Yfirlit yfir námskeið

Námskeið um óformlegt nám

Heiti námskeiðs: The Power of Non Formal Education

Fyrir: Æskulýðsstarfsfólk, æskulýðsleiðtoga, verkefnastjóra, stefnumótunaraðila.

Markmið: Námskeið með það að markmiði að auka áhrif óformlegs náms, meginreglur og aðferðir við að skapa valdeflandi tækifæri fyrir ungt fólk til samfélagsþátttöku.

Hvar: Sofía, Búlgaríu

Hvenær: 24. – 29. september 2019

Umsóknarfrestur: 30. maí 2019

NÁNAR

Ráðstefna um ungt fólk

Heiti ráðstefnu: YOUTH@WORK kick off conference

Fyrir: Æskulýðsstarfsfólk, æskulýðsleiðtoga, verkefnastjóra, stefnumótunaraðila, fagfólk sem vinnur með ungu fólki, vinnuveitendur, frumkvöðla o.fl.

Markmið: Þverfagleg ráðstefna þar sem tekið verður á vandamálum og tækifærum í tengslum við ráðningarhæfi ungs fólks og frumkvöðlastarfsemi.  Áherslan verður á samstarf milli formlegrar og óformlegrar menntunar, ráðningar o.fl. þætti þar sem kynntir verða árangur, tillögur, góðir starfshættir ásamt framtíðaráformum.

Hvar: Istanbúl, Tyrklandi

Hvenær: 25. – 29. júní 2019

Umsóknarfrestur: 31. mars 2019

NÁNAR

Námskeið fyrir æskulýðsstarfsfólk

Heiti námskeiðs: Think BIG, start SMALL

Fyrir: Æskulýðsstarfsfólk, æskulýðsleiðtoga, verkefnastjóra.

Markmið: Þetta námskeið býður upp á ný verkfæri , aðferðir og innblástur fyrir æskulýðsstarfsfólk sem vilja þróa virka þátttöku ungs fólks í samfélaginu.  Markmiðið er að valdefla æskulýðsstarfsfólk til að aðstoða ungt fólk að finna ögranir, þarfir og tækifæri í þeirra nærsamfélagi og styðja við þau að hrinda hugmyndum í framkvæmd.

Hvar: Búdapest, Ungverjalandi

Hvenær: 27. maí – 1. júní 2019

Umsóknarfrestur: 27. mars 2019

NÁNAR

Námskeið - hafðu áhrif á nærumhverfið þitt

Heiti námskeiðs: Shape Your Landscape

Fyrir: Æskulýðsstarfsfólk, leiðbeinendur í óformlegu námi og kennara.

Markmið: Námskeið fyrir æskulýðsstarfsfólk sem byggir á staðbundinni menntun sem valdeflir nærsamfélag og stuðlar að velferð ungs fólks.  Markmiðið er að valdefla æskulýðsstarfsfólk og aðra leiðbeinendur að nota staðbundna menntun í þeim tilgangi að þróa færni við að nota ólíka staði sem auðlyndir og rými til náms.

Hvar: Jurmala, Lettlandi

Hvenær: 21. – 25. maí 2019

Umsóknarfrestur: 24. mars 2019

NÁNAR

Tengslaráðstefna fyrir ungmennaskipti

Heiti tengslaráðstefnu: Joining the Dots Through Outdoor Activity! A contact making seminar - youth exchanges

Fyrir: Æskulýðsstarfsfólk, verkefnastjóra og aðra aðila frá samtökum sem hafa ekki tekið þátt í Erasmus+ verkefnum áður og fulltrúa samtaka sem vinna með ungu fólki með færri tækifæri.

Markmið: Þetta námskeið er hugsað fyrir samtök til að mynda samstarfsflöt um ungmennaskipti fyrir ungt fólk með færri tækifæri.  Hér er blandað saman útiveru og verklegum æfingum ásamt ígrundun til að meta hvernig hægt væri að innleiða svoleiðis í ungmennaskipti.  Seinni áherslan verður á að bera kennsl á þær þarfir sem ungt fólk með færri tækifæri hafa og þau tól sem þarf til að vinna þeim.

Hvar: Dublin/Galway, Írlandi

Hvenær: 19. – 25. maí 2019

Umsóknarfrestur: 22. mars 2019

NÁNAR

Námskeið um miðlalæsi og ábyrgð á netinu

Heiti námskeiðs: Citizenship in a Digital Era

Fyrir: Æskulýðsstarfsfólk, æskulýðsleiðtoga, verkefnastjóra og aðra aðila sem vinna með ungu fólki.

Markmið: Að veita þeim sem vinna með ungu fólki tæki og tól til að auka miðlalæsi meðal ungs fólks og styðja þau í að vera ábyrg á netinu.  

Hvar: Dublin, Írlandi

Hvenær: 7. – 10. maí 2019

Umsóknarfrestur: 15. mars 2019

NÁNAR

Vettvangsheimsókn til Finnlands

Heiti vettvangsheimsóknar: Study visit on the Topic of Unemployed Young People

Fyrir: Æskulýðsstarfsfólk, stefnumótandi aðila hjá ríki og bæ, æskulýðsleiðtoga, æskulýðsþjálfara

Markmið: Vettvangsheimsókn þar sem viðfangsefni er að ná til ungs fólks utan vinnumarkaðar og skoða hvaða aðferðir eru notaðar af samtökum, opinberum aðilum og í verkefnum við að vinna með þessu unga fólki.  Markmiðið er jafnframt að búa til gæðaverkefni um þátttöku ungs fólk í Evrópskum Samstöðuverkefnum og Erasmus+ áætlununum.

Hvar: Jyväskylä, Finnlandi

Hvenær: 7. – 10. maí 2019

Umsóknarfrestur: 22. mars 2019

NÁNAR

Námskeið - Samstaða hvað er það?

Heiti námskeiðs: Solidarity: Reality TV or Fake News

Fyrir: Æskulýðsstarfsfólk, æskulýðsleiðtoga, verkefnastjórnendur,  og aðra sem vinna með ungu fólki

Markmið: Hvað er verið að meina þegar rætt er um samtöðuverkefni, hvað grefur undan þeim og hvað styður við þau?  Hvernig eru samstöðuverkefni ólík góðgerðastarfsemi og gagnkvæmni (að gefa og þiggja)?  Samstöðuverkefni verða skoðuð náið með aðstoð sérfræðinga.  Námskeiðið tengist hugtakinu samstaða í tengslum við nýju áætlun European Solidarity Corps.

Hvar: Dublin, Írland

Hvenær: 8. – 10. apríl 2019

Umsóknarfrestur: 8. mars 2019

NÁNAR

Námskeið um ungmennaskipti

Heiti námskeiðs: Star of Europe

Fyrir: Æskulýðsstarfsfólk, æskulýðsleiðtoga, verkefnastjórnendur og aðra sem vinna með ungu fólki

Markmið: Námskeið fer yfir öll skref ungmennaskiptaverkefnis og fer einnig nákvæmt yfir þátttöku ungs fólks og samstarf þeirra með því að notast við myndrænt efni úr gömlum finnskum leik sem heitir "The Star of Africa".

Hvar: Hostel Moving, Zagreb, Króatía

Hvenær: 9. – 13. apríl 2019

Umsóknarfrestur: 11. mars 2019

NÁNAR

Námskeið í krafti jákvæðni!

Heiti námskeiðs: Power of Positivity (PoP+)

Fyrir: Æskulýðsstarfsfólk, æskulýðsleiðtoga, verkefnastjórnendur, mentora sjálfboðaliða, þjálfara, starfsfólk félagsmiðstöðva o.fl.

Markmið: Þema námskeiðsins er um geðheilsu ungs fólks og hvernig á að nálgast það með dæmum um góða starfshætti, stefnu og aðferðir.

Hvar: Wicklow, Írlandi

Hvenær: 29. apríl – 3. maí 2019

Umsóknarfrestur: 1. mars 2019

NÁNAR

Námskeið um götu- og borgarlist

Heiti námskeiðs: Urban art & co: The power of education through urban art

Fyrir: Æskulýðsstarfsfólk, æskulýðsleiðtoga, kennara, fulltrúa sveitarfélaga, listamenn.

Markmið: Þetta námskeið er fyrir listamenn, kennara, leiðbeinendur og menningar- og viðburðastjórnendur sem vinna með ungu fólki og/eða félagsmál.  Hvernig list getur lífgað við opin rými, búið til leiðir að nota list í æskulýðsstarfi og finna stefnumótandi samstarfsaðila í Evrópu.

