Að setja frétt á Epale vefinn

EPALE er evrópsk vefgátt fyrir fagfólk í fullorðinsfræðslu. Á EPALE er m.a. fréttaveita þar sem fagfólk um alla Evrópu deilir fréttum sín á milli um hvaðeina sem snýr að fullorðinsfræðslu. Með því að setja frétt á EPALE getið þið vakið athygli á ykkur sjálfum og ykkar stofnun og sagt frá áhugaverðum verkefnum sem þið eruð að vinna að. Þýðingar á síðunni þarfnast lagfæringa, margt birtist ekki á réttri íslensku biðjum við ykkur að sýna því þolinmæði.

Hér eru leiðbeiningar um hvernig frétt er sett á vefinn

  1. Til að geta sett inn efni, þarf fyrst að skrá sig inn. Smellið hér til að skrá ykkur inn á EPALE
  2. Veljið ,,Setja inn“ og þá er hægt að velja flokkana sem sjást, algengast er að velja „Blogg“ til að spjalla eða ,,Fréttir“ til að segja frá verkefnum:


  3. Smellið á „Bæta við efni“ efst hægra megin á síðunni:


  4. Fyllið svo út formið fyrir fréttina:
    - Titill síðu (fyrirsögn)
    - Tungumál (hér skal velja íslensku, ensku, dönsku o.fl. eftir málinu sem greinin er á)
    - Body text/meginmál Hér er greinin afrituð inn
    - Efnisorð (hér er átt við lykilorð sem þið veljið efni greinarinnar, ekki skylda, en hægt að velja af fellilista)
    - Add media (mælt er með því að setja mynd með frétt – þið hlaðið henni inn)
    - Slideshow (þið eigið ekki að fylla þetta út)

  5. Neðst til vinstri er hægt að vista og skoða hvernig greinin kemur út (Preview).
  6. Vinsamlegst sendið tölvupóst á margrét.sverrisdotti(hja)rannis.is með slóðinni á greinina/fréttina ykkar. Greinin bíður svo formlegs samþykkis landskrifstofu, en það er gert til að tryggja gæði efnisveitunnar.

Landskrifstofa EPALE á Íslandi aðstoðar ykkur fúslega ef með þarf og vonast til að þið nýtið ykkur EPALE vefgáttina til að deila fréttum af ykkar starfi.








Þetta vefsvæði byggir á Eplica