Sjálfboðaliðaverkefni

Volunteering Projects

Fyrir hverja?

Fyrir ungt fólk á aldrinum 17-30 sem vill kynnast starfsháttum og menningu í öðru Evrópulandi í allt að 12 mánuði. Einnig fyrir samtök, sveitarfélög og stofnanir sem vilja fá ungmenni til að taka þátt í starfsemi þeirra. 

Ungt fólk sem býr við skert tækifæri er forgangshópur í Erasmus+.  

Aðeins vottuð samtök, sveitarfélög eða stofnanir geta sótt um styrkinn fyrir unga sjálfboðaliða. Hafðu samband við landskrifstofu ef samtökin vilja hefja vottunarferli.


Til hvers?

Til að gefa ungu fólki tækifæri að læra eitthvað nýtt og kynnast nýrri menningu ásamt því að efla starfsemi samtaka með aðstoð evrópskra ungmenna. 

Umsóknarfrestur

15. febrúar, 26. apríl, 4. október (kl. 12:00 Brussel tími).

Sótt er um í gegnum rafrænt umsóknarkerfi Erasmus+.

*Athugið að umsóknareyðublöðin eru vefeyðublöð og það þarf EU Login aðgang til að nálgast þau. Umsóknareyðublaðið fyrir þennan verkefnaflokk eru aðgengileg undir „Volunteering Projects“ inn í umsóknarkerfin. 

Hvert er markmiðið?

Efla ungt fólk og samtök/sveitarfélög/stofnanir. Verkefni snúast um samstarf milli landa, óformlega lærdómsreynslu hjá ungu fólki, eflingu vinnustaða og að samfélagið fái að njóta þess. 

Hverjir geta sótt um?

Samtök, sveitarfélög og stofnanir sem hafa fengið vottun hjá Erasmus+ til þess að taka á móti og/eða senda ungt fólk á milli landa í ákveðin sjálfboðaverkefni.

Hvernig finnur þú samstarfsaðila? 

Umsækjendur verða sjálfir að finna samstarfsaðila og eru upplýsingar um þá hluti af umsókn. Ef þið eruð ekki búin að finna samtök til að vinna með mælum við með því að nota OTLAS leitarvélina . Á Otlas getið þið fundið önnur samtök sem hafa líka áhuga á samstarfi eða skráð ykkar samtök.

Hvað er styrkt?

Ferðastyrkur sem reiknast eftir vegalengdum í lofti:

 • 10-99 km: € 20 á mann
 • 100-499 km: € 180 á mann
 • 500-1999 km: € 275 á mann
 • 2000-2999 km: € 360 á mann
 • 3000-3999 km: € 530 á mann
 • 4000-7999 km: € 820 á mann
 • 8000 km og lengra: € 1500 á mann

Kostnaður v/framkvæmdar

Upplýsingar miðast við Ísland. Upplýsingar um styrkupphæðir í mismunandi löndum má finna í Handbók Erasmus+.

 • Stuðningur v/húsnæðis, fæðis, innanbæjarferða o.fl. nauðsynlegt: € 26 á dag.
 • Vasapeningur fyrir hvern sjálfboðaliða: € 6 á dag.
 • Íslenskunám fyrir hvern sjálfboðaliða: € 150. Aðeins fyrir verkefni sem vara í 2-12 mánuði.
 • Stuðningur við sérþarfir (special needs): 100% af kostnaði vegna þátttöku fatlaðra einstaklinga.
 • Annar kostnaður (exceptional cost):
  • Vegabréfsáritanir: 100% raunkostnaður.
  • Gisting og uppihald í undirbúningsheimsókn: 100% raunkostnaður.
  • Aukakostnaður v/þátttöku ungmenna sem búa við skert tækifæri. Sjá nánar 
  • Hár ferðakostnaður: Á við ef upphæð ferðastyrks hér að ofan dekkar ekki 70% af heildar ferðakostnaði. Þá er hægt að sækja um allt að 80% af raunkostnaði vegna ferðalaga.

Staðfesting á þátttöku - Youthpass

Tæki til að staðfesta þátttöku og meta lærdómsreynslu í Erasmus+ æskulýðsverkefnum heitir Youthpass. Allir einstaklingar sem taka þátt í styrkjaflokki Nám og þjálfun og Fundi ungs fólks og ráðamanna eiga rétt á að fá Youthpass. Youthpass er gefinn út af þeim sem skipuleggja verkefnið en byggir á sama formi sem SALTO-Youth hefur þróað.

Sjá nánar

Þátttökulönd (programme countries)

Hópar frá þátttökulöndunum 33 í Erasmus+ áætluninni geta tekið þátt. Þetta eru Evrópusambandslöndin 28, EFTA löndin Ísland, Liechtenstein og Noregur auk Tyrklands og Makedóníu.

Önnur lönd sem geta tekið þátt (partner countries)

21 land tilheyrir ekki þátttökulöndunum en geta jafnframt tekið þátt í verkefnum. Þau eru skilgreind sem svæði í Handbókinni:

 • Svæði 1: Suð-austur Evrópa - Albanía, Bosnía-Hersegóvína, Kosovo, Serbía, Svartfjallaland
 • Svæði 2: Austur Evrópa - Armenía, Aserbaídsjan, Georgía, Hvítarússland, Moldavía, Úkraína,
 • Svæði 3: Miðjarðarhafslönd – Alsír, Egyptaland, Ísrael, Líbanon, Líbýa, Marokkó, Palestína, Sýrland, Túnis
 •  Svæði 4: Rússland

Dæmi um verkefni

Á síðunni "European Youth Portal" er hægt að finna samtök á Íslandi og í Evrópu sem hafa fengið vottun hjá Erasmus+.  Þar er einnig hægt að finna sögur af íslenskum og evrópskum ungmennum sem hafa komið til Íslands/farið til Evrópu í gegnum Erasmus+ áætlunina.

Kynningarmyndbönd fyrir umsækjendur

Spilunarlisti með 16 kynningarmyndböndum.

Umsóknareyðublaðið - 6 kaflar.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica