Erasmus+ styrkir til náms- og þjálfunar í æskulýðsstarfi

Almennur umsóknarfrestur 2018 er 15. febrúar, 26. apríl og 4. október

Verkefni í þessum flokki snúast öll um ferðir milli landa í Evrópu. Þau snúast um að fólk frá ólíkum löndum umgangist hvert annað og læri af hvert öðru. Hægt er að sækja um meira en eina verkefnisgerð í hverri umsókn, t.d. er hægt að sækja um námsferð starfsmanna og ungmennaskipti innan ramma sama verkefnis og í einni umsókn.

  • EVS sjálfboðaverkefni
    Samtök og stofnanir geta tekið á móti sjálfboðaliðum frá Evrópu eða aðstoðað íslensk ungmenna fólk til að fara í sjálfboðastarf. 

  • Ungmennaskipti
    Hópar ungs fólks, 13-30 ára, frá tveimur eða fleiri Evrópulöndum hittast og gera eitthvað saman í 5-21 dag.

  • Þjálfun starfsmanna
    Styrkir vegna heimsókna, ráðstefna, námskeiðshalds o.fl. fyrir þá sem sinna málefnum ungs fólks.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica