Félög, stofnanir og fyrirtæki sem tengjast æskulýðsstarfi og vinna með ungu fólki á aldrinum 13-30 ára.
Meginmarkmiðið er að búa til og efla fjölþjóðleg samstarfsnet, auka samstarfshæfni á alþjóðlegum vettvangi og að skiptast á hugmyndum, reynslu, aðferðum og þekkingu. Hægt er að fá grunnstyrk til að framkvæma verkefni, hitta samstarfsaðila á fundum og halda námskeið.
Að gefa aðilum sem sinna æskulýðsstarfi tækifæri til að skiptast á þekkingu með það að markmiði að bæta gæði þess æskulýðsstarfs sem þeir skipuleggja.
Öll félög, stofnanir og fyrirtæki sem tengjast æskulýðsstarfi og vinna með ungu fólki á aldrinum 13-30 ára. Allir lögaðilar í verkefninu, bæði umsækjandi og samstarfsaðilar, þurfa að vera með PIC númer til að hægt sé að sækja um.
Umsækjendur verða sjálfir að finna sína samstarfsaðila og eru upplýsingar um þá hluti af umsókn.
Ef þið eruð ekki búin að finna hóp til að vinna með mælum við með því að nota OTLAS leitarvélina . Á Otlas getið þið fundið aðra hópa sem hafa líka áhuga á samstarfi, eða skráð ykkar eigin hóp þar inn.
Sá lögaðili sem leiðir verkefnið sækir um fyrir hönd allra samstarfsaðila. Sótt er um til landskrifstofu í landi umsækjanda.
Kostnaður vegna verkefnisstjórnar
Fjölþjóðlegir fundir
Ferðakostnaður er styrktur. Vegalengdir miðast við loftlínu. Notið þessa reiknivél til að finna vegalengdina.
Stuðningur við sérþarfir (special need support)
Annar kostnaður (exceptional cost)
Upplýsingar um styrkupphæðir fyrir ferðakostnað og upphald þessara ferða má finna í Handbók Erasmus+.
ATH! Mest er hægt að sækja um styrk fyrir 100 þátttakendum í námskeið og ferðir.
Hópar frá þátttökulöndunum 33 í Erasmus+ áætluninni geta tekið þátt. Þetta eru Evrópusambandslöndin 28, EFTA löndin Ísland, Liechtenstein og Noregur auk Tyrklands, Serbíu og Makedóníu.
Spilunarlisti með 16 köflum, kaflar 13-16 fjalla um umsóknareyðublaðið.