Á döfinni

Tengslaráðstefna í Þýskalandi

  • 19.10.2017 - 22.10.2017, Hannover í Þýskalandi

Ráðstefnan er ætluð skólastjórnendum og kennurum grunnskóla (með nemendur á aldrinum 6-16 ára). Þátttakendur fá tækifæri til að vinna með og þróa Erasmus+ samstarfsverkefni byggð á evrópskum gildum til varnar gegn róttækni, ofbeldi og öfgum í skólastarfi.

Nánari upplýsingar (pdf.skjal)

Í umsókn skulu koma fram upplýsingar um nafn, stofnun og stöðu innan skóla. Einnig upplýsingar um reynslu umsækjanda og verkefnishugmynd. Við úthlutun styrkja er meginreglan að ekki fari nema einn frá hverjum skóla.

Landskrifstofa Erasmus+ á Íslandi veitir styrk fyrir ferðakostnaði. Þátttökugjald er greitt beint af landskrifstofu og inniheldur gistinætur á ráðstefnutíma, fæði og annað uppihald.

Umsóknarfrestur er 12. júní næstkomandi

Sækja um þátttöku

 
Þetta vefsvæði byggir á Eplica