Yfirlit yfir námskeið

Stefnumótandi samstarf

Heiti námskeiðs: Step into Strategic Partnerships

Fyrir: Æskulýðsstarfsfólk, verkefnastjóra, þá sem rannsaka æskulýðsmál

Markmið: Námskeið með það að marki að kynna og styðja framtíðar umsækjendur að miðlungs eða stórum samstarfsverkefnum í nýsköpun eða yfirfærslu þekkingar í æskulýðsgeiranum. Ef þú ert fagmanneskja í reyndu æskulýðssamtökum og hefur áhuga á að þróa nýjar aðferðir fyrir æskulýðsgeirann þá er þetta námskeið fyrir þig!

Hvar: Bristol, Englandi

Hvenær: 7. – 13. október 2019

Umsóknarfrestur: 17. júní 2019

NÁNAR

Nýsköpunarsmiðja í stafrænu æskulýðsstarfi

Heiti námskeiðs: Markerspaces in digital youth work

Fyrir: Æskulýðsstarfsfólk

Markmið: Hakkarasmiðjur, FAB Lab, nýsköpunarsmiðjur eru staðir þar sem hugmyndir verða að verkefnum.  Uppgötvaðu hvernig hægt er að undirbúa ungt fólk til að takast á við áskoranir stafræna heimsins með forvitni og sköpunargáfu þeirra að vopni.  Hagnýtt námskeið fyrir æskulýðsstarfsfólk.

Hvar: Lúxemborg

Hvenær: 4. – 9. október 2019

Umsóknarfrestur: 6. september 2019

NÁNAR

Appetiser - námskeið um hvernig eigi að skipuleggja alþjóðleg Erasmus+ verkefni

Heiti námskeiðs: Appetiser - an introduction on how to use the "Erasmus+ Youth in Action" Programmes (and related) for international youth work

Fyrir: Æskulýðsstarfsfólk, æskulýðsleiðtoga, verkefnastjóra

Markmið: Að gefa þátttakendum tækifæri til að upplifa á eigin skinni hvernig það er að taka þátt í fjölþjóðlegu æskulýðsstarfi svo að þeir séu betur í stakk búnir til að skipuleggja fjölþjóðleg verkefni með sínum ungmennum.

Hvar: Grikklandi

Hvenær: 14. – 18. október 2019

Umsóknarfrestur: 12. ágúst 2019

NÁNAR

Íþróttir sem forvörn gegn ofbeldis-öfgahyggju og róttækni

Heiti námskeiðs: Sports as an Educational Tool to Prevent Youth Radicalization Seminar

Fyrir: Æskulýðsstarfsfólk, þjálfara, æskulýðsleiðtoga, stefnumótandi aðila, mentora sjálfboðaliða, leiðbeinendur og kennara.

Markmið: Ungt fólk sem stunda íþróttir að staðaldri eru síður líklegri til að verða róttækni að bráð.  Á þessu námskeið er skiptst á góðum starfsháttum í forvörnum með ungu fólki auk þess að vera tækifæri fyrir þessi samtök og leiðbeinendur til að þróa framtíðarverkefni með Erasmus+.

Hvar: Mallorca (Baleareyjum), Spáni

Hvenær: 29. október - 3. nóvember 2019

Umsóknarfrestur: 4. ágúst 2019

NÁNAR

Kynvitund og kynímynd fyrir æskulýðsstarfsfólk

Heiti námskeiðs: Queer it up! - including Sexual Orientation and Gender Identity and Expresion in Youth Work Practice

Fyrir: Æskulýðsstarfsfólk, þjálfara, æskulýðsleiðtoga, stefnumótandi aðila, mentora sjálfboðaliða, leiðbeinendur og kennara.

Markmið: Að kynna kynvitund og kynímynd fyrir þeim sem þekkja ekki til LGBT+ samfélagsins.  Þetta námskeið er fyrir þá sem hafa enga reynslu af því að vinna með ungu LGBT+ fólki og útvegar þeim nauðsynlega færni að innleiða sjónarmið kynvitundar og kynímyndar í æskulýðsstarfið auk þess að berjast gegn fordómum og mismunun.

Hvar: Mollina, Spáni

Hvenær: 23. - 28. september 2019

Umsóknarfrestur: 21. júlí 2019

NÁNAR

Námskeið um ungmennaskipti (BTM)

Heiti námskeiðs: BiTriMulti

Fyrir: Þá sem við vinna með ungu fólki og hafa áhuga á að skipuleggja ungmennaskipti.

