Erasmus+ styrkir til samstarfsverkefna í æskulýðsstarfi

Almennir umsóknarfrestir 2018 er 15. febrúar, 26. apríl og 4. október

ATH! Aðeins er tekið á móti umsóknum um "Nýsköpun í æskulýðsstarfi" verkefni í umsóknarfresti 26. apríl.  

Samstarfsverkefni snúast um að stofnanir, samtök eða óformlegir hópar ungs fólks vinni saman þvert á landamæri til þess að ná settum markmiðum. Samstarfsverkefni eru tækifæri fyrir æskulýðsgeirann til að skipuleggja stærri og áhrifameiri verkefni.

  • Frumkvæði ungs fólks
    Styrkir fyrir hópa ungs fólks, 15-30 ára, í tveimur eða fleiri löndum til að framkvæma hugmyndina sína.

  • Yfirfærsla þekkingar
    Fjölþjóðleg verkefni sem snúast um þekkingartilfærslu milli aðila sem starfa í æskulýðsgeiranum.

  • Nýsköpun í æskulýðsstarfi
    Umsóknarfrestur 26. apríl - Stór fjölþjóðleg verkefni sem snúast um nýsköpun í æskulýðsstarfi. Styrkur fyrir launum starfsmanna við þróunarvinnu.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica