Fréttir: 2016

12.12.2016 : Vel heppnaðar starfsmenntabúðir

Hópur áhugasamra kennara og starfsmanna í starfsmenntun og fullorðinsfræðslu tók þátt í Starfsmenntabúðum, sjá dagskrá í pdf (175 KB) sem haldnar voru þann 8. desember hjá Iðunni fræðslusetri. Að búðunum stóðu Rannís, Erasmus+ áætlunin, EPALE vefgátt í fullorðinsfræðslu, Iðan fræðslusetur og mennta- og menningar­málaráðuneytið.

Lesa meira

5.12.2016 : Evrópsk vika starfsmenntunar

Vikan 5. – 9. desember er evrópsk vika starfsmenntunar. Heiti átaksins er „Discover your talent“ sem hefur það að markmiði að vekja athygli á starfsmenntun og fullorðinsfræðslu.

Lesa meira

1.12.2016 : Erasmus+ hádegisfundur um alþjóðastefnu starfsmenntaskóla

Verður haldinn 9. desember í húsnæði Rannís, 3. hæð Borgartúni 30.

Lesa meira

14.11.2016 : Kerfisuppfærsla á Mobility Tool

Tilkynning til styrkþega Erasmus+. Mobility Tool mun liggja niðri þriðjudaginn 15. nóvember 2016 vegna kerfisuppfærslu. Áætlað er að lokunin muni standa yfir á milli 7:30-18:00.

14.11.2016 : Ráðgjöf fyrir fólk með litla formlega menntun – norræn tengslaráðstefna á Íslandi

Norrænir aðilar í fullorðinsfræðslu funduðu þann 9. og 10. nóvember á Íslandi til þess að bera saman bækur sínar um hvernig hægt sé að vekja athygli fólks með litla formlega menntun á þeim tækifærum sem því bjóðast. #nordicguidance

Lesa meira

8.11.2016 : Starfsmenntabúðir fyrir leið­beinendur á sviði starfsmenntunar og fullorðinsfræðslu

 

Kennsluhættir breytast hratt og sjaldan hafa eins margar spennandi nýjungar verið í boði fyrir kennara og leiðbeinendur sem sjá um kennslu í starfsmenntun og fullorðinsfræðslu.

 

Lesa meira

8.11.2016 : Leikskólinn Holt hlýtur Evrópuverðlaun eTwinning

Verkefnið Read the World eða Lesum heiminn hlaut á dögunum sérstök Evrópuverðlaun sem afhent voru á fjölmennri verðlaunahátíð í Aþenu. Sigurbjört Kristjánsdóttir, deildarstjóri á Holti, tók við verðlaununum.

Lesa meira

4.11.2016 : Tilkynning um breytta innskráningu kerfa Erasmus+

Gerðar hafa verið breytingar á innskráningu inn í umsýslukerfi sem tengjast Erasmus+. Gamla kerfinu „ECAS“ var skipt út fyrir „EU login“.

Lesa meira

31.10.2016 : Norræn tengslaráðstefna í fullorðinsfræðslu

Erasmus+ for Adult Education Nordic Contact Seminar “Guidance in Adult Education – Supply & Take-up”

Lesa meira

28.10.2016 : Námskeið í þróun hugmynda að samstarfsverkefnum þann 8. nóvember nk.

Skoski ráðgjafinn Paul Guest heldur þann 8. nóvember nk. námskeið fyrir umsækjendur samstarfsverkefna Erasmus+. Námskeiðið verður haldið í húsakynnum Rannís að Borgartúni 30 frá kl.13:00 - 17:00.

Lesa meira

24.10.2016 : Umsóknarfrestir fyrir menntahluta Erasmus+ 2017

Umsóknarfrestur Erasmus+ verkefna í flokknum Nám og þjálfun (KA1) er 2. febrúar 2017. Umsóknar­frestur fyrir Erasmus+ fjöl­þjóðleg samstarfs­verkefni (KA2) er 29. mars 2017.

