Yfirlit yfir námskeið

Stafrænt ríkisfang og verkfæri fyrir stafrænt æskulýðsstarf (digital youth work)

Heiti námskeiðs: Citizenship Reloaded: digital citizenship (and tools) for a new European citizenship - ONLINE VERSION

Fyrir: Æskulýðsstarfsfólk, þjálfara, kennara, starfsfólk ríkis og sveitarfélaga í málefnum ungs fólks.

Markmið: Vekja athygli á hvernig ofbeldisfull hugmyndafræði og öfgar geti vaxið á vefsvæðum, spjallrásum og samfélagsmiðlum.  Einnig að taka þátt í vinnusmiðjum til að læra að þekkja og nota þau stafrænu verkfæri sem til eru í uppeldisfræðilegri nálgun sem við köllum stafrænt æskulýðsstarf (digital youth work), meðvitað og gagnrýnið.

Hvar: Netnámskeið

Hvenær: 14.-19. desember 2020

Umsóknarfrestur: 18. nóvember 2020

NÁNAR

Star of Europe - námskeið í að búa til ungmennaskiptaverkefni

Heiti námskeiðs: Star of Europe - Online

Fyrir: Æskulýðsstarfsfólk, þjálfara, æskulýðsleiðtoga, verkefnastjóra, starfsfólk sveitarfélaga í málefnum ungs fólks, aðra sem vinna með ungu fólki.

Markmið: Á þessu námskeiði er farið í gegnum ungmennaskiptaverkefni frá byrjun til enda með áherslu á þátttöku ungs fólks allan tímann.  Þátttakendur læra að búa til sitt eigið ungmennaskiptaverkefni með aðstoð stafræns efnis Star of Europe.

Hvar: Netnámskeið

Hvenær: 23.-28. nóvember 2020

Umsóknarfrestur: 2. nóvember 2020

NÁNAR

Ungt fólk til virkni

Heiti námskeiðs: PLAY - Plan for Active Youth

Fyrir: Æskulýðsstarfsfólk, þjálfara, æskulýðsleiðtoga, verkefnastjóra, starfsfólk sveitarfélaga í málefnum ungs fólks.

Markmið: Námskeið með það að markmiði að auka áhrif þátttöku ungs fólks í sveitarfélögum/nærsamfélaginu með því að skiptast á aðferðum og góðum starfsháttum.  Ungmenni og æskulýðsstarfsfólk gegna mikilvægu hlutverki í sveitarfélaginu/hverfinu/nærsamfélaginu en til þess að hlutverk þeirra sé árangursríkt þarf að valdefla og virkja þau til þátttöku.

Hvar: Netnámskeið

Hvenær: 24.-27. nóvember 2020 

Umsóknarfrestur: 8. nóvember 2020

NÁNAR

Nýsköpun og stafrænt æskulýðsstarf

Heiti námskeiðs: InnoCamp - develop your digital youth work services.

Fyrir: Æskulýðsstarfsfólk, æskulýðsleiðtoga, verkefnastjóra.

Markmið: Viltu uppgötva nýtt tæki til að bæta starfshætti, þjónustu og aðferðir hjá æskulýðsstarfsfólkinu þínu eða samstarfsaðilum?  Á þessu námskeiði er unnið að því að þróa stafrænt æskulýðsstarf með því að hvetja og hjálpa samtökum að bæta þjónustu við unga fólkið og bæta við stafrænni vídd.  InnoCamp er byggt á Innobox verkfærakistunni sem Verke hefur þróað sem veitir skipulagða nálgun og stuðning við þróun starfseminnar og búa til eitthvað nýtt.

Hvar: Ljubljana, Slóveníu (gæti farið fram á netinu)

Hvenær: 18.-22. janúar 2021

Umsóknarfrestur: 30. október 2020

NÁNAR

Netnámskeið um stafrænt æskulýðsstarf

Heiti námskeiðs: Massive Open Online Course (MOOC) on Digital Youth Work.

Fyrir: Æskulýðsstarfsfólk, þjálfara, æskulýðsleiðtoga, verkefnastjóra, stefnumótandi aðila. 

Markmið: Námskeið opið öllum en miðað að æskulýðsstarfsfólki úr Evrópu sem langar að læra um stafrænt æskulýðsstarf.  Námskeiðið miðar að því að sýna fram á þekkingu um stafrænt æskulýðsstarf í Evrópu, styðja við þróun með góðum dæmum og praktískum tólum, deila góðum starfsháttum og tengja samtök og fólk sem hefur áhuga á þróun í stafrænu æskulýðsstarfi.

Hvar: Á netinu

Hvenær: 15. nóvember 2020 - 31. maí 2021

Umsóknarfrestur: 14. nóvember 2020

NÁNAR
Þetta vefsvæði byggir á Eplica