðslu og Evrópu­miðstöð náms- og starfsráð­gjafar, sem eru verkefni í umsjá Rannís, sem og Fræðslu­miðstöð atvinnu­lífsinsNorræna samstarfs­netið um menntun fullorðinna (NVL) og Fræðslu­setrið Starfsmennt.

Lesa meira

20.10.2017 : Stuðningur við stefnumótun (KA3: Support for National Policy Reform)

Framkvæmdastjórn ESB hefur auglýst eftir umsóknum í Erasmus+ um stuðning við stefnumótun.  

Lesa meira

13.10.2017 : Mikill áhugi á frumkvöðla- og nýsköpunarmennt

Mánudaginn 9. október sl. stóð Rannís fyrir málstofu um frumkvöðla- og nýsköpunarmennt. Tilefnið var koma þriggja sérfræðinga frá Eistlandi sem áhuga höfðu á að hitta íslenska starfsfélaga.

Lesa meira

6.10.2017 : Hafðu áhrif á næstu Erasmus+ áætlun

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins býður öllum að taka þátt í að móta næstu Erasmus + áætlun með því að tjá skoðanir sínar og hugmyndir á sérstakri vefgátt.

Lesa meira

6.9.2017 : Fimm Slóvenar og einn Letti í starfsheimsókn hjá Rannís

Í síðustu viku fékk Rannís góða heimsókn frá Slóveníu og Lettlandi. Frá Slóveníu komu fimm starfsmenn Euroguidance, Europass og EQF-NCP verkefna, en Rannís hefur umsjón með þessum verkefnum á Íslandi, og frá Lettlandi kom einn náms- og starfsráðgjafi.

Lesa meira

1.9.2017 : Úthlutun styrkja í flokki fjölþjóðlegra samstarfsverkefna Erasmus+ árið 2017

Rannís hefur úthlutað rúmlega 2,6 m.evra, eða um 325 m.kr., til 34 fjölþjóðlegra samstarfsverkefna úr menntahluta Erasmus+. Hæsta styrkinn hlaut Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu, rúmar 46 m.kr. fyrir verkefnið ADVENT -Adventure tourism in vocational education and training (Starfendanám í afþreyingarferðaþjónustu).

Lesa meira

10.8.2017 : Erasmus+ starfsmenntun: viðburðir í nóvember 2017

Landskrifstofa Erasmus+ menntaáætlunar ESB á Íslandi auglýsir eftir þátttakendum á tvo viðburði á sviði starfsmenntunar.

Lesa meira

7.7.2017 : Evrópa unga fólksins flytur til Rannís

Þann 1. júlí tók Rannís við umsjón með æskulýðshluta Erasmus+ af Ungmennafélagi Íslands sem hefur rekið Evrópu unga fólksins frá 2007. 

Lesa meira

4.7.2017 : Ný skýrsla um árangur Íslands í alþjóðlegu samstarfi er komin út

Evrópskt og norrænt samstarf er umfangsmikið í starfsemi Rannís sem er helsta þjónustustofnun á Íslandi á þessu sviði. Skýrslan geymir upplýsingar um árangur Íslands í þeim þremur áætlunum ESB sem Rannís hefur umsjón með.

Lesa meira

30.6.2017 : Í júlí beinir EPALE sjónum að brotthvarfi nemenda úr skólum og tækifærum til endurmenntunar

Ungt fólk hverfur gjarnan frá námi án þess að ljúka framhaldsskóla eða fá námgráðu metna. Þau geta þess vegna þurft að glíma við atvinnuleysi, félagslega útilokun og fátækt.

Lesa meira

21.6.2017 : Skýrsla um mat á framkvæmd og áhrifum Erasmus+ á Íslandi

Skýrslan er á ensku og er liður í mati framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á því hvernig tekist hefur til um framkvæmd styrkjaáætlunar ESB Erasmus+. Sambærilegar skýrslur voru gerðar í öllum ríkjum þar sem Erasmus+ áætlunin er starfrækt.

Lesa meira
Afmæli í Strassborg

16.6.2017 : Hvað er tvítugur þýskur rafvirki, menntamálaráðherra Portúgals og þekkt sænsk sjónvarpskona og leikskáld að gera saman í Strassborg?

Þóra Arnórsdóttir sjónvarpskona var viðstödd afmælishátíð Erasmus+ sem fram fór á dögunum í Strassborg. Hún var þar í hópi 33 fulltrúa frá hverju ríki sem taka þátt í áætluninni en þeir eru allir fyrrum Erasmus nemar.

Lesa meira
Erasmus-Birthday-Cupcake

13.6.2017 : ESB gefur út nýtt app í tilefni af 30 ára afmæli Erasmus+

Í dag, þann 13. júní 2017 fagnar Evrópusambandið 30 ára afmæli Erasmus og því að nú hafa yfir 9 milljónir Evrópubúa notið stuðnings frá áætluninni.

Lesa meira

23.5.2017 : Vefgátt um hæfni og námsgráður – könnun frá ESB

Á vegum Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins er verið að hanna vefgátt sem á að nýtast einstaklingum í atvinnuleit, fyrirtækjum sem leita að hæfu starfsfólki og menntastofnunum sem hyggjast bjóða menntun við hæfi.