Lesa meira
Hópmynd af þátttakendum námskeiðsins

19.10.2016 : Samtal um ráðgjöf fyrir nemendur og starfsfólk framhalds- og háskóla sem hyggur á nám og þjálfun erlendis

Námskeið fyrir náms- og starfsráðgjafa, alþjóðafulltrúa og aðra þá sem veita fólki sem hyggur á nám eða þjálfun erlendis var haldið þann 18. október. Að námskeiðinu stóðu Evrópumiðstöð náms- og starfsráðgjafa, Europass verkefnið, og Evrópuverkefnið Bologna Reform in Iceland (BORE II) sem miðar að því að efla ákveðna þætti í íslensku háskólastarfi. Efling ráðgjafar vegna náms og þjálfunar erlendis, aukin þátttaka minnihlutahópa í námi og þjálfun erlendis og samstarf fagaðila innan menntastofnana við ráðgjöf er eitt áhersluatriði í BORE II verkefninu.

Lesa meira

18.10.2016 : Framúr­skarandi vettvangur skóla- og fræðslu­mála í Evrópu

Vefgátt skóla- og fræðslumála í Evrópu, School Education Gateway , var opnuð almenningi í febrúar 2015 og frá því í maí 2016 hafa rafræn námskeið fyrir kennara (Teacher Academy) verið þar í boði. Við formlega opnun vef­gáttar­innar, sem fram fer 19. október nk., mun framkvæmda­stjórn Evrópu­sambandsins beina sjónum sínum að málefnum tengdum kennara­starfinu og horfa fram á við, með það að markmiði að skoða hvernig hægt er að gera vefgáttina að framúr­skarandi vettvangi skóla- og fræðslu­mála í Evrópu.

Lesa meira

13.10.2016 : Undirritun íslenska hæfnirammans um menntun

Mennta- og menningarmálaráðuneyti, Alþýðusamband Íslands (ASÍ), Samtök atvinnulífsins (SA), BSRB, Kvasir, Leikn, Bandalag háskólamanna (BHM), Samtök íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) og Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) undirrituðu þann 12. október sl. yfirlýsingu um hæfniramma um íslenska menntun sem ætlað er að endurspegla stigvaxandi hæfnikröfur í formlegu og óformlegu námi á Íslandi. 

Lesa meira
Mynd af íslensku þátttakendunum

30.9.2016 : Námskeið norrænna og baltneskra náms- og starfsráðgjafa í Vilníus

Euroguidance skrifstofurnar í Danmörku, Eistlandi, Finnlandi, Íslandi, Lettlandi, Litháen Noregi og Svíþjóð héldu sameiginlegt námskeið fyrir náms- og starfsráðgjafa frá öllum þessum löndum dagana 28. og 29. september s.l.

Lesa meira
Mynd af verðlaunahöfum

29.9.2016 : 13 verkefni hljóta gæðamerki eTwinning

Verkefni sem ætlað er að vekja skapandi virkni barna og næmi fyrir þörfum annarra verðlaunað sérstaklega.

Lesa meira

27.9.2016 : 154 milljónir króna í skapandi skólastarf

Forsvarsmenn nýrra Erasmus+ samstarfsverkefna í leik-, grunn- og framhaldsskólum skrifuðu í dag undir samninga við Landskrifstofu Erasmus+ á Íslandi. 

Lesa meira

27.9.2016 : Námskeið fyrir náms- og starfsráðgjafa og alþjóðafulltrúa háskóla og framhaldsskóla

18. október kl. 12.30-15.30, í sal Samiðnar, Borgartúni 30, 6. hæð. Boðið verður upp á léttan hádegisverð og kaffi.

Lesa meira

20.9.2016 : Tengslaráðstefna fyrir Erasmus+ skólaverkefni og samstarf skóla í Dublin á Írlandi

Landskrifstofa Erasmus+ mennta- og æskulýðsáætlunar ESB á Íslandi auglýsir eftir þátttakendum á tengslaráðstefnu fyrir skóla á grunn- og framhaldsskólastigi sem ber heitið „School Education: First steps to Erasmus+ and Partner Finding“. Ráðstefnan verður haldin í Dublin á Írlandi 14. - 16. nóvember. Áætlaður fjöldi þátttakenda er 40 manns, þar af eiga Íslendingar tvö sæti.

Lesa meira

19.9.2016 : Erasmus+ tengslaráðstefna á sviði fullorðinsfræðslu í Utrecht í Hollandi

Landskrifstofa Erasmus+ mennta- og æskulýðsáætlunar ESB á Íslandi auglýsir eftir þátttakendum á tengslaráðstefnu á sviði fullorðinsfræðslu sem ber yfirskriftina „E-government and social inclusion of low skilled adults“. Með „E-government“ er vísað til notkunar hvers kyns netmiðla í opinberri þjónustu.

Lesa meira

14.9.2016 : Norræn / baltnesk námsstefna um kennaramenntun og upplýsingatækni

Erasmus+ for ” Teachers training for the 21st Century- (Digital and collaborative learning)

Lesa meira

13.9.2016 : Heimsókn frá Framkvæmdastjórn ESB

Fulltrúar Framkvæmdastjórnar ESB sóttu Rannís heim þann 12. september sl. Erindi ferðarinnar var að fræða Íslendinga um ESCO gagnagrunn ESB sem innihalda mun upplýsingar um 3.000 ólík störf í löndum Evrópu og verður aðgengilegur á öllum tungumálum ESB og íslensku og norsku.

Lesa meira

7.9.2016 : Erasmus+ tengslaráðstefna fyrir kennara og stjórnendur á sviði starfsmenntunar á Möltu

Landskrifstofa Erasmus+ mennta- og æskulýðsáætlunar ESB á Íslandi auglýsir eftir þátttakendum á tengslaráðstefnu á sviði starfsmenntunar sem ber heitið „Hands on experience for VET Trainers“. Ráðstefnan verður haldin á Möltu 22.- 24. nóvember (með ferðadögum 21.-25. nóvember). Áætlaður fjöldi þátttakenda er 35 manns, þar af eiga Íslendingar tvö sæti.

Lesa meira

31.8.2016 : Úthlutun styrkja í flokki fjölþjóðlegra samstarfsverkefna Erasmus+ árið 2016

Rannís hefur úthlutað rúmlega 2,1 m.evra, eða um 283 m.kr., til 14 fjölþjóðlegra samstarfsverkefna úr menntahluta Erasmus+ mennta- og æskulýðsáætlunar ESB. Hæsta styrkinn hlaut Landbúnaðarháskóli Íslands, rúmar 38 m.kr. eða um 290 þús. evrur fyrir verkefnið „Safe Climbing“.

Lesa meira

29.8.2016 : Auglýst er eftir umsóknum í Erasmus+ náms- og þjálfunar­verkefni á sviði starfs­menntunar

Viðbótar umsóknarfrestur fyrir árið 2016 í flokkinn Nám og þjálfun á sviði starfsmenntunar verður þann 4. október kl. 10:00

Lesa meira

23.8.2016 : Evrópsk eTwinning tengsla­ráðstefna - þema: frásagnalist

Hótel Sögu, Reykjavík, 18. - 20. nóvember 2016.

Lesa meira

17.8.2016 : Nýtt ECVET tímarit er komið út. Viðfangsefni þess er að þessu sinni er opnari og sveigjanlegri starfsmenntun

ECVET (Evrópskt einingakerfi í starfsmenntun) verkefnið snýst um að opna starfsmenntakerfi milli landa þannig að nemendur geti t.d. stundað hluta af námi sínu eða starfsþjálfun í öðru landi og fengið þannig dýrmæta reynslu sem þeir ekki gætu öðlast heima fyrir.

Lesa meira

1.7.2016 : Þátttaka Breta í Erasmus+ verkefnum í kjölfar úrsagnar þeirra úr ESB

Úrsögn Breta úr Evrópusambandinu mun hafa áhrif á þátttöku þeirra í Erasmus+ verkefnum. Þar til að formlegri uppsögn kemur með virkjun greinar númer 50, verða núverandi samningar hins vegar í gildi.

Lesa meira

27.5.2016 : Vinnustofa um notkun Mobility Tool+ og þemafundur verkefna­stjóra um áhrif verkefna (Impact)

Þriðjudaginn 31.maí er verkefnisstjórum 2014 og 2015 Erasmus + samstarfsverkefna boðið til fundar þar sem annarsvegar er um að ræða Mobility tool vinnustofu og í framhaldinu verður þemafundur um áhrif Erasmus+ verkefna.

Lesa meira
Mynd af ECHE hópnum.

17.5.2016 : Norrænn samstarfshópur í Erasmus+ fundaði á Rannís

Dagana 12-13 maí hittist norrænn samstarfshópur um úttektir og greiningar í tengslum við Erasmus+ áætlunina hér á Íslandi. Hópurinn hefur síðastliðið ár unnið að greiningu á Erasmus Charter (ECHE) umsóknum norrænna háskóla en ECHE er umsókn um vottun sem hver háskóli verður að fá samþykkta til að geta tekið þátt í Erasmus+ áætluninni.

