Samfélagsverkefni

Solidarity projects


Fyrir hverja?

Ungt fólk á aldrinum 18 - 30 ára. Þátttakendur verða að vera að minnsta kosti 5 talsins, með lögheimili í sama landi og hafa skráð sig í  European Solidarity Corps gáttina.


Til hvers?

Til að hafa jákvæð áhrif á nærsamfélagið, takast á við áskoranir innan samfélagsins, með áherslu á samstöðu þátttakenda og að hafa evrópsk borgaraleg gildi að leiðarljósi.  Þátttaka í sam-félagsverkefnum er mikilvæg óformleg námsupplifun þar sem ungt fólk getur eflt persónulegan, náms-, félags- og borgaralegan þroska.


Umsóknarfrestir

Hægt er að sækja um þrisvar á ári: í febrúar, apríl og október.

Hvert er markmiðið?

Samfélagsverkefni eru frumkvæðisverkefni sem hafa það að markmiði að bæta samfélagið. Þetta eru fjölbreytt verkefni sem tengjast meðal annars því að aðstoða fólk við að aðlagast samfélaginu, auka lýðræðislega þátttöku, efla umhverfis- og náttúruvernd og fleira.

Samfélagsverkefni eru búin til, þróuð og hrint í framkvæmd á 2 til 12 mánuðum, af að minnsta kosti fimm ungmennum sem vilja gera jákvæða breytingu á nærumhverfi sínu. Ungt fólk sem vill stýra samfélagsverkefnum í heimalandi sínu þarf að skrá sig í vefgátt European Solidarity Corps.

Hverjir geta tekið þátt?

Ungt fólk á aldrinum 18 - 30 ára sem býr í þátttökulöndum Erasmus+ áætlunarinnar. 

Hvernig verkefni eru þetta?

Verkefni sem auka umhverfisvitund og umhverfisvernd, taka á samfélagslegum vandamálum, vinnustofur í sköpun, hvetja til friðar, aðstoða flóttafólk við að aðlagast samfélaginu, hvetja til heilbrigðara lífernis, o.s.frv. Möguleikarnir eru nær endalausir eins og sjá má á þeim verkefnum sem hafa verið framkvæmd eða eru í framkvæmd. Sjá nánar um European Solidarity Corps verkefni.

Samfélagsverkefnin geta verið mjög fjölbreytt eins og t.d.:

Samfélag án aðgreiningar
Vítt viðfangsefni svosem að vinna með fólki með fötlun eða aðrar sérþarfir, vinna gegn mismunun, vinna með minnihlutahópum og önnur fjölmenningarleg viðfangsefni.

Móttaka og aðlögun flóttafólks og innflytjenda
Aðstoða við að bjóða fólk velkomið og aðstoða þau við að aðlagast samfélögunum innan Evrópu.

Borgararéttur og lýðræðisleg þátttaka
Vinna að mannréttindum, jafnréttis- og lagatengdum málum, aðstoða fólk við að skilja betur og tengjast betur lýðræðislegu ferli og stefnumótandi aðilum.

Umhverfi og náttúruvernd
Verkefni sem tengjast loftslagsbreytingum, orku og náttúruauðlindum og á ýmsum sviðum eins og landbúnaði, skógrækt og fiskveiðum.

Heilsa og vellíðan
Stuðningur við verkefni sem ýta undir almenna heilsu og vellíðan, eða t.d. forvarnarverkefni hverskonar t.d. tengd vímuvörunum.

Nám og þjálfun
Verkefni gætu falið í sér fjölbreytt svið menntatengdra viðfangsefna, svo sem að berjast gegn brottfalli úr skóla, kenna upplýsingatækni eða t.d. erlend tungumál.

Atvinna og frumkvöðlastarf
Að aðstoða við verkefni sem taka á vandamálum í tengslum við atvinnuleysi og einnig að hjálpa fólki að verða framtakssamari.

Sköpunargleði og menning
Að nota skapandi listir og menningu í samfélögum til að takast á við fjölmörg málefni.

Íþróttir
Að auka nám án aðgreiningar, jöfn tækifæri og þátttöku í íþróttum og hvetja til grasrótaríþrótta.

EUropean Solidarity Corps Guide

Nánari upplýsingar
Þetta vefsvæði byggir á Eplica