Á döfinni

Tengslaráðstefna í Belgíu

  • 16.10.2017 - 19.10.2017, Leuven í Belgíu

Ráðstefnan er haldin í Leuven í Belgíu, dagana 16.-19. október nk. Hér er markhópurinn starfsmenntaskólar og aðrir aðilar starfsmenntageirans. Á ráðstefnunni verður farið yfir árangur og niðurstöður verkefna á sviði Work Based Learning, jafnframt lögð áhersla á myndun nýrra Erasmus+ verkefna til frekari árangurs fyrir starfsmenntakerfi Evrópu.

Nánari upplýsingar (pdf.skjal)

Í umsókn skulu koma fram upplýsingar um nafn, stofnun og stöðu innan skóla. Einnig upplýsingar um reynslu umsækjanda og verkefnishugmynd. Við úthlutun styrkja er meginreglan að ekki fari nema einn frá hverjum skóla.

Landskrifstofa Erasmus+ á Íslandi veitir styrk fyrir ferðakostnaði. Þátttökugjald er greitt beint af landskrifstofu og inniheldur gistinætur á ráðstefnutíma, fæði og annað uppihald.

Umsóknarfrestur er 12. júní næstkomandi

Sækja um þátttöku

 
Þetta vefsvæði byggir á Eplica