Erasmus+ ráðstefna um mat á námi og þjálfun í starfsmenntun

Landskrifstofa Erasmus+ menntaáætlunar ESB á Íslandi auglýsir eftir þátttakendum á ráðstefnu í Birmingham á Englandi frá hádegi til hádegis dagana 4.-5. júlí nk.

Yfirskrift ráðstefnunnar er „Pathways to Enhanced Assessment and Recognition for those achieving Learning within and beyond national boarders (PEARL)“.  Ráðstefnan er byggð upp sem „peer learning event“ þar sem þátttakendur miðla sín á milli aðferðafræðinni hvernig auðvelda megi mat á námi og þjálfun í starfsmenntun. Farið verður  yfir þau tæki sem eru til staðar til að auka gæði vinnustaðanáms erlendis og tryggja viðurkenningu á námi þegar heim er komið, sbr. ECVET, EQAVET og Europass.  Ráðstefnan er einnig kjörið tækifæri til að byggja upp og efla tengslanet erlendis sem leitt geta til verkefna og frekara samstarfs í kjölfarið.

Í umsókn skulu koma fram upplýsingar um nafn, vinnustað (skóla, stofnun, fyrirtæki) og stöðu. Einnig upplýsingar um reynslu umsækjanda, tengsl við þema og verkefnishugmynd.

Landskrifstofa Erasmus+ á Íslandi veitir styrk fyrir ferðakostnaði. Þátttökugjald, gisting og uppihald er í boði Landskrifstofu Erasmus+ á Bretlandi.

Umsóknarfrestur er 5. apríl nk. 

Skrá þátttöku

 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica