Youthpass

Tæki til að staðfesta þátttöku og meta lærdómsreynslu í Erasmus+ æskulýðsverkefnum heitir Youthpass. Allir einstaklingar sem taka þátt í styrkjaflokki Nám og þjálfun og Fundi ungs fólks og ráðamanna eiga rétt á að fá Youthpass. Youthpass er gefinn út af þeim sem skipuleggja verkefnið en byggir á sama formi sem SALTO-Youth hefur þróað.

Búðu til Youthpass

Staðfesting á þátttöku

Helstu upplýsingar um þátttakandann og verkefnið koma fram á Youthpass. Hlutverk verkefnatjórans í Erasmus+ verkefninu er að skrá þessar upplýsingar í Youthpass kerfinu. Youthpass getur meðal annars verið gagnlegt til þess að taka óformlegt nám fram á ferilskrá. 


Hér getur þú séð eintak af Youthpass fyrir þátttöku í ungmennaskiptaverkefni.

Mat á lærdómsreynslu

Þátttakendur geta metið eigin lærdóm og skrifað matið inn í Youthpass. Það er hlutverk verkefnastjóra að bjóða og kenna þátttakendum að nýta sér slíkt sjálfsmat. Matinu er skipt niður í átta færniþætti sem ættu að ná utan um flestan lærdóm: 
  • Móðurmál
  • Erlend tungumál
  • Stærðfræði og vísindi
  • Tölvulæsi
  • Skipulagning á eigin námi 
  • Tengslamyndun, samskipti og samfélagsvitund 
  • Frumkvæði, verkefnastjórnun og nýsköpun
  • Menning og listir
Þessir lykil færniþættir eru útskýrðir betur á tveimur tungumálum, íslensku og ensku.

Hér getur þú séð eintak af Youthpass fyrir þátttöku í starfsþjálfunarverkefni þar sem sjálfsmati er bætt við.

Hér eru nokkrar tegundir af upplýsingabæklingum sem verkefnastjórar geta prentað út og nýtt sér þegar þeir kynna Youthpass fyrir viðeigandi þátttakendum, þ.e. ungu fólki, starfsfólki og/eða sjálfboðaliðum.  

Hér er að finna  handbækur sem geta hjálpað verkefnastjórum að vinna með Youthpass og viðurkenningu á óformlegu námi. Þetta vefsvæði byggir á Eplica