Lesa meira

3.5.2016 : Heimsókn fulltrúa ESB á Erasmus+ Landskrifstofuna

Dagana 2-3 maí var fulltrúi Framkvæmdastjórnar ESB í eftirlitsheimsókn hjá menntahluta Landskrifstofu Erasmus+ á Íslandi. Heimsóknin er liður í eftirliti Fram­kvæmda­stjórnar með framkvæmd Erasmus+ áætlunarinnar á Íslandi.

Lesa meira

2.5.2016 : Ný þekkingar- og hæfniáætlun undir heitinu New Skills Agenda for Europe

Eitt helsta stefnumál framkvæmda­stjórnar ESB um þessar mundir er ný þekkingar- og hæfniáætlun New Skills Agenda for Europe og hafa ýmsir vinnu­hópar á vegum ESB fengið upplýsingar um framtakið, t.d. vinnuhópar ET2020, og fulltrúar landanna beðnir að kynna sér málið og velta fyrir sér hvaða þýðingu það hefur fyrir einstaka markhópa, s.s. starfs­menntun, háskóla­menntun, fullorðins­fræðslu, o.s.frv. Íslenskir fulltrúar hafa tekið þátt í því starfi.

Lesa meira

26.4.2016 : Rúmlega 400 m.kr. úthlutað úr menntahluta Erasmus+

Rannís hefur úthlutað rúmlega 400 m.kr. í náms- og þjálfunarstyrki úr menntahluta Erasmus+, mennta- og æskulýðsáætlunar ESB. Fjármagninu var úthlutað til 48 verkefna og ríflega eitt þúsund einstaklingar frá skólastofnunum, fræðsluaðilum og fyrirtækjum njóta góðs af styrkjunum að þessu sinni. Þess má geta að yfir 50% framhaldsskóla og 20% leik-, og grunnskóla á Íslandi hafa frá 2014 fengið styrki úr áætluninni.

Lesa meira

25.4.2016 : Námskeið fyrir náms- og starfsráðgjafa á Norðurlöndum og í Eystrasaltslöndunum

Euroguidance miðstöðvarnar á Norðurlöndum og í Eystrasaltslöndunum bjóða upp á tveggja daga námskeið fyrir náms- og starfsráðgjafa dagana 28. og 29. september í Vilníus í Litháen, þeim að kostnaðarlausu. Námskeiðið verður á ensku og allar frekari upplýsingar eru á ensku.

Lesa meira

6.4.2016 : Háskóla­nemar kalla eftir stefnumótun frá stjórnvöldum

Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) hafa afhent mennta- og menningar­málaráðuneyti og háskólum landsins stefnu um alþjóðavæðingu íslensks háskóla­samfélags. Afhendingin fór fram á Alþjóðadegi háskólanna sem haldinn var í samstarfi við Rannís þann 18. mars undir yfirskriftinni Stúdentar og alþjóðastarf - hindranir og hæfni.

Lesa meira

30.3.2016 : Tilkynning til umsækjenda í Samstarfsverkefni Erasmus+

Við minnum á að umsóknarfrestur fyrir Samstarfsverkefni í Erasmus+ rennur út klukkan 10 á morgun fimmtudaginn 31. mars.

Lesa meira

23.3.2016 : Áríðandi tilkynning til umsækjenda í Samstarfs­verkefni Erasmus+ 2016: Ný útg. umsóknar­eyðublaða

Ný útgáfa af eyðublöðum Samstarfsverkefna Erasmus+ og fleiri gallar í eldri útgáfum eyðublaða í skólahluta (KA201).

Lesa meira

18.3.2016 : Áríðandi tilkynning til umsækjenda í Samstarfs­verkefni Erasmus+ 2016: Galli í umsóknareyðublöðum

Í ljós hefur komið galli í umsóknareyðublöðum samstarfsverkefna í Erasmus+ en skilafrestur fyrir þær umsóknir er 31. mars næstkomandi.

Lesa meira

17.3.2016 : Tengslaráðstefna um samstarf á leikskólastigi

Landskrifstofa Erasmus+ menntaáætlunar ESB á Íslandi auglýsir eftir þátttakendum á tengslaráðstefnu í Konstancin-Jeziorna (rétt fyrir utan Varsjá) í Póllandi, dagana 1. – 5. júní 2016. Heiti ráðstefnunnar er Building project management competences among workers of early childhood education and care institutions.

