Nýsköpun í æskulýðsstarfi
Strategic Partnerships supporting innovation
Fyrir hverja?
Félög, stofnanir og fyrirtæki sem tengjast æskulýðsstarfi og/eða vinna með ungu fólki á aldrinum 13-30 ára.
Til hvers?
- Þróa nýjar aðferðir til að vinna með í æskulýðsstarfi og búa til nýja afurð sem nýtist í æskulýðsstarfi, og/eða
- Kynna markvisst nýlegar afurðir eða nýstárlegar hugmyndir til að vinna með í æskulýðsstarfi
Umsóknarfrestir:
Ekki er opið fyrir umsóknir.
Hvert er markmiðið?
Markmið nýsköpunarverkefna í æskulýðsstarfi er að gefa aðilum sem sinna æskulýðsstarfi tækifæri til að þróa nýjar aðferðir og afurðir til að bæta starf sitt með ungu fólki. Verkefni geta varað í 6-36 mánuði.
Hverjir geta sótt um?
Öll félög, stofnanir og fyrirtæki sem tengjast æskulýðsstarfi og/eða vinna með ungu fólki á aldrinum 13-30 ára. Allir lögaðilar í verkefninu, bæði umsækjandi og samstarfsaðilar, þurfa að vera með OID númer til að hægt sé að sækja um.
Hvað er styrkt?
Kostnaður vegna verkefnisstjórnar (Project Management and Implementation)
- Umsækjandi: € 500 á mánuði
- Samstarfsaðilar: € 250 á mánuði á samtök
- Hámark: € 2.750 á mánuði (ef það eru 10 hópar í verkefninu)
Fjölþjóðlegir fundir (Transnational Project Meetings)
Vegna ferðakostnaðar þarf að nota þessa reiknivél til að finna vegalengd milli staða/landa.
- Ef ferðast er 100 - 1.999 km: € 575 á mann
- Ef ferðast er lengra en 2000 km: € 760 á mann
Afurðir verkefnis (Intellectual Outputs)
- Styrkur vegna vinnu við afurðir eru reiknaðar sem einingar og reiknast á hvern dag sem starfsmaður vinnur að afurð verkefnisins. Upphæðin er breytileg eftir landi og því starfi sem viðkomandi sinnir. Upplýsingar um allar styrkupphæðir má finna í Handbók Erasmus+.
Kynningarfundir (Multiplier Events)
- Þátttakendur innanlands: € 100 á mann
- Þátttakendur frá öðrum löndum: € 200 á mann
- Hámark: € 30.000 á hvert verkefni
Stuðningur við sérþarfir (Special Needs Support)
- 100% af raunkostnaði vegna þátttöku einstaklinga með líkamlega/andlega fötlun
Annar kostnaður (Exceptional Costs)
- 75% af raunkostnaði vegna undirverktaka. Á aðeins við ef um er að ræða sérfræðiþjónustu sem samstarfsaðilar geta ekki sinnt.
- 75% af kaupum á vöru og þjónustu. Á aðeins við ef um er að ræða sérfræðiþjónustu sem samstarfsaðilar eiga ekki og/eða geta ekki sinnt.
Námskeið (Learning / Teaching / Training Activities)
- Blönduð námskeið fyrir ungt fólk, þ.e. námskeið þar sem þátttakendur hittast í eitt eða nokkur skipti og taka hluta af námskeiðinu á netinu. Lengd minnst í 5 dagar - 2 mánuði.
- (Blended mobility of young people)
- Námskeið fyrir starfsfólk í æskulýðsstarfi. Lengd minnst 3 dagar - 2 mánuði.
(Short – term joint staff training events).
- Starfsþjálfun fyrir starfsfólk í æskulýðsstarfi. Lengd 2-12 mánuðir.
(Long term mobility of youth workers)
Upplýsingar um allar styrkupphæðir má finna í Handbók Erasmus+ .
Þátttökulönd
Hópar frá þátttökulöndunum 33 í Erasmus+ áætluninni geta tekið þátt. Þetta eru Evrópusambandslöndin 28, EFTA löndin Ísland, Liechtenstein og Noregur auk Tyrklands, Serbíu og Makedóníu.
Kynningarmyndband
Spilunarlisti með 16 köflum. Kaflar 13-16 fjalla um umsóknareyðublaðið.