Markmið: Að þjálfa þá sem vilja sækja um sitt fyrsta ungmennaskiptaverkefni. Þeir íslendingar sem sótt hafa BTM hafa verið mjög ánægðir með árangurinn, bæði hvað varðar að finna samstarfsaðila og líka hvað það hjálpaði þeim mikið þegar þeir síðan framkvæmdu sín fyrstu ungmennaskipti.

Hvar: Noregi

Hvenær: 17. - 21. september 2019

Umsóknarfrestur: 8. júlí 2019

NÁNAR

Ráðstefna - Efnahagsráðstefna ungra leiðtoga

Heiti ráðstefnu: 14th Economic Forum of Young Leaders

Fyrir: Æskulýðsstarfsfólk, þjálfara, æskulýðsleiðtoga, verkefnastjóra, stefnumótandi aðila, rannsakendur æskulýðs, leiðtoga frjálsra félagasamtaka, unga blaðamenn, frumkvöðla o.fl.

Markmið: Efnahagsráðstefna ungra leiðtoga er einn stærsti alþjóðlegi og efnahagslegur fundur ungra leiðtoga.  Megintilgangurinn er að efla samstarf milli ungra leiðtoga frá áætlunarlöndum og nágrannalöndum Evrópusambandsins og stefnumótandi aðilum.  Um 350 ungir leiðtogar frá 35 löndum koma saman í fjórtánda skipti til að ræða framtíð Evrópu.

Hvar: Nowy Sacz - Krynica Zdrój, Póllandi

Hvenær: 2. - 6. september 2019

Umsóknarfrestur: 24. júní 2019

NÁNAR

Á bak við tjöldin - gegn ofbeldis- öfgahyggju og róttækni

Heiti vettvangsheimsóknar: Belgium: behind the scene: Study visit about the role of youth work in addressing the risks of radicalization

Fyrir: Æskulýðsstarfsfólk, æskulýðsleiðtoga, verkefnastjóra, stefnumótandi aðila, rannsakendur æskulýðs.

Markmið: Hlutverk æskulýðsstarfs í fyrirbyggjandi starfi gegn ofbeldis-öfgahyggju og róttækni með heimsóknum, umræðum og að skoða belgískan raunveruleika.  Mikið tækifæri til faglegrar þróunar á þessu sviði.

Hvar: Brussel, Belgíu

Hvenær: 14. - 19. október 2019

Umsóknarfrestur: 21. júní 2019

NÁNAR

Vettvangsheimsókn til Finnlands

Heiti vettvangsheimsóknar: Developing Youth Workers' Competences in Finland

Fyrir: Æskulýðsstarfsfólk, þjálfara, stefnumótandi aðila, kennara í unglingadeild/framhaldsskóla, félagsráðgjafa, námskrárgerðarfólk, þjónusturáðgjafa og stuðningsaðila, fulltrúa frjálsra félagasamtaka o.fl.

Markmið: Þverfagleg vettvangsheimsókn þar sem skoða á námskrá og kennslu í æskulýðsstarfi á framhaldsskólastigi í starfsnámsskóla í Finnlandi.  Einnig verður skoðað hvernig lærdómur á sér stað í námsumhverfinu og hvernig hægt að er að nýta það í daglegri vinnu með ungu fólki.  Þetta þýðist svo illa að þú hreinlega verður að smella á nánar hlekkinn að neðan!

Hvar: Virrat og Ilmajoki, Finnlandi

Hvenær: 29. september - 3. október 2019

Umsóknarfrestur: 22. ágúst 2019

NÁNAR

8 skynfæri - námskeið

Heiti námskeiðs: 8 senses Training Course

Fyrir: Æskulýðsstarfsfólk, þjálfara, ungmenna- og æskulýðsleiðtoga, verkefnastjóra, unga aktivista, frumkvöðla o.fl.

Markmið: 8 skynfæri er námskeið fyrir æskulýðsstarfsfólk til að læra, stunda og nota aðferðir til aukinnar þátttöku, sköpunar og sjálfbærni í þeirra vinnu með ungu fólki og þar með talið NEET ungmenni og ungu fólki með færri tækifæri.

Hvar: Búlgaríu

Hvenær: 2. - 8. október 2019

Umsóknarfrestur: 2. júlí 2019

NÁNAR
Þetta vefsvæði byggir á Eplica