Yfirlit yfir námskeið

Tengslaráðstefna fyrir ungmennaskiptahugmyndir

Heiti tengslaráðstefnu: Making the Difference: a North-South Partnership Building Activity

Fyrir: Æskulýðsstarfsfólk, æskulýðsleiðtoga 

Markmið: Mynda traust samstarf milli norðurs og suður Evrópu til að þróa ungmennaskiptaverkefni og sækja um styrk í æskulýðshluta Erasmus+ áætlunarinnar.

Hvar: Madeira, Portúgal

Hvenær: 15. – 20. október 2019

Umsóknarfrestur: 25. ágúst 2019

NÁNAR

Námsheimsókn til Finnlands

Heiti námsheimsóknar: Developing Youth Workers' Competences in Finland

Fyrir: Æskulýðsstarfsfólk, þjálfara, stefnumótandi aðila, kennara í unglingadeildum, félagsráðgjafa, námskrárgerðarfólk, verkefnastjóra æskulýðssamtaka 

Markmið: Þverfagleg námsheimsókn þar sem skoðuð verður námskrá og kennsla í unglingastarfi starfsmenntunarstofnunar á framhaldsskólastigi í Finnlandi og til að skilja hvernig hægt er að koma því sem lærist í náminu í framkvæmd í daglegu starfi með unglingum.  Vettvangsheimsóknin er samvinna starfsmenntasviðs og æskulýðsgeirans. 

Hvar: Virrat og Ilmajoki, Finnlandi

Hvenær: 29. september – 3. október 2019

Umsóknarfrestur: 22. ágúst 2019

NÁNAR

OMG! Ungmenni á söfnum

Heiti námskeiðs: OMG. Youth at the Museums

Fyrir: Æskulýðsstarfsfólk, þjálfara, æskulýðsleiðtoga, námsmenn/væntanlegt safnastarfsfólk, kennara, safnastarfsfólk, safnafræðslufólk 

Markmið: 3 samhliða námskeið samtímis.  Námskeið til að byggja brú á milli safna og æskulýðsgeirans með óformlegu námi.  Skoða sérstaklega fyrirstöður í þátttöku ungs fólks á söfnum og á viðburðum þeirra.  Markmiðið er að efla samstarf safna við æskulýðsgeirann, auka fræðslumöguleika safna, geta nýtt söfn fyrir æskulýðsstarf o.fl.

Hvar: Cantabria, Valencia og Madríd, Spáni, Ungverjalandi

Hvenær: 16. – 21. október 2019

Umsóknarfrestur: 19. ágúst 2019

NÁNAR

Kraftur tónlistar í óformlegu námi

Heiti námskeiðs: The Sound of Music V

Fyrir: Æskulýðsstarfsfólk, þjálfara, æskulýðsleiðtoga, verkefnastjóra æskulýðssamtaka, þau sem vinna með ungu fólki og hafa áhuga á að bæta eigin færni í að nota tónlist sem tæki.

Markmið: Námskeið fyrir æskulýðsstarfsfólk til að kanna kraft tónlistar í óformlegu fræðslustarfi með ungu fólki með mismunandi markmið (að slaka á, virkja, vinna saman, endurspegla, efla nám o.s.frv.).

Hvar: Búdapest, Ungverjalandi

Hvenær: 1. – 8. desember 2019

Umsóknarfrestur: 6. október 2019

NÁNAR

Valdefling lýðræðislegrar þátttöku - þverfaglegt námskeið

Heiti námskeiðs: Strategic Partnerships Plus - Empowering Democratic Participation

Fyrir: Æskulýðsstarfsfólk, þjálfara, verkefnastjóra æskulýðssamtaka, kennara, prófessora, fagfólk fullorðinsfræðslu, menntunarfræðinga.

Markmið: Námskeið sem miðar að því að þróa hagkvæmt stefnumótandi samstarf milli atvinnugreina undir KA2 - stefnumótandi samstarf á sviði menntunar, þjálfunar og æskulýðs. Þemuáherslan á þessu ári verður lýðræðisleg þátttaka.  Á viðburðinum munu koma saman fulltrúar frá skólum, starfsmenntasamtökum, háskólum, opinberum stofnunum og opinberum yfirvöldum, ungmennasamtökum, félagasamtökum, fyrirtækjum o.s.frv.

Hvar: Búkarest, Rúmeníu

Hvenær: 12. – 16. nóvember 2019

Umsóknarfrestur: 29. september 2019

NÁNAR

Leikræn tjáning og líkamshreyfingar til að auðvelda nám

Heiti námskeiðs: Professional Development Opportunity for Youth Workers: Theatre and movement methods for facilitating learning

Fyrir: Æskulýðsstarfsfólk, fyrir ný og reynd samtök sem vilja auka þekkingu um nám án aðgreiningar og fjölbreytileika og vilja nálgast það með markvissari hætti að þróa alþjóðleg og verkefni fyrir ungt fólk með færri tækifæri.

Markmið: Þetta er námskeið fyrir æskulýðsstarfsfólk um að nota leiklistartækni í vinnu með ungu fólki. Þjálfunin mun kanna áskoranir og ávinning af því að vinna með líkamann og notkun þess í samhengi æskulýðsstarfs.  Líkamshreyfing og -tjáning er fókusinn á þessu námskeiði til að nálgast og vinna með ungu fólki.  Markmiðið með námskeiðinu er að styðja æskulýðsstarfsfólk við að skilja hvernig á að nota mismunandi líkamshreyfingar og leiklistartækni til að auðvelda nám og persónulega þroska þegar unnið er með fjölbreyttum hópum ungs fólks.

Hvar: Dublin, Írlandi

Hvenær: 5. – 8. nóvember 2019

Umsóknarfrestur: 18. september 2019

NÁNAR

Ungfrumkvöðlaráðstefna

Heiti ráðstefnu: YOUTH@WORK: Youth Entrepreneurship Conference

Fyrir: Æskulýðsstarfsfólk, æskulýðsleiðtoga, verkefnastjóra, stefnumótandi aðila, þjálfara, fagfólk með bakgrunn úr: óformlegu námi, æðri menntun, starfsnámi og -þjálfun, vinnumiðlunarstofnun, atvinnumiðlanir, vinnuveitendur.

Markmið: Þverfagleg ráðstefna sem byggir á niðurstöðum fyrstu YOUTH@WORK ráðstefnunni með fókus á tækifæri og hindranir í kringum frumkvæðisvinnu ungs fólks.  Áherslan verður á samstarf milli formlegra og óformlegra fræðsluaðila, atvinnu, félags- og atvinnulífs, frumkvöðla og annarra hagsmunaaðila.  Þar verða til sýnis afrek, tillögur, góðir starfshættir auk framtíðaráforma innblásin af niðurstöðum ráðstefnunnar sem verða skilmerkilega skrásett.

Hvar: Mersin, Tyrklandi

Hvenær: 3. – 7. desember 2019

Umsóknarfrestur: 18. september 2019

NÁNAR

YOCOMO - hæfninámskeið fyrir æskulýðsstarfsfólk

Heiti námskeiðs: YOCOMO 3 - a systemic approach to competence development, using the ETS competence model for youth workers

Fyrir: Æskulýðsstarfsfólk

Markmið: ETS YOCOMO námskeiðin eru þróuð sem stuðningur við æskulýðsstarfsfólk við fagþróun þeirra.  Námskeiðið fjallar um mismunandi víddir og uppbyggingu hæfnislíkansins. Þessu námskeiði er ætlað að þróa lokaútgáfu námskeiðanna sem eru byggðar á hæfnilíkani fyrir æskulýðsstarfsfólk.  Þetta námskeið er fyrir þig ef þú hefur reynslu af því að fara erlendis með hópa en vilt þróa hæfni þína frekar, hefur áhuga á að vinna eftir hæfnilíkani, ert forvitinn, opinn einstaklingur og er tilbúinn að ígrunda nálgun þína í vinnu með ungu fólki.

Hvar: Lettlandi

Hvenær: 20. – 26. nóvember 2019

Umsóknarfrestur: 18. september 2019

NÁNAR

Ungmennaskipti sem hluti af langtímavinnu með ungu fólki

Heiti námskeiðs: "Cherry on the cake" - Youth Exchange in the context of long term work with groups of young people

Fyrir: Æskulýðsstarfsfólk, æskulýðsleiðtoga, verkefnastjóra æskulýðssamtaka

Markmið: Að dýpka skilning á möguleikum ungmennaskipta sem tæki fyrir óformlegt nám til langtíma vinnu með ungu fólki.  Að vinna með ungmennaskipti sem hvata, lærdómi og valdeflingu fyrir ungt fólk, virkja þau til þátttöku og auka skilning þeirra á hlutverki leiðtoga á öllum stigum ungmennaskiptanna.

Hvar: Tirana, Albaníu

Hvenær: 10. – 14. nóvember 2019

Umsóknarfrestur: 15. september 2019

NÁNAR

Snjöll þátttaka í samfélaginu

Heiti námskeiðs: Smart Participation in Erasmus+

Fyrir: Æskulýðsstarfsfólk, æskulýðsleiðtoga, verkefnastjóra æskulýðssamtaka, stefnumótandi aðila, fulltrúa sveitarfélaga, ungmennaráða, samtaka o.fl.

Markmið: Erum við nægilega "snjöll"?  Námskeið um snjallþátttöku með það að markmiði að auka þátttöku ungs fólks í samfélaginu. Einnig að auka skiling á snjallþátttöku, skiptast á góðum starfsháttum til að auka þátttöku ungs fólks með færri tækifæri, ígrunda hlutverk Erasmus+ áætlunarinnar o.fl.

Hvar: Kýpur

Hvenær: 25. – 30. nóvember 2019

Umsóknarfrestur: 15. september 2019

NÁNAR

Undirbúningsnámskeið fyrir ungmennaskipti

Heiti námskeiðs: Keep It Real! Vilnius 2019

Fyrir: Æskulýðsstarfsfólk, æskulýðsleiðtoga, verkefnastjóra æskulýðssamtaka.

Markmið: Þetta námskeið er ætlað þeim sem hafa enga eða litla reynslu af undirbúningi ungmennaskipta. Meginmarkmiðið er að styðja umsækjendur ungmennaskipta við að auka helstu gæðaþætti í ýmsum áföngum verkefnisins og undirbúa góð ungmennaskipti.

Hvar: Litháen

Hvenær: 15. – 19. nóvember 2019

Umsóknarfrestur: 15. september 2019

NÁNAR

Valdefld út í atvinnulífið

Heiti námskeiðs: Empower for employment (E4E)

Fyrir: Æskulýðsstarfsfólk, þjálfara, æskulýðsleiðtoga, fólk sem hefur æskulýð sem rannsóknarviðfangsefni.

Markmið: Þetta námskeið gerir fagfólki kleift að skiptast á reynslu sem tengist valdeflingu ungmenna og styðja ungmenni á leið á vinnumarkaðinn.  Hér verður farið í nýjar leiðir til að valdefla ungt fólk með því að skoða tengsl milli óformlegs náms og valdeflingu ungmenna í atvinnulífinu, m.a. hvernig á að aðstoða ungt fólk við að leita að vinnu.

Hvar: Esch-sur-Alzette, Lúxemborg

Hvenær: 22. – 26. október 2019

Umsóknarfrestur: 11. september 2019

NÁNAR

Tengslaráðstefna og stuðningur fyrir samtök

Heiti námskeiðs: Traineeships and Jobs in the Solidarity Sector - A Networking and Support offer for European Solidarity Corps Organisations

Fyrir: Verkefnastjóra æskulýðssamtaka, starfsfólk samtaka sem eru þegar þátttakendur eða hyggja á þátttöku í Evrópskum Samfélagsverkefnum (European Solidarity Corps).

Markmið: Þetta námskeið býður upp á tengslamyndun og stuðning með ráðgjöf við stofnanir sem eru í innleiðingarferli eða tilbúnar til að innleiða störf og starfsnám í gegnum Evrópsk Samfélagsverkefni.  Námskeiðið er opið öllum samtökum, stofnunum og fyrirtækjum frá allri Evrópu sem hafa gæðaviðurkenningu (Quality label).

Hvar: Berlín, Þýskalandi

Hvenær: 9. – 11. október 2019

Umsóknarfrestur: 6. september 2019

NÁNAR

Námskeið - Vegvísun í æskulýðsstarfi

Heiti námskeiðs: Learning to Fly! Training course on Facilitation of Learning in Youth work  

Fyrir: Æskulýðsstarfsfólk.

Markmið: Þetta námskeið leiðbeinir þér um heim námsferla í æskulýðsstarfi. Það er hannað til að styðja þig við að tengjast ástríðu þinni til að auðvelda nám í æskulýðsstarfi og mun láta þér í té ramma og tæki til þess.

Hvar: Þýskalandi

Hvenær: 3. – 9. nóvember 2019

Umsóknarfrestur: 5. september 2019

NÁNAR

Ráðstefna - Ungmenni fyrir mannréttindi

Heiti ráðstefnu: European Conference 'Youth for Human Rights' 

Fyrir: Æskulýðsstarfsfólk, þjálfara, æskulýðsleiðtoga, verkefnastjóra ungmennasamtaka, stefnumótandi aðila.

Markmið: Markmið að koma saman 140 einstaklingum sem vinna með/eða í þágu ungmenna og fá þau til að taka þátt í þroskandi og uppbyggilegum umræðum um samþættingu mannréttindafræðslu í æskulýðsstarf.

Hvar: Tallinn, Eistlandi

Hvenær: 28. – 30. október 2019

Umsóknarfrestur: 4. september 2019

NÁNAR

Námskeið fyrir þjálfara um námsumhverfi í Erasmus+

Heiti námskeiðs: ETS trainer skills workshop: Exploring learning enviroments in training

Fyrir: Þjálfara.

Markmið: Hvernig á að búa til áhugavert, hvetjandi og traust námsumhverfi í þjálfunarsamhengi.  Þetta er námskeið sem er ætlað þjálfurum að skoða hvernig þeir skilgreina og þróa námsumhverfi í námskeiðum eða verkefnum.

Hvar: Alcalá de Henares, Spáni

Hvenær: 10. - 13. desember 2019

Umsóknarfrestur: 1. september 2019

NÁNAR
Þetta vefsvæði byggir á Eplica