Erasmus+ fyrir alla

Erasmus+ áætlunin leggur mikla áherslu á virkt samfélag. Ungt fólk sem býr við skert tækifæri er forgangshópur í Erasmus+. 

Það er mikilvægt að ungt fólk sem einhverra hluta vegna fá lítil sem engin tækifæri til að taka þátt í alþjóðlegum verkefnum fái tækifæri til þess. Til dæmis fylgir oft aukakostnaður vegna þátttöku ungmenna með fötlun. Erasmus+ getur auðveldað samtökum að veita öllum ungmennum tækifæri til að taka þátt. Hægt er að sækja um auka fjármagn fyrir þá sem þurfa á að halda eins og t.d. til að taka með í ferðir fylgimanneskjur með fötluðum einstaklingum, iðju/þroskaþjálfa, sálfræðinga, túlka o.s.frv. 

Sumir einstaklingar búa við færri tækifæri en aðrir vegna einhverra hindrana sem koma í veg fyrir þátttöku. Hér eru dæmi um slíkar hindranir:
  • Fötlun: Líkamleg fötlun, andleg fötlun eins og t.d. þroskafrávik, greindarskerðing, og/eða námshömlun. í handbók Erasmus+ er talað um sérþarfir (special needs).
  • Námsörðugleikar: Ungt fólk sem á erfitt með að læra og gengur illa í skóla, hverfur allt of snemma úr skólakerfinu og er með litla formlega menntun.
  • Efnahagsleg hindrun: Hér er átt við ungmenni sem eru fátæk, háð félagslega kerfinu, atvinnulaus og/eða fjárhagslega illa stödd.
  • Menningarmunur: Á við um innflytjendur, flóttafólk og afkomendur þeirra, ungmenni af erlendum uppruna sem eiga í erfiðleikum við að aðlagast nýrri menningu og nýju tungumáli.
  • Heilsubrestur: T.d. langvarandi og alvarleg veikindi, geðsjúkdómar o.fl.
  • Félagslegar hindranir: Mismunun vegna þjóðernis, trúar, kynhneigðar, fötlunar o.fl. Einnig er hér átt við takmarkaða félagslega færni, félagsfælni, unga og/eða einstæða foreldra og fyrrverandi brotafólk.
  • Landfræðilegar hindranir: Á við um dreifbýli, jaðarsvæði eða svæði sem búa við skerta þjónustu t.d. almenningssamgöngur og heilsugæslu.

Verkefni sem fékk verðlaun á 30 ára afmæli Erasmus+

Heiti verkefnis: Expanding more borders: 2nd Youth Exchange for Icelandic and Belgian Youth at Risk
Tegund verkefnis: Ungmennaskipti.
Skipuleggjendur: Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra í Reykjavík og Jeugdzorg Emmaus í Mechelen.
Þátttakendur: 14-18 ára, 10 íslensk ungmenni og 11 belgísk ungmenni. Hópstjórar voru starfsmenn samtakanna, þroskaþjálfar, sálfræðingar og sjálfboðaliðar.
Markmið: Veita unga fólkinu tækifæri til að takast á við nýjar áskoranir í nýjum aðstæðum með jafnöldrum frá öðru landi. Tilgangurinn var að fara með ungmennin út fyrir þægindarammann til að efla þau.
Árangur: Þátttakendur lærðu að setja sér markmið og náðu þeim. Þeir eignuðust nýja vini frá öðru landi. Félagsleg færni jókst. Hópstjórar lærðu að skipuleggja ungmennaskipti og nota aðferðina experiental learning.

Sæunn Pétursdóttir og Jónína Aðalsteinsdóttir, iðjuþjálfar hjá Æfingastöðinni segja frá verkefninu "Út fyrir þægindarammann".

Vefsíður og útgáfur

No Barriers No Borders – Mixed-Ability Projects
Þessi bæklingur bendir á leiðir til að skipuleggja verkefni fyrir blandaða hópa, þ.e. þar sem fötluð ungmenni og önnur ungmenni geta gert eitthvað skemmtilegt saman.

Inclusion A to Z – A Compass to International Inclusion Projects
Þessi bæklingur getur hjálpað samtökum að skipuleggja og stýra spennandi verkefni fyrir öll ungmenni.

SALTO-YOUTH Inclusion Resource centre
Þessi síða er með alls konar efni sem getur hjálpað starfsfólki að skipuleggja verkefni fyrir markhópinn sinn og skoða sitt lítið af hverju um Inclusion eins og t.d. námskeið, útgáfur, rannsóknir o.fl.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica