Jöfn tækifæri í Erasmus+

Equity and Inclusion

Eitt af markmiðum Erasmus+ er að tryggja jafnt aðgengi að áætluninni, ekki síst þeim sem eiga undir högg að sækja. Hindranir geta verið af menningarlegum, félagslegum, landfræðilegum eða heilsufarslegum toga.

Erasmus+ býður upp á margvíslegan stuðning til að auka aðgengi að tækifærum erlendis og hérlendis. Erasmus+ styrkir verkefni sem stuðla að jöfnum tækifærum og fjölbreytni í samfélaginu. 

Slíkur stuðningur getur falist í því að borga ferðir og uppihald fyrir sérfræðinga eins og fylgimanneskjur með fötluðum einstaklingum, iðju/þroskaþjálfa, sálfræðinga, túlka o.fl.
Í umsóknareyðublöðum heita þessir styrkir Special Needs Support og Exceptional Costs.

Í handbók Erasmus+ eru eftirfarandi hindranir nefndar:
  • Fötlun (Disability): Líkamleg fötlun, andleg fötlun t.d. þroskafrávik, greindarskerðing, námshömlun. (Special Needs Support)
  • Námsörðugleikar (Educational difficulties): Lítil formleg menntun, litlar framfarir í skóla, brotthvarf úr skóla. (Exceptional Costs)
  • Efnahagsleg hindrun (Economic obstacles): Þeir sem eru háðir félagslega kerfinu, atvinnulausir eða fjárhagslega illa staddir. (Exceptional Costs)
  • Menningarmunur (Cultural differences): Þeir sem eiga í erfiðleikum með að aðlagast nýrri menningu og nýju tungumáli eins og ungmenni af erlendum uppruna, innflytjendur, flóttafólk.  (Exceptional Costs)
  • Heilsubrestir (Health problems): Langvarandi og alvarleg veikindi, geðsjúkdómar o.fl. (Exceptional Costs)
  • Félagslegar hindranir (Social obstacles): Mismunun vegna þjóðernis, trúar, kynhneigðar, fötlunar o.fl. Takmörkuð félagsleg færni, félagsfælni. Ungir/einstæðir foreldrar, fyrrverandi brotafólk. (Exceptional Costs)
  • Landfræðilegar hindranir (Geographical obstacles): Dreifbýli, svæði sem búa við skerta þjónustu t.d. almenningssamgöngur. (Exceptional Costs)

Verðlaunaverkefni í tilefni 30 ára afmæli Erasmus+ 

Heiti verkefnisExpanding more borders: Youth Exchange for Icelandic and Belgian Youth at Risk
Tegund verkefnis: Ungmennaskipti / Mobility of young people: Youth Exchanges.
Skipuleggjendur: Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra í Reykjavík og Jeugdzorg Emmaus í Mechelen.
Þátttakendur: 10 íslensk ungmenni og 11 belgísk ungmenni á aldrinum 14-18, starfsfólk samtakanna, þroskaþjálfar, sálfræðingar og sjálfboðaliðar.
Markmið: Veita unga fólkinu tækifæri til að takast á við nýjar áskoranir með jafnöldrum frá öðru landi. 
Árangur: Unga fólkið lærði að setja sér markmið og náði þeim. Unga fólkið eignaðist nýja vini frá öðru landi. Félagsleg færni varð betri. Starfsfólkið lærði að skipuleggja ungmennaskipti og nýta aðferðina experiental learning í verkefninu.

Sæunn Pétursdóttir og Jónína Aðalsteinsdóttir, iðjuþjálfar hjá Æfingastöðinni segja frá verkefninu "Út fyrir þægindarammann".

Vefsíður og útgáfur

Beyond Disabilities - European Mobility for ALL
Mjög praktískur og skemmtilegur bæklingur um Erasmus+ verkefni þar sem þátttakendur eru ungmenni með fötlun.

No Barriers No Borders – Mixed-Ability Projects
Leiðir til að skipuleggja verkefni fyrir fjölbreyttan hóp ungmenna.

Inclusion A to Z – A Compass to International Inclusion Projects
Leiðir til að skipuleggja og stýra velheppnuðum verkefnum fyrir fjölbreytt ungmenni.

SALTO-YOUTH Inclusion Resource centre
Þessi síða er með alls konar efni sem getur hjálpað starfsfólki að skipuleggja verkefni fyrir markhópinn sinn og skoða sitt lítið af hverju um Inclusion eins og t.d. námskeið, útgáfur, rannsóknir o.fl.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica