Fundir ungs fólks og ráðamanna

Dialogue between young people and policy makers

Fyrir hverja?

Ungmenni á aldrinum 13-30 ára sem vilja eiga samtal við þá sem taka ákvarðanir um æskulýðsstarf og hafa áhrif á stefnumótun um málefni ungs fólks. Minnst 30 ungmenni verða að taka þátt í verkefninu. Ungt fólk sem stendur höllum fæti er forgangshópur í Erasmus+

Til hvers?

Fundir ungs fólks og ráðamanna snúast um að ungt fólk geti átt í samræðum við þá sem fara með völd í samfélaginu. Hægt er að sækja um styrk til að halda einn eða fleiri fundi til að koma á þessu samtali ungs fólks og ráðamanna. Í þessum verkefnaflokki er hægt að sækja um bæði innlenda og fjölþjóðlega fundi. 

Umsóknarfrestur: Þrír umsóknarfrestir eru á hverju ári; í febrúar, apríl og október.

Ekki er opið fyrir umsóknir.

Hvert er markmiðið?

Að valdefla ungt fólk með því að gefa þeim tækifæri til að koma skoðunum sínum á framfæri við ráðamenn sem hafa áhrif á málefni sem snúa að ungu fólki. Nánari upplýsingar um markmið og eðli verkefna í flokknum Fundir ungs fólks er að finna í handbók Erasmus+.

Hverjir geta sótt um?

Félagasamtök, sveitarfélög og stofnanir. Gert er að ráð fyrir að það sé hópur ungs fólks innan samtaka eða sveitarfélags sem skipuleggur og framkvæmir verkefnið.

Hvað er styrkt?

Ferðastyrkur sem reiknast eftir vegalengdum í lofti:

  • 10-99 km: € 20 á mann
  • 100-499 km: € 180 á mann
  • 500-1999 km: € 275 á mann
  • 2000-2999 km: € 360 á mann
  • 3000-3999 km: € 530 á mann
  • 4000-7999 km: € 820 á mann
  • 8000 km og lengra: € 1500 á mann

Kostnaður fundar: Fer eftir því hvar fundirnir fara fram. Ef þeir eru á Íslandi þá er hægt að sækja um € 45 fyrir hvern þátttakanda á dag, fyrir bæði ungmenni og ráðamenn. Þessi upphæð er einnig fyrir ferðadögum fyrir þau lönd sem ferðast til og frá áfangastaðar. 

Upplýsingar um styrkupphæðir í mismunandi löndum má finna í Handbók Erasmus+.

Kostnaður vegna þátttöku ungmenna með líkamlega fötlun og/eða andlega fötlun eins og t.d. þroskafrávik, greindarskerðingu, og/eða námshömlun (special needs): 100% raunkostnaður. Hér gæti verið um að ræða aukakostnaður við framkvæmd verkefnis eins og t.d. v/fylgdarmanns, túlks eða tækja.

Annar kostnaður (exceptional cost)

Vegabréfsáritanir: 100% raunkostnaður.

Aukakostnaður v/þátttöku ungmenna sem búa við skert tækifæri – hlekkur á inclusion síðu

Hár ferðakostnaður: Á við ef upphæð ferðastyrks hér að ofan dekkar ekki 70% af heildar ferðakostnaði. Þá er hægt að sækja um allt að 80% af raunkostnaði vegna ferðalaga. Þetta á við um heildarferðakostnað v/innanlandsferðar og ferðar erlendis. Ef þessi kostur er valinn þá er ekki hægt að sækja um ferðastyrkinn sem reiknast eftir vegalengdum.

„Special needs“ og „Exceptional cost“: Útskýringar v/upphæðar sem sótt er um þarf að fylgja með í umsókn.

Staðfesting á þátttöku - Youthpass

Tæki til að staðfesta þátttöku og meta lærdómsreynslu í Erasmus+ æskulýðsverkefnum heitir Youthpass. Allir einstaklingar sem taka þátt í styrkjaflokki Nám og þjálfun og Fundi ungs fólks og ráðamanna eiga rétt á að fá Youthpass. Youthpass er gefinn út af þeim sem skipuleggja verkefnið en byggir á sama formi sem SALTO-Youth hefur þróað.

Sjá nánar

Þátttökulönd (programme countries)

Hópar frá þátttökulöndunum 33 í Erasmus+ áætluninni geta tekið þátt. Þetta eru Evrópusambandslöndin 28, EFTA löndin Ísland, Liechtenstein og Noregur auk Tyrklands, Serbíu og Makedóníu.

Dæmi um verkefni

Heiti verkefnis: Ráðstefna ungmennaráða á Suðurlandi

Umsækjandi: Ungmennaráð Árborgar

Þátttakendur: Samtals voru meira en 100 þátttakendur, ungmenni, æskulýðsstarfsmenn og ráðamenn frá nánast öllum sveitarfélögum á Suðurlandi.

Markmið: Að halda stóra tveggja daga ráðstefnu. Á fyrri deginum mættu fulltrúar ungmennaráða á svæðinu og áhugasamt ungt fólk frá sveitarfélögum sem ekki höfðu ungmennaráð. Seinni daginn fjölgaði og þar var boðið fulltrúum sveitarstjórna allra sveitarfélaganna á svæðinu ásamt tengdum embættismönnum, þingmönnum og ráðherrum svæðisins. Nokkrir þingmenna og Forseti Íslands sóttu ráðstefnuna.

Árangur: Í kjölfar ráðstefnunnar fjölgaði ungmennaráðum á Suðurlandi úr 5 í 12 auk þess sem að ungmennaráð Suðurlands var stofnað. Þar að auki var tekin upp heimildarmynd um ráðstefnuna og gefin út handbók ungmennaráða sveitarfélaganna.

Kynningarmyndband um verkefnið

Handbók Ungmennaráða

Kynningarmyndbönd fyrir umsækjendur

Spilunarlisti með 10 kynningarmyndböndum um verkefnaflokkinn
Þetta vefsvæði byggir á Eplica