Yfirlit yfir námskeið

Námskeið um ungmennaskipti og tengslaráðstefna

Heiti námskeiðs: EYE opener 

Fyrir: Æskulýðsstarfsfólk, æskulýðsleiðtoga, 1-2 ungmenni, félagsmiðstöðvastarfsfólk

Markmið: Fjölþjóðleg upplifun fyrir starfandi æskulýðsstarfsfólk og ungmenni um hvernig þau geta þróað færni í að búa til góð ungmennaskiptaverkefni.  Það hefur verið mikil ánægja með þessi námskeið þar sem þátttakendur hafa fundið samstarfsaðila og viðfangsefni fyrir ungmennaskiptaverkefni.

Hvar: Búdapest, Ungverjalandi

Hvenær: 2. – 7. mars 2020

Umsóknarfrestur: 12. janúar 2020

NÁNAR

Mannréttindafræðsla sem grunnur í æskulýðsstarfi

Heiti námskeiðs: Human rights and diversity as foundations in youth work

Fyrir: Æskulýðsstarfsfólk, æskulýðsleiðtoga, fulltrúa félagsmiðstöðva

Markmið: Tekist á við hugmyndir um mannréttindafræðslu í æskulýðsstarfi og hvernig það getur stuðlað að öruggari vettvangi fyrir fjölbreytt ungt fólk.  Einnig verður sérstaklega beint sjónum að ungu fólki með fötlun, trans og frjálsgerva/kynsegin.

Hvar: Helsinki, Finnlandi

Hvenær: 2. – 5. mars 2020

Umsóknarfrestur: 10. janúar 2020

NÁNAR

Þitt eigið frumkvæðisverkefni

Heiti námskeiðs: Build your own "Social startup initiative"

Fyrir: Æskulýðsstarfsfólk, æskulýðsleiðtoga, fulltrúa félagsmiðstöðva

Markmið: Tvíþætt námskeið með þeim valmöguleika að gera smá-verkefni, búa til aðferðafræði eða vinna með þá hæfni sem þarf til að vinna að félagsauði.  Markmiðið er einnig að mynda rými fyrir æskulýðsleiðtoga og æskulýðsstarfsfólk til að skoða möguleika félagsauðs: muninn á félagsauði og frjálsum markaði.  Einnig til að læra hvernig á að búa til og sækja um fjölþjóðleg frumkvæðisverkefni sem hafa áhrif á nærsamfélagið.

Hvar: Košice, Slóvakíu

Hvenær: 28. janúar – 2. febrúar 2020

Umsóknarfrestur: 15. desember 2019

NÁNAR

YOCOMO - hæfninámskeið fyrir æskulýðsstarfsfólk

Heiti námskeiðs: YOCOMO - the 3rd ETS learning experience for youth workers: a systemic approach to competence development 

Fyrir: Æskulýðsstarfsfólk

Markmið: ETS námskeiðin eru hugsuð sem stuðningur við fagþróun æskulýðsstarfsfólk. Námskeiðið veitir kerfisbundna sýn á hæfni æskulýðsstarfsfólks. Þetta námskeið er fyrir þig ef þú hefur reynslu af því að fara erlendis með hópa en vilt þróa hæfni þína frekar, hefur áhuga á að vinna eftir hæfnilíkani, ert forvitin/n, opin/n og tilbúin/n að ígrunda nálgun þína í vinnu með ungu fólki.

Hvar: Jurmala, Lettlandi

Hvenær: 2. – 8. mars 2020

Umsóknarfrestur: 6. janúar 2020

NÁNAR

Fögnum fjölbreytileikanum - ráðstefna

Heiti ráðstefnu: Embracing inclusion: Cross-sectoral transnational conference

Fyrir: Æskulýðsstarfsfólk, þjálfara, æskulýðsleiðtoga, verkefnastjóra æskulýðssamtaka, stefnumótandi aðila, mentora sjálfboðaliða o.fl.

Markmið: Fjölþjóðleg ráðstefna þar sem fjallað er um raunveruleika, árangur og væntingar verkefna án aðgreiðiningar í Erasmus+ og European Solidarity Corps áætlununum.  Þriggja daga ráðstefna með áherslu á þverfaglegt samstarf (æskulýðs-, starfsnáms-, fullorðinsfræðslu- og menntageirans) auk fjölþjóðlegs samstarfs með það að markmiði að skapa betri tækifæri fyrir einstaklinga með færri tækifæri.  Markmið ráðstefnunnar er að auka samfélagsþátttöku og aðlögun að menntun og vinnumarkaði.

Hvar: Birmingham, Englandi

Hvenær: 22. – 24. apríl 2020

Umsóknarfrestur: 12. desember 2019

NÁNAR

Námskeið/vettvangsheimsókn um vinnu með ungu flóttafólki

Heiti námskeiðs: Sensitive topics in working with young refugees

Fyrir: Æskulýðsstarfsfólk, þjálfara, æskulýðsleiðtoga, verkefnastjóra æskulýðssamtaka, rannsakendur æskulýðsmála

Markmið: Markmið námskeiðsins og heimsóknarinnar er að valdefla æskulýðsstarfsfólk sem vinnur með, eða langar að vinna með ungu flóttafólki, nýkomnum innflytjendum og hælisleitendum við að takast á við viðkvæm málefni (líkamleg, andleg og félagsleg vandamál).

Hvar: Brussel, Belgíu

Hvenær: 9. – 13. mars 2020

Umsóknarfrestur: 14. janúar 2020

NÁNAR

Stjarna Evrópu! Námskeið um ungmennaskipti

Heiti námskeiðs: The star of Europe

Fyrir: Æskulýðsstarfsfólk, æskulýðsleiðtoga, verkefnastjóra æskulýðssamtaka

Markmið: Markmið námskeiðsins er að kynna The star of Europe aðferðina við að búa til ungmennaskipti frá grunni að framkvæmd með áherslu á að sýna fram á hvernig unga fólkið sjálft geta verið virkir þátttakendur í hverju skrefi í eigin ungmennaskiptum.

Hvar: Prag, Tékklandi

Hvenær: 9. – 13. mars 2020

Umsóknarfrestur: 12. janúar 2020

NÁNAR

Námskeið um ungmennaskipti

Heiti námskeiðs: BiTriMulti (BTM) - Multilateral training course for newcomers in youth exchanges

Fyrir: Æskulýðsstarfsfólk, æskulýðsleiðtoga, verkefnastjóra æskulýðssamtaka

Markmið: Markmið námskeiðsins er að bjóða upp á alþjóðlega námsreynslu fyrir starfsfólk sem starfa á æskulýðssviði og gera þeim kleift að þróa hæfni sína í að setja upp gæða ungmennaskiptaverkefni.  Námskeiðið er sérstaklega hugsað fyrir nýliða í evrópsku samstarfi.

Hvar: Slóvakíu

Hvenær: 17. – 21. mars 2020

Umsóknarfrestur: 5. janúar 2020

NÁNAR

Hraðnámskeið um netnámskeið

Heiti námskeiðs: HOP crash course

Fyrir: Þjálfara, leiðarvísa/höfunda námsefnis á netinu

Markmið: Blandað námskeið - með hluta á netinu og hluta á staðnum leiðir saman höfunda/leiðarvísa (framtíðar) inn í netnámskeið ásamt fulltrúum frá landskrifstofum/SALTO starfsfólki sem hefur áhuga á viðfangsefninu.  Markmiðið er að auka skilning á hvað sé gæði í námskeiðum á netinu með óformlegum námsaðferðum auk þess að uppgötva möguleikana með HOP netnámskeiðum.

Hvar: Finnlandi

Hvenær: 18. – 20. mars 2020

Umsóknarfrestur: 19. janúar 2020

NÁNAR

Tengslaráðstefna um ungmennaskipti fyrir nýliða og lítið reynda

Heiti tengslaráðstefnu: The Real Deal Partner Building Activity

Fyrir: Æskulýðsstarfsfólk, æskulýðsleiðtoga, verkefnastjóra

Markmið: Byggja upp samstarf fyrir framtíðar ungmennaskiptaverkefni og sækja um styrk í æskulýðshluta Erasmus+ áætlunarinnar.  Hugsað fyrir starfsfólk á æskulýðsvettvangi sem hefur litla eða enga reynslu af ungmennaskiptum en langar til að kynnast fólki og byrja hugmyndavinnu.

Hvar: Búlgaríu

Hvenær: 11. – 16. maí 2020 

Umsóknarfrestur: 2. mars 2020

NÁNAR
Þetta vefsvæði byggir á Eplica