Á döfinni

Erasmus+ styrkir til verkefna í æskulýðsstarfi

  • 26.4.2018 - 10:00, Umsóknarfrestur

Umsóknarfrestir 26. apríl kl. 10:00 (12:00 CET). Hægt er að sækja um allar tegundir verkefna.

Óformlegt nám og þjálfun í æskulýðsstarfi

Verkefni í þessum flokki snúast öll um ferðir milli landa í Evrópu. Þau snúast um að fólk frá ólíkum löndum umgangist hvert annað og læri af hvert öðru. Hægt er að sækja um meira en eina verkefnisgerð í hverri umsókn, t.d. er hægt að sækja um námsferð starfsmanna og ungmennaskipti innan ramma sama verkefnis og í einni umsókn.

Sjálfboðaverkefni
Samtök og stofnanir geta tekið á móti sjálfboðaliðum frá Evrópu eða aðstoðað íslensk ungmenni til að fara í sjálfboðastarf.

Ungmennaskipti
Hópar ungs fólks, 13-30 ára, frá tveimur eða fleiri Evrópulöndum hittast og gera eitthvað saman í 5-21 dag.

Þjálfun starfsmanna
Styrkir vegna heimsókna, ráðstefna, námskeiðshalds o.fl. fyrir þá sem sinna málefnum ungs fólks.

Samstarfsverkefni

Samstarfsverkefni snúast um að stofnanir, samtök eða óformlegir hópar ungs fólks vinni saman þvert á landamæri til þess að ná settum markmiðum. Samstarfsverkefni eru tækifæri fyrir æskulýðsgeirann til að skipuleggja stærri og áhrifameiri verkefni.

Frumkvæði ungs fólks
Styrkir fyrir hópa ungs fólks, 15-30 ára, í tveimur eða fleiri löndum til að framkvæma hugmyndina sína.

Yfirfærsla þekkingar
Fjölþjóðleg verkefni sem snúast um þekkingartilfærslu milli aðila sem starfa í æskulýðsgeiranum.

Nýsköpun í æskulýðsstarfi
Stór fjölþjóðleg verkefni sem snúast um nýsköpun í æskulýðsstarfi. Styrkur fyrir launum starfsmanna við þróunarvinnu.

Stefnumótun í æskulýðsstarfi

Fundir ungs fólks og ráðamanna 
Tækifæri fyrir ungt fólk til að eiga samtal við ráðamenn um málefni samfélagsins og sérstaklega málefni sem brenna á ungu fólki. Þessi verkefni geta bæði verið innlend og fjölþjóðleg.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica