Á döfinni

Átak í starfsmenntun

 • 25.11.2015, 13:30 - 16:30, Grand hótel Reykjavík

Framundan er átak í að fjölga nemendum sem ljúka starfsnámi. Til þess að svo verði þarf að koma á markvissu námi sem höfðar til nemenda, tryggja nemendum vinnustaðanám og stofna fagháskólastig þannig að ungt fólk líti á starfsnám sem lykil í áframhaldandi nám á háskólastigi. Menntamálastofnun, sem tók formlega til starfa í október, vinnur með framhaldsskólum og starfsgreinaráðum að námsbrautalýsingum í starfsnámi. Menntamálastofnun vill tryggja samtal atvinnulífs og skóla, á þessari vegferð, og leggur áherslu á að nám taki mið af þörfum atvinnulífsins.

Rannís hefur umsjón með tveim verkefnum sem tengjast fundinum; ReferNeti sem safnar upplýsingum fyrir Cedefop (Miðstöð Evrópusambandsins um þróun starfsmenntunnar) og ECVET sem er einingakerfi í starfsmenntun sem hentar mjög vel við íslenskar aðstæður.

Fundurinn er tvískiptur og er seinni hluti hans eingöngu ætlaður fulltrúum starfsgreinaráða. Fyrri hluta fundarins verður streymt á netinu, vinsamlegast látið vita ef þið viljið tengjast. Senda póst

Dagskrá

 • 13:30  Starfsmenntastofnun Evrópu fertug – hugleiðing um gagnsemi námsheimsókna, upplýsingaöflunar og greiningar á stöðu starfsmenntunar
  Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís
 •  13:45  Vangaveltur um hæfniviðmið í íslenska starfsmenntakerfinu:
  Skilgreiningar, samhengi og álitamál
  Elsa Eiríksdóttir, lektor Menntavísindasvið Háskóla Íslands
 • 14:15  Efling starfsmenntunar - hlutverk Menntamálastofnunar
  Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar
 •  14.30  Kaffihlé

Dagskrá hefst fyrir starfgreinaráð


15:00 Starfsgreinaráð og námskrármál
 Kristín Runólfsdóttir, sérfræðingur Menntamálastofnun
16:00 Hvítbók ... og hvað svo?
Ársæll Guðmundsson, verkefnisstjóri Mennta- og menningarmálaráðuneyti

Fundarstjóri: Skúli Leifsson, sérfræðingur Menntamálastofnun.

Skrá þátttöku

Merki refernet Merki ECVET Merki Menntamálastofnun Merki Rannís








Þetta vefsvæði byggir á Eplica