Hvar: Esch-sur-Alzette, Lúxemborg

Hvenær: 13. – 18. maí 2019

Umsóknarfrestur: 1. mars 2019

NÁNAR

Námskeið fyrir mentora sjálfboðaliða

Heiti námskeiðs: MENTOR plus - Improving mentorship in European Volunteering Projects

Fyrir: Mentora sjálfboðaliða.

Markmið: Námskeið með það að markmiði að styðja við og auka gæði þeirra þjónustu sem leiðbeinendur (mentorar) veita sjáflboðaliðum í evrópskum sjálfboðaliðaverkefnum.

Hvar: Vín, Austurríki

Hvenær: 7. – 12. júlí 2019

Umsóknarfrestur: 10. maí 2019

NÁNAR

Tengslaráðstefna til að auka þátttöku ungs fólks með færri tækifæri

Heiti tengslaráðstefnu: Boomerang - inclusion through active participation

Fyrir: Æskulýðsstarfsfólk og annað fagfólk sem vinnur beint með ungu fólki með færri tækifæri, fötlun eða heilsufarsvanda (uppeldis- og menntunarfræðingar, meðferðaraðilar, menntafólk).

Markmið: Námskeið tileinkað þátttöku ungs fólks og valdeflingu ungs fólks með fötlun eða heilsufarsvanda með því að virkja þau í ungmennaskiptaverkefni.

Hvar: Varsjá, Póllandi

Hvenær: 23. – 27. apríl 2019

Umsóknarfrestur: 10. mars 2019

NÁNAR

Námskeið - rétta hugarfarið

Heiti námskeiðs: Mindset of youth workers in supporting learning through youth mobilities

Fyrir: Æskulýðsstarfsfólk.

Markmið: Fimm daga námsumhverfi fyrir æskulýðsstarfsfólk og starfsfólk félagsmiðstöðva til að ígrunda þeirra eigin hugarfar með áherslu á að vera leiðbeinandi og að styðja við lærdóm ungs fólks í æskulýðsstarfi og sérstaklega með þátttöku í erlendum verkefnum.

Hvar: De Glind, Hollandi

Hvenær: 2. – 8. maí 2019

Umsóknarfrestur: 5. mars 2019

NÁNAR

Þjálfaranámskeið í Búlgaríu

Heiti námskeiðs: C.O.A.C.H. Training course

Fyrir: Æskulýðsstarfsfólk, æskulýðsleiðtoga, verkefnastjórnendur, þjálfara og aðra sem vinna með ungu fólki.

Markmið: Þjálfun er ferlið við að hjálpa öðrum að hámarka hæfileika sína.  Þjálfun leggur áherslu á sveigjanlegar breytingar, að einbeita sér að skilgreina og ná ákveðnum markmiðum. C.O.A.C.H. er 5 daga langt námskeið fyrir æskulýðsstarfsfólk til að læra um, æfa og þróa eigin aðferðir við þjálfun. Þjálfun er tæki til að valdefla en einnig fyrir skýr og skilvirk samskipti. Það þarf áreiðanleika, leiðtogahæfileika og sköpun til að vera góður leiðbeinandi og þjálfari og þjálfun er nauðsynlegt tól fyrir allt æskulýðsstarfsfólk, leiðbeinendur, leiðtoga og aðgerðasinna.

Hvar: Búlgaríu

Hvenær: 3. – 9. júní 2019

Umsóknarfrestur: 5. apríl 2019

NÁNAR

Námskeið fyrir nýliða í Erasmus+

Heiti námskeiðs: Appetiser - An introduction on how to use the 'Erasmus+ Youth in Action' Programme for international youth work

Fyrir: Þá sem starfa með ungu fólki og hafa enga reynslu af fjölþjóðlegu æskulýðsstarfi.

Markmið: Að gefa þátttakendum tækifæri til að upplifa á eigin skinni hvernig það er að taka þátt í fjölþjóðlegu æskulýðsstarfi svo að þeir séu betur í stakk búnir til að skipuleggja fjölþjóðleg verkefni með sínum ungmennum.

Hvar: Búlgaríu

Hvenær: 4. – 8. júní 2019

Umsóknarfrestur: 24. mars 2019

NÁNAR
Þetta vefsvæði byggir á Eplica