Lesa meira
Ágúst Hjörtur Ingþórsson

22.5.2017 : Framtíð Erasmus+ er björt

Erasmus+ fagnar 30 ára afmæli í ár. Á þremur áratugum hafa yfir níu milljónir Evrópubúa notið stuðnings þessarar mennta-, æskulýðs- og íþróttaáætlunar ESB og eru Íslendingar þar ekki undanskildir. Fjárhagsrammi áætlunarinnar gerir ráð fyrir aukningu á fjármagni til úthlutunar næstu árin.

Lesa meira

18.5.2017 : Erasmus+ tengslaráðstefnur haustið 2017

Landskrifstofa Erasmus+ menntaáætlunar ESB á Íslandi auglýsir eftir þátttakendum á þrjár tengslaráðstefnur á sviði skóla og starfsmenntunar.

Lesa meira

15.5.2017 : Stofnanir, samtök og skólar á sviði fullorðinsfræðslu og starfsmenntunar athugið!

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins óskar eftir umsóknum til að styðja við nýtt átak, „Upskilling Pathways“ sem snýr að því að fjölga úrræðum og leiðum fyrir þá sem helst þurfa á því að halda að efla færni sína á vinnumarkaði.

Lesa meira
Myndir af styrkþegum Erasmusplus 2017

12.5.2017 : Mikil aukning í starfsmennta­styrkjum í Erasmus+ mennta­áætluninni

Rannís hefur úthlutað um 3,5 milljónum evra eða tæplega 400 m.kr. í náms- og þjálfunarstyrki úr menntahluta Erasmus+, mennta- og æskulýðsáætlunar ESB. Fjármagninu var úthlutað til 63 verkefna og njóta ríflega eitt þúsund einstaklingar frá skólastofnunum, fræðsluaðilum og fyrirtækjum góðs af styrkjunum að þessu sinni.

Lesa meira
Hressir unglingar

3.5.2017 : Áherslumál Epale í maí: Samfélagsleg vitund og virkni

Í maí leggur EPALE sérstaka áherslu á virkni samfélagsþegna og mikilvægi þess að fólk sé meðvitað um borgaraleg réttindi sín og skyldur. 

Lesa meira

24.4.2017 : Upplýsingafundur þar sem farið verður yfir hagnýt atriði varðandi flutning, atvinnuleit og nám í Noregi, Danmörku og Svíþjóð.

Þann 27. apríl n.k. kl. 17:00 býður Norræna félagið, í samstarfi við Halló Norðurlönd, og EURES evrópsk vinnumiðlun upp á upplýsingafund þar sem farið verður yfir hagnýt atriði varðandi flutning, atvinnuleit og nám í Noregi, Danmörku og Svíþjóð.

Lesa meira

12.4.2017 : Erasmus+ tengslaráðstefna um tölvufærni í námi og þjálfun

Landskrifstofa Erasmus+ menntaáætlunar ESB á Íslandi auglýsir eftir þátttakendum á tengslaráðstefnu í Tallinn, Eistlandi, 17.-20. september 2017.

Lesa meira

6.4.2017 : Move2Learn – eTwinning kennarar og nemendur fá tækifæri til að ferðast

Í tilefni 30 ára afmælis Erasmus hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ákveðið að styrkja um 5.000 ungmenni til að ferðast um Evrópu á þessu og næsta ári, þar af 60 íslenska nemendur. Átakið kallast Move2Learn, Learn2Move. eTwinning verður notað til þess að velja þátttakendur en kennarar sem sækja um gæðamerki geta í leiðinni sótt um styrk fyrir sína nemendur.

Lesa meira
Stimpill

4.4.2017 : Áherslumál EPALE í apríl 2017: Raunfærnimat (staðfesting á færni sem áður hefur verið aflað)

Í apríl beinir EPALE sjónum sínum sérstaklega að raunfærnimati!

Lesa meira
Frá Landsþingi stúdenta 2017

24.3.2017 : Gæði í háskólastarfi í forgrunni á vel heppnuðu Landsþing Landssamtaka íslenskra stúdenta

Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) héldu dagana 17. - 19. mars Landsþing á Akureyri. Á þinginu áttu sæti fulltrúar allra háskóla á Íslandi, rúmlega 50 manns. Yfirskrift Landsþingsins var „Hvers virði er mín menntun? – Efling stúdenta í gæðastarfi háskólanna.“

Lesa meira

23.3.2017 : Erasmus+ námsheimsókn til Svíþjóðar

Landskrifstofa menntahluta Erasmus+ á Íslandi auglýsir eftir þátttakanda í viku námsheimsókn til Stokkhólms og Västerås í Svíþjóð dagana 8.-12. maí nk.

Lesa meira

21.3.2017 : eTwinning tengslaráðstefna um læsi í Newcastle, 25.-27. maí 2017

Umsóknafrestur er til og með 27. mars næstkomandi.

