Yfirlit yfir námskeið

Vettvangsheimsókn til Finnlands

Heiti vettvangsheimsóknar: Developing Youth Workers' Competences in Finland

Fyrir: Æskulýðsstarfsfólk, þjálfara, stefnumótandi aðila, kennara í unglingadeild/framhaldsskóla, félagsráðgjafa, námskrárgerðarfólk, þjónusturáðgjafa og stuðningsaðila, fulltrúa frjálsra félagasamtaka o.fl.

Markmið: Þverfagleg vettvangsheimsókn þar sem skoða á námskrá og kennslu í æskulýðsstarfi á framhaldsskólastigi í starfsnámsskóla í Finnlandi.  Einnig verður skoðað hvernig lærdómur á sér stað í námsumhverfinu og hvernig hægt að er að nýta það í daglegri vinnu með ungu fólki.  Þetta þýðist svo illa að þú hreinlega verður að smella á nánar hlekkinn að neðan!

Hvar: Virrat og Ilmajoki, Finnlandi

Hvenær: 29. september - 3. október 2019

Umsóknarfrestur: 22. ágúst 2019

NÁNAR

8 skynfæri - námskeið

Heiti námskeiðs: 8 senses Training Course

Fyrir: Æskulýðsstarfsfólk, þjálfara, ungmenna- og æskulýðsleiðtoga, verkefnastjóra, unga aktivista, frumkvöðla o.fl.

Markmið: 8 skynfæri er námskeið fyrir æskulýðsstarfsfólk til að læra, stunda og nota aðferðir til aukinnar þátttöku, sköpunar og sjálfbærni í þeirra vinnu með ungu fólki og þar með talið NEET ungmenni og ungu fólki með færri tækifæri.

Hvar: Búlgaríu

Hvenær: 2. - 8. október 2019

Umsóknarfrestur: 2. júlí 2019

NÁNAR

Skapandi hugsun við úrlausn vandamála

Heiti námskeiðs: Discover Design Thinking

Fyrir: Æskulýðsstarfsfólk, þjálfara, ungmenna- og æskulýðsleiðtoga, verkefnastjóra, þá sem rannsaka æskulýðsmál.

Markmið: Æskulýðsleiðtogar, kennarar og þjálfara munu uppgötva nýja nálgun: Hönnunarhugsun (Design Thinking) til að leysa úr læðingi sköpunargáfurnar - bæði hjá sér sjálfum og unga fólkinu sem þau vinna með.  Hönnunarhugsun er aðferð sem er notuð fyrir gagnlega og skapandi úrlausn vandamála en jafnframt líka hugarfar.

Hvar: Lúxemborg

Hvenær: 22. - 27. júlí 2019

Umsóknarfrestur: 31. maí 2019

NÁNAR

Tengslaráðstefna um margbreytileikaverkefni

Heiti tengslaráðstefnu: SPI Inclusion matchmaking - Find European partners for inclusion projects

Fyrir: Æskulýðsstarfsfólk, æskulýðsleiðtoga, verkefnastjóra, þjálfara, fulltrúa frjálsra félagasamtaka, þjónustumiðstöðva og annarra opinberra stofnanna sem vinna með ungu fólki með fötlun eða heilsubresti.

Markmið: Tengslaráðstefna með það að markmiði að hvetja til og styðja við margbreytileikaverkefni innan Erasmus+ áætlunarinnar og Evrópskra samfélagsverkefna (European Solidarity Corps).

Hvar: Frankfurt, Þýskalandi

Hvenær: 6. - 10. október 2019

Umsóknarfrestur: 30. maí 2019

NÁNAR

Tengslaráðstefna um mannréttindafræðslu

Heiti tengslaráðstefnu: Contact Making Seminar on Human Rights Education

Fyrir: Æskulýðsstarfsfólk, æskulýðs- og ungmennaleiðtoga, verkefnastjóra og þátttakendur sem hafa nýlega tekið þátt í mannréttindafræðslu.

Markmið: Tengslaráðstefna fyrir æskulýðsstarfsfólk um hvernig eigi að vinna með mannréttindafræðslu í fjölþjóðlegum æskulýðsverkefnum.  Þátttakendur munu kynnast samstarfsaðilum og búa til sín eigin mannréttindaverkefni fyrir Erasmus+ og Evrópsku samfélagsverkefnin.

Hvar: Vín, Austurríki

Hvenær: 4. - 7. júlí 2019

Umsóknarfrestur: 28. apríl 2019

NÁNAR

Þjálfaranámskeið (trainers)

Heiti námskeiðs: Training of Trainers for European Erasmus+: Youth in Action Projects 2019/2020

Fyrir: Þjálfara (trainers).

Markmið: Langtímanámskeið með það að markmiði að þjálfa þá þjálfara sem hafa bæði hæfni og metnað til að leggja af mörkum til að bæta gæði Erasmus+ verkefna.

Þetta er þjálfaranámskeið (training of trainers) sem stendur yfir í u.þ.b. ár og samanstendur af: þremur námskeiðum, alþjóðlegu þjálfaraverkefni sem þú skipuleggur og stýrir ásamt öðrum þátttakanda, nám yfir netið, leiðsögn með einn af leiðbenendum námskeiðsins sem mentorinn þinn, námsskuldbindingar.  Kynnið ykkur nánari kröfur og dagsetningar í hlekknum að neðan.

Hvar: Ungverjalandi, Þýskalandi og Ítalíu

Hvenær: 20. september 2019 – 27. júní 2020

Umsóknarfrestur: 2. júní 2019

NÁNAR

Námskeið fyrir þjálfara

Heiti námskeiðs: From Knowing to Being - ETS Training for Trainers

Fyrir: Þjálfara (trainers), æskulýðsstarfsfólk, kennara á unglingastigi.

Markmið: Ertu tilbúin í námskeið þar sem áherslan er á viðhorf, gildi og innri ákefð?  Markmiðin eru að kanna og upplifa þróun á færni-byggðri nálgun í þjálfun og námi fyrir æskulýðsstarfsfólk, að prufa að notast við færnimódel með fókus á viðhorf, gildi og innri ákefð, að ígrunda um þarfagreiningu í þjálfun og námi, að skoða skilning á því sem myndar færni o.fl.

Hvar: Yspertal, Austurríki

Hvenær: 10. – 16. september 2019

Umsóknarfrestur: 27. maí 2019

NÁNAR

Námskeið með áherslu á praktíska reynslu

Heiti námskeiðs: Connector 5

Fyrir: Æskulýðsstarfsfólk, þjálfara, æskulýðsleiðtoga, verkefnastjóra, stefnumótandi aðila, mentora sjálfboðaliða, æskulýðsrannsakendur.

Markmið: Að læra með því að framkvæma og einblína á þarfir og reynslu þátttakenda.  Að tengja óformlegt nám, formlegt og verknám, að skapa vettvang til að skiptast á aðferðum, verkfærum, leiðum og skilvirkum lærdómsleiðum, mynda samstarf, o.fl

Hvar: Cluj Napoca, Rúmeníu

Hvenær: 18. – 23. júní 2019

Umsóknarfrestur: 10. maí 2019

NÁNAR

Námskeið til að bæta starfshæfni með Erasmus+

Heiti námskeiðs: Connecting the Dots: Coaching for employability with Erasmus+

Fyrir: Æskulýðsstarfsfólk, þjálfara, æskulýðsleiðtoga, verkefnastjóra, stefnumótunaraðila, mentora sjálfboðaliða og aðra Erasmus+ umsækjendur.

Markmið: Fimm daga námskeið til að þróa og bæta starfshæfni og frumkvöðlastörf æskulýðsstarfsfólks með fenginni reynslu og gera tilraunir með þjálfunarverkfæri og aðferðir sem notaðar eru í samtökum þeirra.

Hvar: Mollina (Málaga), Spáni

Hvenær: 22. – 28. júní 2019

Umsóknarfrestur: 6. maí 2019

NÁNAR

Námskeið um ungmennaverkefni og samstöðu

Heiti námskeiðs: Get Transnational Get Solidarity (Youth Initiatives, first step towards empowering youngsters to be actors of solidarity actions)

Fyrir: Æskulýðsstarfsfólk, æskulýðsleiðtoga, ungt fólk sem hefur áhuga á ungmennaverkefnum innan Erasmus+ og Evrópskra Samstöðuverkefna.

Markmið: Fimm daga námskeið um undirbúning, framkvæmd og mat á góðum evrópskum ungmennaverkefnum fyrir ungt fólk.  Afrakstri námskeiðisins er ætlað að leggja af mörkum til gildi og meginreglna Evrópskra Samstöðuverkefna með því að samþætta og efla enn frekar samstöðuþáttinn í verkefnum sem þátttakendur munu þróa á námskeiðinu.

Hvar: Cercedilla (Madrid), Spáni

Hvenær: 1. – 6. júlí 2019

Umsóknarfrestur: 30. apríl 2019

NÁNAR

Námskeið um óformlegt nám

Heiti námskeiðs: The Power of Non Formal Education

Fyrir: Æskulýðsstarfsfólk, æskulýðsleiðtoga, verkefnastjóra, stefnumótunaraðila.

Markmið: Námskeið með það að markmiði að auka áhrif óformlegs náms, meginreglur og aðferðir við að skapa valdeflandi tækifæri fyrir ungt fólk til samfélagsþátttöku.

Hvar: Sofía, Búlgaríu

Hvenær: 24. – 29. september 2019

Umsóknarfrestur: 30. maí 2019

NÁNAR

Námskeið fyrir mentora sjálfboðaliða

Heiti námskeiðs: MENTOR plus - Improving mentorship in European Volunteering Projects

Fyrir: Mentora sjálfboðaliða.

Markmið: Námskeið með það að markmiði að styðja við og auka gæði þeirra þjónustu sem leiðbeinendur (mentorar) veita sjáflboðaliðum í evrópskum sjálfboðaliðaverkefnum.

Hvar: Vín, Austurríki

Hvenær: 7. – 12. júlí 2019

Umsóknarfrestur: 10. maí 2019

NÁNAR
Þetta vefsvæði byggir á Eplica