Um Erasmus+ á Íslandi

Erasmus+ mennta- og æskulýðsáætlun ESB er stærsta menntaáætlun í heiminum. Rannís hýsir menntahluta Landskrifstofu Erasmus+ á Íslandi og úthlutar árlega tæplega 800 milljónum úr áætluninni til verkefna á því sviði.

Áætlunin hófst þann 1. janúar 2014 og stendur yfir í sjö ár eða til ársins 2020. Á því tímabili renna tæplega 15 milljarðar evra til fjölbreyttra verkefna sem eiga að efla menntun, þjálfun, æskulýðsstarf og íþróttaiðkun almennings í Evrópu.

 Erasmus+ samstarfsverkefni eru þróunar- eða yfirfærsluverkefni á öllum skólastigum sem unnin eru í samstarfi skóla, fræðslustofnana og aðila í atvinnulífi í að minnsta kosti þremur Evrópulöndum.

Markmið áætlunarinnar eru m.a. að styðja verkefni sem miða að því að efla grunnfærni einstaklinga, s.s. læsi, og stærðfræði, ýta undir sköpunargáfu og frumkvöðlakennslu, vinna gegn brotthvarfi, innleiða upplýsingatækni í menntun, efla starfsmenntun og almennt auka gæði í menntun á öllum skólastigum og í atvinnulífi.

 

Vakin er athygli á þeirri nýbreytni að í menntahluta Erasmus+ geta einungis lögaðilar sótt um styrki en ekki einstaklingar eins og áður var. Í æskulýðshluta Erasmus+ geta bæði lögaðilar og óformlegir hópar ungs fólks sótt um styrki fyrir nám og þjálfun og samstarfsverkefni.

Fyrirkomulag áætlunarinnar hefur verið einfaldað og nú er hægt að sækja um styrki í þremur áhersluflokkum:


Flokkur 1: Nám & þjálfun


Flokkur 2: Samstarfsverkefni


Flokkur 3: Stefnumótun


Landskrifstofa Erasmus+ á Íslandi

Rannís heldur utan um mennta og íþróttahluta áætlunarinnar en Evrópa unga fólksins um æskulýðshlutann.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica