Yfirlit yfir námskeið

European solidarity corps áætlunin fyrir nýliða

Heiti námskeiðs: European Solidarity Corps for Newcomers

Fyrir: Æskulýðsstarfsfólk, þjálfara, æskulýðsleiðtoga, verkefnastjóra æskulýðssamtaka, stefnumótandi aðila o.fl. aðila frá fjölbreyttum samtökum

Markmið: Fyrsta skrefið í átt að þátttöku í European solidarity corps áætluninni.  Hér er rými til að læra og ígrunda um hvernig samtök geta nýtt sér European solidarity corps í sínu starfi.  Markmiðið er að hvetja og veita þátttakendum innblástur til að taka þátt í áætluninni og gefa dýpri innsýn og skilning á einstaka þáttum áætlunarinnar.

Hvar: Lettlandi 

Hvenær: 9. – 12. desember 2019 

Umsóknarfrestur: 7. nóvember 2019

NÁNAR

Ráðstefna æskulýðsvettvangsins í Finnlandi

Heiti ráðstefnu: Youth2020 - Finnish youth work days

Fyrir: Æskulýðsstarfsfólk, þjálfara, æskulýðsleiðtoga, verkefnastjóra æskulýðssamtaka, stefnumótandi aðila, íþróttaþjálfara, rannsakendur á sviði æskulýðs o.fl.

Markmið: Á þessari ráðstefnu koma saman fagfólk á sviði æskulýðsmála til að ræða, meta, móta og þróa starf sitt með ungu fólki.  Fjölþjóðlegir þátttakendur er velkomnir.  

Dagskrárdrög má finna hér: https://www.alli.fi/youth2020.

Hvar: Tampere, Finnlandi 

Hvenær: 13. – 17. janúar 2020

Umsóknarfrestur: 29. nóvember 2020

NÁNAR

Ráðstefna um stafræna færni æskulýðsstarfsfólks

Heiti ráðstefnu: Exploring the digital dimension of youth workers' competences

Fyrir: Æskulýðsstarfsfólk, þjálfara, æskulýðsleiðtoga, verkefnastjóra æskulýðssamtaka, tómstunda- og félagsmálakennara

Markmið: Á þessari ráðstefnu leiða saman hesta sína um 120 manns; æskulýðsstarfsfólk, stafrænir sérfræðingar á sviði æskulýðs og færnilíkana auk aðrir hagsmunaaðilar.  Markmiðið er að skoða stafræna vídd í æskulýðsstarfi og hæfni æskulýðsstarfsfólks í færnilíkönum.

Hvar: Vín, Austurríki

Hvenær: 25. – 27. febrúar 2020

Umsóknarfrestur: 27. nóvember 2020

NÁNAR

Námskeið/vettvangsheimsókn um vinnu með ungu flóttafólki

Heiti námskeiðs: Sensitive topics in working with young refugees

Fyrir: Æskulýðsstarfsfólk, þjálfara, æskulýðsleiðtoga, verkefnastjóra æskulýðssamtaka, rannsakendur æskulýðsmála

Markmið: Markmið námskeiðsins og heimsóknarinnar er að valdefla æskulýðsstarfsfólk sem vinnur með, eða langar að vinna með ungu flóttafólki, nýkomnum innflytjendum og hælisleitendum við að takast á við viðkvæm málefni (líkamleg, andleg og félagsleg vandamál).

Hvar: Brussel, Belgíu

Hvenær: 9. – 13. mars 2020

Umsóknarfrestur: 14. janúar 2020

NÁNAR

Stjarna Evrópu! Námskeið um ungmennaskipti

Heiti námskeiðs: The star of Europe

Fyrir: Æskulýðsstarfsfólk, æskulýðsleiðtoga, verkefnastjóra æskulýðssamtaka

Markmið: Markmið námskeiðsins er að kynna The star of Europe aðferðina við að búa til ungmennaskipti frá grunni að framkvæmd með áherslu á að sýna fram á hvernig unga fólkið sjálft geta verið virkir þátttakendur í hverju skrefi í eigin ungmennaskiptum.

Hvar: Prag, Tékklandi

Hvenær: 9. – 13. mars 2020

Umsóknarfrestur: 12. janúar 2020

NÁNAR

Námskeið um ungmennaskipti

Heiti námskeiðs: BiTriMulti (BTM) - Multilateral training course for newcomers in youth exchanges

Fyrir: Æskulýðsstarfsfólk, æskulýðsleiðtoga, verkefnastjóra æskulýðssamtaka

Markmið: Markmið námskeiðsins er að bjóða upp á alþjóðlega námsreynslu fyrir starfsfólk sem starfa á æskulýðssviði og gera þeim kleift að þróa hæfni sína í að setja upp gæða ungmennaskiptaverkefni.  Námskeiðið er sérstaklega hugsað fyrir nýliða í evrópsku samstarfi.