Lesa meira

9.3.2017 : Erasmus+ og eTwinning tengslaráðstefna

Landskrifstofa menntahluta Erasmus+ á Íslandi auglýsir eftir þátttakendum á tengslaráðstefnu fyrir kennara og starfsmenntakennara á unglinga- og framhaldsskólastigi (14-19 ára) sem fram fer í Ljubljana, Slóveníu 18.-20. maí nk.

Lesa meira

7.3.2017 : Í mars beinir EPALE sjónum sínum sérstaklega að stafrænu og rafrænu námi

Við hjá EPALE gerum okkur grein fyrir því mikilvæga hlutverki sem upplýsingatæknin hefur gengt í því að breyta kennsluaðferðum. Upplýsingatæknin gefur fólki aukna stjórn á sínu námi. Hún gefur því tækifæri á að ákveða hvenær, hvar og hversu mikið það vill læra.

Lesa meira

2.3.2017 : Taktu þátt í að móta framtíð Erasmus+

Framkvæmdastjórn ESB vinnur nú að framtíðar stefnumótun Erasmus+ og óskar eftir þátttöku almennings í könnun, sér í lagi ungs fólks, nemenda, kennara, starfsmanna félagsmiðstöðva og íþróttafélaga, stofnana, vinnuveitenda og annarra sem hafa hagsmuna að gæta.

Lesa meira

21.2.2017 : Vefstofa fyrir umsækjendur Samstarfsverkefna Erasmus+

SPURNINGAR OG SVÖR vegna undirbúnings verkefnisumsókna Samstarfs­verkefna Erasmus+

Lesa meira

16.2.2017 : Auglýst eftir umsóknum í miðstýrð Erasmus+ verkefni í flokknum KA2

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur auglýst umsóknarfresti miðstýrðra Erasmus+ verkefna í flokki KA2 á sviði nýsköpunar- og frumkvöðlaverkefna milli mennta- og þjálfunarstofnana, starfsgreina og atvinnulífs.

Lesa meira

8.2.2017 : Erasmus+ ráðstefna um mikilvægi tölvufærni á vinnumarkaði

Landskrifstofa Erasmus+ mennta- og æskulýðsáætlunar ESB á Íslandi auglýsir eftir þátttakendum á þematíska ráðstefnu á sviði skóla og starfsmenntunar í Riga í Lettlandi þann 23. mars nk.

Lesa meira
Mynd af gestum frá króatíu

7.2.2017 : Heimsókn frá Króatíu

Króatískur vinnuhópur um menntun alla ævi er í fróðleiksferð um íslenskar menntastofnanir um þessar mundir. Hópurinn hitti starfsmenn Rannís þann 6. febrúar og var þá skipst á fróðleik um menntamál, þá sérstaklega fullorðinsfræðslu.

Lesa meira

26.1.2017 : Erasmus+ fagnar 30 ára afmæli í ár

Erasmus+ mennta-, æskulýðs- og íþróttaáætlun ESB fagnar 30 ára afmæli í ár. Yfir 9 milljónir Evrópubúa hafa notið stuðnings frá áætluninni og eru Íslendingar þar ekki undanskildir. Á því 25 ára tímabili sem Íslendingar hafa tekið þátt í samstarfinu hafa íslenskir þátttakendur verið um 28.700 talsins. Framkvæmdastjórn ESB hefur sett upp síðu tileinkaða afmælinu þar sem finna má margvíslegar upplýsingar, m.a. hvað varðar þátttöku Íslands.

Lesa meira

25.1.2017 : Kynningar á Evrópuverkefnum

Kynning á tækifærum og styrkjum í Evrópusamstarfi fór fram í Háskólanum í Reykjavík og Háskóla Íslands þann 24. janúar. Frá Rannís voru kynntar áætlanirnar Horizon 2020, Erasmus+, Creative Europe og verkefnin eTwinning, Europass og Upplýsingastofa um nám erlendis.

Lesa meira

20.1.2017 : Kynning á tækifærum og styrkjum í Evrópusamstarfi

 

Þriðjudaginn 24. janúar nk. munu fulltrúar evrópskra samstarfs­áætlana og þjónustu­skrifstofa ásamt sendinefnd ESB kynna styrki og samstarfs­möguleika í Evrópu­samstarfi. Kynningin verður haldin kl. 11:00-13:00 í Háskólanum í Reykjavík, í miðrými sem kallað er Sól, og kl. 14:00-16:00 í Háskóla Íslands, á Háskólatorgi.

 

Lesa meira

9.1.2017 : Kynningarfundur um tækifæri og styrki í Erasmus+

Föstudaginn 13. janúar verður haldinn kynningarfundur í húsakynnum Rannís um styrkjamöguleika innan menntahluta Erasmus+. Kynningin er ætluð þeim sem ekki hafa reynslu af þátttöku.

Lesa meira

6.1.2017 : Epale fréttabréf

Nýtt fréttabréf Epale í janúar 2017 er komið út

Lesa meira

4.1.2017 : Samferða í 30 ár!

Árið 2017 fagnar Erasmus+ áætlunin 30 ára afmæli. Fjöldi fólks á Íslandi hefur fengið styrk úr áætluninni til að ferðast, stunda nám og öðlast reynslu og færni á erlendri grundu.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica