Yfirlit yfir námskeið

Stafræn borgarafærni fyrir evrópskt ríkisfang

Heiti námskeiðs: Citizenship Reloaded: digital citizenship (and tools) for a new European citizenship

Fyrir: Æskulýðsstarfsfólk, þjálfara, æskulýðsleiðtoga, verkefnastjóra æskulýðssamtaka, starfsfólk sveitarfélaga í málefnu ungmenna, mentora sjálfboðaliða, kennara

Markmið: Á þessu námskeiði verður unnið að því að auka vitund, æfa færni og efla tæknifærni sem tengjast stafrænum rýmum, netsamfélögum og tengdri ungmennamenningu.  Hvernig er hægt að nýta þessi tæki til að vinna gegn heilaþvotti, hatursáróðri og öfgahyggju?

Hvar: Ítalíu

Hvenær: 16. – 21. mars 2020

Umsóknarfrestur: 19. janúar 2020

NÁNAR

Einn á einn - einstaklingsmiðuð nálgun í æskulýðsstarfi

Heiti námskeiðs: "One 2 one" - supporting learning face-to-face

Fyrir: Æskulýðsstarfsfólk, þjálfara, æskulýðsleiðtoga, verkefnastjóra æskulýðssamtaka, vegvísa í æskulýðsstarfi

Markmið: Að auka færni æskulýðsstarfsfólks til að nota einstaklingsmiðaða nálgun með ungu fólki til að styðja við náms- og þroskaferli þeirra.

Hvar: Hattingen, Þýskalandi

Hvenær: 23. - 29. mars 2020

Umsóknarfrestur: 31. janúar 2020

NÁNAR

Íþróttir sem tæki til menntunar og gegn mismunun

Heiti námskeiðs: Sports as a tool for education and fighting discrimination

Fyrir: Æskulýðsstarfsfólk, þjálfara, æskulýðsleiðtoga, mentora sjálfboðaliða, æskulýðsstarfsfólk og -leiðtoga með reynslu af framkvæmd Erasmus+ verkefna

Markmið: Íþróttir gegna mikilvægu hlutverki í samfélaginu.  Þær geta verið mjög öflugt tæki til menntunar og að vinna gegn mismunun.  Á þessu námskeiði verða möguleikar íþrótta skoðaðir, sem tæki til menntunar og náms án aðgreiningar.

Hvar: Alsasua (Navarra), Spáni

Hvenær: 11. - 16. maí 2020

Umsóknarfrestur: 14. mars 2020

NÁNAR

Tengslamyndunarráðstefna fyrir ungmennaskipti án aðgreiningar

Heiti tengslaráðstefnu: PBA Make the move VI

Fyrir: Æskulýðsstarfsfólk, æskulýðsleiðtoga, verkefnastjóra æskulýðssamtaka, fulltrúa óformlegra hópa ungs fólks

Markmið: Tengslamyndunarráðstefna með það að markmiði að aðstoða einstaklinga og samtök að finna samstarfsaðila fyrir ungmennaskipti með áherslu á verkefni fyrir alla og án aðgreiningar.

Hvar: Portúgal

Hvenær: 28. apríl - 3. maí 2020

Umsóknarfrestur: 3. mars 2020

NÁNAR

Náms- og vettvangsheimsókn til Svíþjóðar

Heiti vettvangsheimsóknar: Europe Goes Local in Sweden. Youth work quality development through documentation and follow up

Fyrir: Æskulýðsstarfsfólk, æskulýðsleiðtoga, verkefnastjóra æskulýðssamtaka, stefnumótandi aðila, starfsfólk landskrifstofa

Markmið: Í þessari vettvangsheimsókn verður kynnt KEKS netkerfi til skráningar og eftirfylgni í æskulýðsstarfi.  Einnig verður Logbook kerfið kynnt og hvernig það er nýtt til að þróa æskulýðsstarf, bæði hugmyndafræðilega og með heimsóknum í félagsmiðstöðvar sem nota kerfið. ATH! Samskonar heimsókn er einnig í boði viku seinna. 