Hvar: Slóvakíu

Hvenær: 17. – 21. mars 2020

Umsóknarfrestur: 5. janúar 2020

NÁNAR

Inngangsnámskeið fyrir alþjóðlegt æskulýðsstarfi í Erasmus+

Heiti námskeiðs: Appetiser - An introduction on how to use Erasmus+ for international youth work

Fyrir: Æskulýðsstarfsfólk, æskulýðsleiðtoga, verkefnastjóra æskulýðssamtaka

Markmið: Námskeiðinu er ætlað að gefa ákveðna jákvæða fyrstu reynslu af alþjóðlegu æskulýðsstarfi og hvetja þátttakendur til að nýta sér Erasmus+ áætlunina auk þess að kynna fyrir þeim European Solidarity Corps.  Fyrir þá sem hafa litla eða takmarkaða reynslu af alþjóðlegu samstarfi og Erasmus+ áætluninni..

Hvar: Danhostel Ishøj Strand, Danmörku

Hvenær: 30. mars – 3. apríl 2020

Umsóknarfrestur: 2. desember 2019

NÁNAR

Námskeið um fjölþætt Evrópuverkefni æskulýðsstarfsfólks

Heiti námskeiðs: TICTAC - Multilateral training course to support quality in youth worker mobility activities under Erasmus+ Youth in Action

Fyrir: Æskulýðsstarfsfólk, æskulýðsleiðtoga, verkefnastjóra æskulýðssamtaka

Markmið: Námskeiðið er fyrir sjálfboðaliða, starfandi fagfólk og æskulýðsleiðtoga sem hafa áhuga á að nota alþjóðlegt samstarf til að bæta þróun samtaka þeirra auk þess að þróa gæðaverkefni undir Erasmus+ áætluninni.

Hvar: Ítalíu

Hvenær: 17. – 23. febrúar 2020

Umsóknarfrestur: 1. desember 2019

NÁNAR

Hraðnámskeið um netnámskeið

Heiti námskeiðs: HOP crash course

Fyrir: Þjálfara, leiðarvísa/höfunda námsefnis á netinu

Markmið: Blandað námskeið - með hluta á netinu og hluta á staðnum leiðir saman höfunda/leiðarvísa (framtíðar) inn í netnámskeið ásamt fulltrúum frá landskrifstofum/SALTO starfsfólki sem hefur áhuga á viðfangsefninu.  Markmiðið er að auka skilning á hvað sé gæði í námskeiðum á netinu með óformlegum námsaðferðum auk þess að uppgötva möguleikana með HOP netnámskeiðum.

Hvar: Finnlandi

Hvenær: 18. – 20. mars 2020

Umsóknarfrestur: 19. janúar 2020

NÁNAR

Tengslaráðstefna um ungmennaskipti fyrir nýliða og lítið reynda

Heiti tengslaráðstefnu: The Real Deal Partner Building Activity

Fyrir: Æskulýðsstarfsfólk, æskulýðsleiðtoga, verkefnastjóra

Markmið: Byggja upp samstarf fyrir framtíðar ungmennaskiptaverkefni og sækja um styrk í æskulýðshluta Erasmus+ áætlunarinnar.  Hugsað fyrir starfsfólk á æskulýðsvettvangi sem hefur litla eða enga reynslu af ungmennaskiptum en langar til að kynnast fólki og byrja hugmyndavinnu.

Hvar: Búlgaríu

Hvenær: 11. – 16. maí 2020 

Umsóknarfrestur: 2. mars 2020

NÁNAR

Æskulýðsstarf á stafrænum tímum

Heiti ráðstefnu: Youth work in the digital era

Fyrir: Æskulýðsstarfsfólk, þjálfara, æskulýðsleiðtoga.

Markmið: Ungt fólk elst upp í stafrænt tengdum heimi.  Hvað þýðir það fyrir æskulýðsstarf?  Uppgötvaðu hugtök tengdu stafrænu æskulýðsstarfi, góða starfshætti, lærðu hvernig á að aðlaga æskulýðsstarf og að mæta unga fólkinu og þörfum þeirra á virkan hátt.

Hvar: Alvisse Parc Hotel, Lúxemborg

Hvenær: 14. – 17. janúar 2020

Umsóknarfrestur: 1. nóvember 2019

NÁNAR

Kynningarnámskeið fyrir samtök sem vinna með ungu fólki með færri tækifæri

Heiti námskeiðs: Mobility Taster for Inclusion Organisations

Fyrir: Æskulýðsstarfsfólk, þjálfara, æskulýðsleiðtoga, verkefnastjóra ungmennasamtaka, persónulega ráðgjafa, félagsráðgjafa, þá sem vinna með flótta-/farandsfólki.

Markmið: Að kynna fyrir þér hvað Erasmus+ getur gert fyrir ungt fólk sem búa við færri/skert tækifæri.  Fjölþjóðleg verkefni fyrir ungt fólk (ungmennaskipti, sjáflboðaliðastörf o.fl) geta skipt sköpum fyrir einstaklinga sem hafa færri tækifæri.

Hvar: Riga, Lettlandi

Hvenær: 22. – 26. október 2019

Umsóknarfrestur: 1. september 2019

NÁNAR
Þetta vefsvæði byggir á Eplica