Yfirlit yfir námskeið

Námskeið um ungmennaskipti - TYE

Heiti námskeiðs: TYE - Tools for youth exchange, online edition

Fyrir: Æskulýðsstarfsfólk, æskulýðsleiðtoga, verkefnastjóra.

Markmið: Á þessu námskeiði er unnið markvisst að því að búa til viðfangsefni ungmennaskipta auk þess að kafa dýpra í hópastar, fjölmenningarlegt nám, virka þátttöku ungs fólks og hvernig á að nota þessi verkfæri á meðan ungmennaskiptum stendur.  Þessi námskeið hafa skilað miklu til þátttakenda.

Hvar: Á netinu

Hvenær: 23. febrúar - 15. mars 2021

Umsóknarfrestur: 28. janúar 2021

NÁNAR

Vettvangsheimsókn um félagslega frumkvöðla og félagslega samlögun

Heiti námskeiðs: "Towards Collaborative Practice" (TCP) study visit on social entrepreneurship and social inclusion

Fyrir: Æskulýðsstarfsfólk, þjálfara, verkefnastjóra, starfsfólk sveitarfélaga í málefnum ungs fólks og aðra fræðara.

Markmið: Frábært tækifæri til að uppgötva og tengjast árangursríkum átaksverkefnum og fræðast meira um félagslegt frumkvöðlastarf og æskulýðsstarf í Ungverjalandi og hvernig European Solidarity Corps getur stutt við frumkvöðlastarf meðal ungs fólks.  Taktu þátt, ígrundaðu, myndaðu tengsl og lærðu um faglega starfshætti og leiðir til að þróa félagslegt frumkvöðlastarf og æskulýðsstarf.  Kynnstu því hvað er að vera félagslegur frumkvöðull í Ungverjalandi og hvernig æskulýðsstarf gegnir hlutverk í því.

Hvar: Búdapest, Ungverjalandi (verið í sambandi við landskrifstofu áður en ferð er bókuð)

Hvenær: 10. - 14. maí 2021

Umsóknarfrestur: 28. febrúar 2021

NÁNAR

Sjálfboðaliðastörf sem félagsauður

Heiti ráðstefnu: Volunteering & solidarity as a social capital of the city.

Fyrir: Æskulýðsstarfsfólk, verkefnastjóra, stefnumótandi aðila frá ríki og sveitarfélögum, fulltrúa sjálfboðaliðasamtaka o.fl.

Markmið: Alþjóðleg ráðstefna til að stuðla að viðtækari áhrifum sjálfboðaliða og Samfélgasverkefnum í borg og bæ.  Félagslegar og efnahagslegar víddir skoðaðar í þessu samhengi.  Ætlað að leiða saman fulltrúa sveitarfélaga og samtaka til að styðja við samstöðu í verki.

Hvar: Ljubljana, Slóveníu (gæti farið fram á netinu)

Hvenær: 18.-21. maí 2021

Umsóknarfrestur: 10. mars 2021

NÁNAR
Þetta vefsvæði byggir á Eplica