Hvar: Gautaborg, Svíþjóð

Hvenær: 5. – 7. maí 2020

Umsóknarfrestur: 17. febrúar 2020

NÁNAR

Námskeið fyrir samtök/stofnanir sem vinna með ungu fólki án aðgreiningar

Heiti námskeiðs: Mobility taster for inclusion organisations - Focus on volunteering

Fyrir: Æskulýðsstarfsfólk, æskulýðsleiðtoga, verkefnastjóra æskulýðssamtaka, félagsráðgjafa, starfsfólk sem vinnur með ungu fólki með færri tækifæri og flóttafólki

Markmið: Að kynna European Solidarity Corps og hvernig sú áætlun getur þjónað hagsmunum ykkar og unga fólkinu sem þið vinnið með.  Hér verða kynntir möguleikar þess að skipuleggja alþjóðleg sjálfboðaliðaverkefni fyrir ungt fólk með færri tækifæri.

Hvar: Europahaus, Vín, Austurríki

Hvenær: 9. – 13. mars 2020

Umsóknarfrestur: 31. janúar 2020

NÁNAR

Gildisráðstefna

Heiti ráðstefnu: Value fair 2020

Fyrir: Æskulýðsstarfsfólk, þjálfara, æskulýðsleiðtoga, stefnumótandi aðila

Markmið: Á þessari ráðstefnu hafa þátttakendur tækifæri til að deila, skilja og bera kennsl á þau gildi sem við byggjum æskulýðsstarf okkar á og hvernig þau getur stuðlað að betra samfélagi.

Hvar: Aþenu, Grikklandi

Hvenær: 1. – 5. apríl 2020

Umsóknarfrestur: 31. janúar 2020

NÁNAR

Sköpun og nýsköpun til að auka gæði verkefna

Heiti námskeiðs: Creativity & Innovation

Fyrir: Æskulýðsstarfsfólk, æskulýðsleiðtoga, þjálfara/leiðbeinendur

Markmið: Á þessu námskeiði er ætlað að kynna skapandi og nýstárleg tól fyrir æskulýðsstarfsfólki sem þau geta nýtt til að auka gæði í sínum Erasmus+ verkefnum.  Að styðja við nýjar nálganir í æskulýðstengdum málum, auka áhrif og skilvirkni vinnu þeirra, greina og þróa skapandi lausnir o.fl.

Hvar: Aþenu, Grikklandi

Hvenær: 9. – 14. mars 2020

Umsóknarfrestur: 27. janúar 2020 

NÁNAR

Ráðstefna um aukna þátttöku ungs fólks með fötlun

Heiti ráðstefnu: Include-Transform-Realise - Transnational Forum II

Fyrir: Æskulýðsstarfsfólk, æskulýðsleiðtoga, þjálfara, stefnumótandi aðila

Markmið: Að ná til þjálfara/vegvísa/leiðbeinenda, æskulýðsstarfsfólks og æskulýðsleiðtoga með eða án fötlunar til að efla þau í starfi með ungu fólki með fötlun í innlendum og erlendum verkefnum innan Erasmus+ áætlunarinnar.

Hvar: Istanbúl, Tyrklandi

Hvenær: 24. – 28. mars 2020

Umsóknarfrestur: 26. janúar 2020

NÁNAR

Hraðnámskeið um netnámskeið

Heiti námskeiðs: HOP crash course

Fyrir: Þjálfara, leiðarvísa/höfunda námsefnis á netinu

Markmið: Blandað námskeið - með hluta á netinu og hluta á staðnum leiðir saman höfunda/leiðarvísa (framtíðar) inn í netnámskeið ásamt fulltrúum frá landskrifstofum/SALTO starfsfólki sem hefur áhuga á viðfangsefninu.  Markmiðið er að auka skilning á hvað sé gæði í námskeiðum á netinu með óformlegum námsaðferðum auk þess að uppgötva möguleikana með HOP netnámskeiðum.

Hvar: Finnlandi

Hvenær: 18. – 20. mars 2020

Umsóknarfrestur: 19. janúar 2020

NÁNAR

Tengslaráðstefna um ungmennaskipti fyrir nýliða og lítið reynda

Heiti tengslaráðstefnu: The Real Deal Partner Building Activity

Fyrir: Æskulýðsstarfsfólk, æskulýðsleiðtoga, verkefnastjóra

Markmið: Byggja upp samstarf fyrir framtíðar ungmennaskiptaverkefni og sækja um styrk í æskulýðshluta Erasmus+ áætlunarinnar.  Hugsað fyrir starfsfólk á æskulýðsvettvangi sem hefur litla eða enga reynslu af ungmennaskiptum en langar til að kynnast fólki og byrja hugmyndavinnu.

Hvar: Búlgaríu

Hvenær: 11. – 16. maí 2020 

Umsóknarfrestur: 2. mars 2020

NÁNAR
Þetta vefsvæði byggir á Eplica