Frumkvæði ungs fólks

Fyrir hverja?

Óformlega hópa ungs fólks sem eru virkir í ungmennastarfi. Hópur ungs fólks þarf að innihalda minnst fjögur ungmenni á aldrinum15-30 ára og þannig hópar þurfa að vera frá öllum löndunum sem taka þátt í verkefninu.

Til hvers?

Frumkvæði ungs fólks snýst um að hópar ungs fólks í tveimur eða fleiri löndum vinni saman að einhverju sniðugu. Hóparnir geta fengið styrki til koma eigin hugmynd í framkvæmd. Það sem skiptir mestu máli er að ungt fólk eigi sjálft frumkvæði að verkefninu. Sýna þarf fram á að hugmyndin er þeirra og skipulag og framkvæmd verkefnisins sé í þeirra höndum. Verkefnin geta verið mjög fjölbreytt og getur nánast hvað sem ykkur dettur í hug orðið að frumkvæðisverkefni. Algengast er að sótt sé um styrk fyrir verkefni sem tengjast skapandi greinum eða fyrir samfélagsverkefnum.

Umsóknarfrestur

Umsóknarfrestir eru þrisvar sinnum á ári, 15. febrúar, 26. apríl, 4. október.

Athugið að umsóknareyðublöðin eru vef-eyðublöð og það þarf EU Login aðgang til að nálgast þau.

Hvert er markmiðið?

Markmið frumkvæðisverkefna er að gefa ungu fólki tækifæri til að læra af því að skipuleggja og framkvæma eigin verkefni.

Hverjir geta sótt um?

Umsækjendur og samstarfsaðilar þurfa að vera óformlegir hópar ungs fólks. Bæði umsækjandi og samstarfsaðilar þurfa að búa til PIC númer (https://www.erasmusplus.is/menntun/fyrir-umsaekjendur/pic-numer/) fyrir hópinn sinn. Eitt ungmenni í hverjum hóp þarf að taka að sér að vera Löggildur fulltrúi hópsins (Legal representative) og skrifa undir samning fyrir hönd hópsins og bera ábyrgð á verkefninu.

Hvernig finnur þú samstarfsaðila?

Umsækjendur verða sjálfir að finna sína samstarfsaðila og eru upplýsingar um þá hluti af umsókn. 

Ef þið eruð ekki búin að finna hóp til að vinna með mælum við með því að nota OTLAS leitarvélina . Á Otlas getið þið fundið aðra hópa sem hafa líka áhuga á samstarfi, eða skráð ykkar eigin hóp þar inn.

Hvað er styrkt?

Sá hópur sem leiðir verkefnið sækir um fyrir hönd allra samstarfsaðila. Sótt er um til landskrifstofu í landi umsækjanda.

  • Verkefni geta varað í 6-24 mánuði
  • Styrkupphæðir eru í formi fastra upphæða (unit contribution) en ekki raunkostnaðar.  

Kostnaður vegna verkefnisstjórnar

  • Skipulagssamtök: € 500 á mánuði.
  • Önnur samtök: € 250 á mánuði á samtök.
  • Hámark: € 2.750 á mánuði (ef það eru 10 hópar í verkefninu).

Fjölþjóðlegir fundir

Ferðakostnaður er styrktur. Vegalengdir miðast við loftlínu. Notið þessa reiknivél til að finna vegalengdina.

  • Ef ferðast er 100-1.999 km: € 575 á mann.
  • Ef ferðast er lengra en 2000 km: € 760 á mann.

Stuðningur við sérþarfir

  • 100% af kostnaði vegna þátttöku fatlaðra einstaklinga.

Þátttökulönd

Hópar frá þátttökulöndunum 33 í Erasmus+ áætluninni geta tekið þátt. Þetta eru Evrópusambandslöndin 28, EFTA löndin Ísland, Liechtenstein og Noregur auk Tyrklands og Makedóníu.

Dæmi um verkefni

EU street project

Verkefnið var framkvæmt af hópum ungmenna á Íslandi, í Þýskalandi og í Tékklandi. Markmið verkefnisins var að semja, taka upp og spila saman tónlist og búa til tónlistarmyndbönd. Verkefnið fól í sér mikil netsamskipti þar sem hóparnir skiptust á upptökum og settu saman tónlistarmyndbönd ásamt því að skiplagðir voru tónleikar í höfuðborgum allra landanna sem tóku þátt í verkefninu.

Kynningarmyndband

 

Nánari upplýsingar
Þetta vefsvæði byggir á Eplica