Alla sem vinna í æskulýðsstarfi óháð aldri (youth workers). Markhópur æskulýðsstarfsins verður að vera ungt fólk á aldrinum 13-30.
Svo að þeir sem vinna í æskulýðsstarfi efli sig og þrói í starfi með ungu fólki. Samtökin í öllum löndunum verða að vera virk í ungmennastarfi. Slík verkefni geta verið í formi námskeiða, tengslaviðburða, heimsókna eða starfsþjálfunar. Verkefnið getur varað minnst í 2 daga og mest í 2 mánuði. Mest geta 50 manns tekið þátt í einu verkefni. Gert er ráð fyrir að þjálfunin hafi áhrif á hefðbundið æskulýðsstarf í samtökunum og ekki síst á markhópinn – unga fólkið. Áhersla er lögð á uppbyggingu og gæði í æskulýðsstarfi.
Ekki er opið fyrir umsóknir.
Veita starfsfólki í æskulýðsstarfi tækifæri að hitta samstarfsfólk frá öðrum Evrópulöndum, læra eitthvað nýtt og koma til baka enn öflugra starfsfólk. Gert er ráð fyrir að áunnin lærdómsreynsla í verkefninu nýtist í starfi og að hún verði kynnt fyrir öðru starfsfólki sem vinnur í æskulýðsstarfi.
Félagasamtök, sveitarfélög, stofnanir og óformlegir hópar ungs fólks sem eru virkir í ungmennastarfi. Skólar geta sótt um þegar um er að ræða verkefni tengd öðru en formlegu skólastarfi.
Umsækjendur verða sjálfir að finna samstarfsaðila og eru upplýsingar um þá hluti af umsókn.
Ef þið eruð ekki búin að finna hóp til að vinna með mælum við með því að nota OTLAS leitarvélina . Á Otlas getið þið fundið önnur samtök sem hafa líka áhuga á samstarfi eða skráð samtökin ykkar.
Ferðastyrkur sem reiknast eftir vegalengdum í lofti:
Kostnaður v/verkefnis: Fer eftir því í hvaða landi viðburðurinn verður haldinn. Ef hann verður á Íslandi þá er hægt að sækja um € 71 fyrir hvern þátttakanda á dag. Þessi upphæð er einnig fyrir ferðadaga fyrir þau lönd sem ferðast til og frá áfangastaðar.
Kostnaður vegna þátttöku fatlaðra einstaklinga (special needs): 100% raunkostnaður. Hér gæti verið um að ræða aukakostnaður við framkvæmd verkefnis eins og t.d. v/fylgdarmanns, túlks eða tækja.
Annar kostnaður (exceptional cost):
Tæki til að staðfesta þátttöku og meta lærdómsreynslu í Erasmus+ æskulýðsverkefnum heitir Youthpass. Allir einstaklingar sem taka þátt í styrkjaflokki Nám og þjálfun og Fundi ungs fólks og ráðamanna eiga rétt á að fá Youthpass. Youthpass er gefinn út af þeim sem skipuleggja verkefnið en byggir á sama formi sem SALTO-Youth hefur þróað.
Hópar frá þátttökulöndunum 33 í Erasmus+ áætluninni geta tekið þátt. Þetta eru Evrópusambandslöndin 28, EFTA löndin Ísland, Liechtenstein og Noregur auk Tyrklands, Serbíu og Makedóníu.
21 land tilheyrir ekki þátttökulöndunum en geta jafnframt tekið þátt í starfsþjálfunarverkefnum. Þau eru skilgreind sem svæði í Handbókinni:
Heiti verkefnis: The Non-Formal Road to Mental Health.
Skipuleggjendur: Hugarafl í Reykjavík (hlekkur á samtökin) ásamt fimm samtökum frá Albaníu, Ítalíu, Rúmeníu, Spáni og Póllandi.
Þátttakendur: 19 þátttakendur frá Albaníu, Ítalíu, Rúmeníu, Spáni og Póllandi. Fimm þátttakendanna komu frá Hugarafli. Þátttakendur komu öflugir inn með fjölbreytta kunnáttu, og úr varð gefandi blanda af læknum, sálfræðingum, fólki með reynslu og þjálfurum.
Framkvæmd: Í september 2017 tóku fimm félagar frá Hugarafli þátt á námskeiði sem heitir The Non-formal Road to Mental Health sem haldið var í skíðaskálanum Hengli í Bláfjöllum. Þjálfunin sneri að geðheilbrigði og óformlegri nálgun að bættri geðheilsu ungmenna. Lært var af fyrstu hendi fjölbreyttar aðferðir til að vinna með sjálfstraust, tilfinningar, núvitund, traust til annarra, sjálfsþekkingu og tjáningu. Einnig snerist þjálfunin að því að búa til slíkar aðferðir sem geta nýst þátttakendum í lífi þeirra og starfi. Þjálfararnir hafa verið í miklu samstarfi við Hugarafl í stærri verkefnum og koma þær frá samtökunum Minte Forte í Rúmeníu.
Árangur: Að sögn þátttakenda frá Hugarafli var upplifunin af námskeiðinu alveg frábær. Félagarnir byrjuðu á að kynnast hópnum vel og fundu strax að þeirra sjónarmið höfðu jákvæð áhrif á hópinn. Einnig gafst gott tækifæri til að kynna hugmyndafræði Hugarafls og öllum fannst þau hafa lært mikið sem hægt verður að nýta í starfi Hugarafls í framtíðinni. Aðrir Hugaraflsmeðlimir sem komu að verkefninu stóðu sig með mikilli prýði fyrir vel unnin störf m.a. við eldamennsku, skipulagningu og leiðsögn á Þingvöll og Geysi.
Sjö skemmtileg og gagnleg kynningarmyndbönd
Umsóknareyðublaðið - 6 kaflar.