Lesa meira
Hr Sólin

15.3.2016 : Alþjóðadagur háskóla

Alþjóðadagur háskóla verður haldinn í Háskólanum í Reykjavík, stofu V206, föstudaginn 18. mars kl. 10:00 til 13:30 undir yfirskriftinni Stúdentar og alþjóðasamstarf - hindranir og hæfni. Að alþjóða­deginum standa Rannís og Lands­samtök íslenskra stúdenta (LÍS). 

Lesa meira

10.3.2016 : Vel heppnað námskeið um samstarfsverkefni

Þriðjudaginn 8. mars hélt skoski ráðgjafinn Paul Guest námskeið fyrir umsækjendur um samstarfsverkefni Erasmus+ í húsakynnum Rannís að Borgartúni 30.

Lesa meira

25.2.2016 : Námskeið í þróun hugmynda að samstarfsverkefnum þann 8. mars nk.

Þriðjudaginn 8. mars heldur skoski ráðgjafinn Paul Guest námskeið fyrir umsækjendur um samstarfsverkefni Erasmus+ frá kl.13:00-17:00. Námskeiðið verður haldið í húsakynnum Rannís að Borgartúni 30.

Lesa meira

15.2.2016 : Rúmlega sjötíu umsóknir bárust í flokkinn Nám og þjálfun hjá Erasmus+

Umsóknarfresti í flokkinn Nám og þjálfun lauk þriðjudaginn 2. febrúar 2016. Alls bárust 71 umsókn um styrk fyrir rúmlega 2,2 milljónir evra.

Lesa meira

8.2.2016 : Bæklingur á ensku um náms- og starfsráðgjöf á Íslandi

Evrópumiðstöð náms- og starfsráðgjafar hefur gefið út bækling á ensku um náms- og starfsráðgjöf á Íslandi.

Lesa meira

1.2.2016 : Mat á umsóknum

Rannís óskar eftir sérfræðingum til að meta umsóknir í menntahluta Erasmus+ mennta-, æskulýðs- og íþróttaáætlunarinnar. Umsóknarfrestur er til 18. febrúar.

Lesa meira
Kynning Evrópuáætlana 2016

29.1.2016 : Vel heppnuð kynning Evrópuáætlana í Háskólanum í Reykjavík og Háskóla Íslands

Þann 28. janúar 2016 var haldin árleg kynning Evrópuáætlana á Háskólatorgi og í Háskólanum í Reykjavík.

Lesa meira

25.1.2016 : Kynning á styrkja- og samstarfsmöguleikum í Evrópusamstarfi

Fimmtudaginn 28. janúar nk. munu fulltrúar evrópskra samstarfsáætlana og þjónustuskrifstofa kynna styrkja- og samstarfsmöguleika í Evrópusamstarfi. Kynningin verður haldin kl. 11:00-13:00 í Háskólanum í Reykjavík, í miðrými sem kallað er Sól, og kl. 14:30-16:30 í Háskóla Íslands, á Háskólatorgi.

Lesa meira

21.1.2016 : Vefstofa ERASMUS+: Hvernig á að skrifa umsókn í flokknum Nám og þjálfun?

Vefstofan verður haldin fimmtudaginn 21. janúar kl. 14-16. Markhópur: Skólar og fullorðinsfræðsla

Lesa meira

7.1.2016 : Erasmus+ ráðstefna um móttöku flóttamanna: Menntun, þátttaka, aðlögun.

Landskrifstofa Erasmus+ menntaáætlunar ESB á Íslandi auglýsir eftir þátttakendum á ráðstefnu um móttöku flóttamanna. Ráðstefnan verður haldin í Essen í Þýskalandi dagana 19. – 20. apríl 2016 og er áætlaður fjöldi þátttakenda 300 manns.

Lesa meira

7.1.2016 : Kynningarfundir um tækifæri og styrki í Erasmus+ og Creative Europe á landsbyggðinni

Kynningarfundir um tækifæri og styrki Erasmus+ og Creative Europe verða haldnir sem hér segir:

Lesa meira

5.1.2016 : Kynningarfundur um tækifæri og styrki í Erasmus+ og Creative Europe í Reykjavík

Föstudaginn 8. janúar verður haldinn kynningarfundur í húsakynnum Rannís um styrkjamöguleika innan menntahluta Erasmus+ og menningarhluta Creative Europe áætlananna. Aðgangur er öllum opinn en vinsamlegast skráið þátttöku .

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica