Yfirlit yfir námskeið

Tengslaráðstefna á Spáni í desember

Heiti tengslaráðstefnu: BUILDING BRIDGES FOR INCLUSION II

Fyrir: Æskulýðsstarfsmenn sem vinna með ungu fólki sem býr við færri tækifæri.

Markmið: Að tengja saman aðila frá ólíkum löndum með það fyrir augum að þeir vinni að frekari samstarfsverkefnum innan Erasmus+.

Hvar: Málaga, Spáni

Hvenær: 11. - 16. desember

Umsóknarfrestur: 14. október

Nánar

Námskeið fyrir æskulýðs­starfsmenn um KA2 á Spáni

Heiti námskeiðs: KA2 Unveiled: an in-depth view of Erasmus+ Key Action 2

Fyrir: Æskulýðsstarfsmenn

Markmið: Að gefa þátttakendum tækifæri til að kynnast vel verkefnaflokknum KA2-stefnumiðuð samstarfsverkefni í æskulýðsstarfi svo þeir geti sótt um styrk fyrir gópðum slíkum verkefnum.

Hvar: Málaga, Spáni

Hvenær: 29. október - 4. nóvember

Umsóknarfrestur: 9. september

Nánar

Námskeið fyrir æskulýðs­starfsmenn sveitar­félaga í Portúgal í nóvember

Heiti námskeiðs: 100% Youth City

Fyrir: Æskulýðsstarfsmenn sveitarfélaga

Markmið: Að gefa þátttakendum færi á að kynnast "100% Youth City" aðferðafræðinni sem þróuð hefur verið til að virkja ungt fólk til þátttöku í greingu á þörfum ungs fólks og setja mælanlegar vörður um hvernig hægt sé að mæta þeim þörfum.

Hvar: Braga, Portúgal

Hvenær: 11. - 17. nóvember

Umsóknarfrestur: 13. september

Nánar

Námskeið fyrir sjálfboðasamtök á Írlandi

Heiti námskeiðs: Widening Horizons

Fyrir: Æskulýðsstarfsmenn og starfsmenn samtaka sem sækja um styrki fyrir sjálfboðaliðum úr Eramsus+

Markmið: Að þjálfa þátttakendur í því að aðstoða sjálfboðaliða við að fá sem allra mest út úr dvöl sinni í verkefnum.

Hvar: Noregi

Hvenær: 19. - 23. nóvember

Umsóknarfrestur: 1. október

Nánar

Námskeið fyrir æskulýðs­starfsmenn og ungmenni í Noregi í nóvember

Heiti námskeiðs: EYE Opener

Fyrir: Æskulýðsstarfsmenn og áhugasöm ungmenni. Gert er ráð fyrir að á námskeiðið mæti saman starfsmaður og 1-2 ungmenni á aldrinum 15-18 ára.

Markmið: Frábært námskeið fyrir þá sem vilja skipuleggja góð ungmennaskiptaverkefni með virkri þátttöku ungs fólks.

Hvar: Noregi

Hvenær: 12. - 17. nóvember

Umsóknarfrestur: 14. september

Nánar

Námskeið í Lettlandi í desember

Heiti námskeiðs: Appetiser  

Fyrir: Þá sem starfa með ungu fólki og hafa enga reynslu af fjölþjóðlegu æskulýðsstarfi.

Markmið: Að gefa þátttakendum tækifæri til að upplifa á eigin skinni hvernig það er að taka þátt í fjölþjóðlegu æskulýðsstarfi svo að þeir séu betur í stakk búnir til að skipuleggja fjölþjóðleg verkefni með sínum ungmennum.

Hvar: Lettlandi

Hvenær: 10. – 14. desember

Umsóknarfrestur: 7. október

Nánar

Námskeið í Lúxemborg í nóvember

Heiti námskeiðs: SOHO

Fyrir: Verkefnastjórar vottaðra Erasmus+ sjálfboðaliðasamtaka

Markmið: Námskeið fyrir aðlia sem vinna með sjálfboðliðaverkefni. Farið í verkefnastjórn slíkra verkefni ásamt því að fá tækifæri til að kynnast mögulegum samstarfsaðilum.

Hvar: Lúxemborg

Hvenær: 21. - 25. nóvember

Umsóknarfrestur: 30. september

Nánar

Námskeið um óformlegt nám í lok desember

Heiti námskeiðs: The Power of Non Formal Education

Fyrir: Æskulýðsstarfsmenn

Markmið: Að þátttakendur kynnist fjölbreyttum aðferðum óformlegs náms og geti nýtt sér í starfi sínu með ungu fólki.

Hvar: Durbuy, Belgíu

Hvenær: 26. nóvember - 1. des

Umsóknarfrestur: 2. september

Nánar
Þetta vefsvæði byggir á Eplica