Tækifæri á sviði starfsmenntunar

Í Erasmus+ felast fjölmörg tækifæri fyrir íslenska starfsmenntaskóla, stofnanir og fyrirtæki sem starfa á sviði starfsmenntunar. Mögulegt er að sækja um styrki fyrir verkefni sem stuðla að nýbreytni og framþróun í starfsmenntun og einnig eru í boði styrkir vegna starfsnáms og þjálfunar nemenda og starfsfólks í starfsmenntun í öðum löndum.

Hvernig er sótt um?

Áður en sótt er um þarf að ganga úr skugga um að stofnunin/fyrirtækið sem sækir um styrkinn sé með svokallað OID númer. Til að sækja slíkt númer þarf EU-login aðgang.

Nánari upplýsingar um hvernig sótt er um í Erasmus+ sem og ítarlegar leiðbeiningar um EU-login aðgang og OID númer.

Umsóknarfrestir

Sótt um til Landskrifstofu

Með dreifstýrðum verkefnum er átt við að stofnanir sækja um til Landskrifstofu Erasmus+ á Íslandi sem heyrir undir Rannís.

Hægt er að sækja um styrk fyrir tvenns konar verkefni. Annars vegar í flokkinn  Nám og þjálfun  og hins vegar í flokkinn  Samstarfsverkefni. Einnig geta starfsmenntaskólar, stofnanir og fyrirtæki sem starfa á sviði starfsmenntunar sótt um Erasmus+ aðild.

Nám og þjálfun innan starfsmenntunar

Erasmus+ veitir nemendum í starfsmenntaskólum og nemum á samningi tækifæri til að fara í náms- og þjálfunarferðir og starfsnám hjá fyrirtækjum, skólum og stofnunum í öðrum löndum. Námið / þjálfunin skal vera hluti af námi viðkomandi nemanda og metið sem slíkt að dvöl lokinni nema í tilfellum starfsþjálfunar eftir að námi lýkur. Þátttaka í nemakeppnum er líka möguleg.

Einnig veitir Erasmus+ starfsfólki í starfsmenntun tækifæri til m.a. að sinna gestakennslu, starfsspeglun og starfsþjálfun hjá samstarfsaðilum eða taka þátt í fagtengdum námskeiðum.

Sjá nánar um Nám og þjálfun í starfsmenntun þar sem er að finna lista yfir mismunandi tækifæri, tilgang gildra ferða og styrkupphæðir fyrir nemendur og starfsfólk.

Samstarfsverkefni á sviði starfsmenntunar

Samstarfsverkefni veita starfsmenntastofnunum og öðrum aðilum tækifæri til að öðlast reynslu af alþjóðlegu samstarfi og efla hæfni sína. Einnig geta verkefnin snúist um að þróa eða yfirfæra aðferðir eða leiðir í starfsmenntun þar sem áhersla er lögð á nýbreytni og gæði. 

Samstarfsverkefni skulu taka mið af stefnumörkun Evrópusambandsins í starfsmenntun. Þau geta verið mismunandi að stærð og gerð og geta meðal annars snúið að því að auka gæði kennslu og annarrar starfsemi á sviði starfsmenntunar. 

Í boði eru tvær tegundir verkefna:  

  • Stærri samstarfsverkefni (Cooperation Partnerships)  

  • Smærri samstarfsverkefni (Small-scale Partnerships) 

 Sjá nánar um Samstarfsverkefni á sviði starfsmenntunar .

Erasmus+ aðild

Starfsmenntaskólar, stofnanir og fyrirtæki sem starfa á sviði starfsmenntunar geta sótt um Erasmus+ aðild. Í nýrri Erasmus+ áætluninni er lögð áhersla á einfaldari umsýslu og þeir skólar og stofnanir sem hafa staðfest aðild sína að áætluninni geta sótt um styrki til náms og þjálfunar á einfaldari hátt.   

Erasmus+ aðild er einnig staðfesting þess að skólar og stofnanir hafi sýnt fram á vandaða áætlun um fjölþjóðlegt samstarf sem hluta af framtíðarstefnu sinni og reglulegri starfsemi.   Umsóknarfrestur er einu sinni á ári, næst 19. október 2022.

Skipting fjármagns til stofnana með Erasmus aðild er gerð samkvæmt skilgreindum úthlutunarreglum. Þessar reglur sem og upplýsingar um fjármagn til úthlutunar eru útskýrðar fyrir hvern umsóknarfrest. Upplýsingar um dreifingu fjármagns og úthlutunarreglur vegna umsókna árið 2022 eru hér .

Sótt um til Brussel

Með miðstýrðum verkefnum er átt við að umsjón verkefnanna sé hjá framkvæmdastjórn ESB.  Skrifstofan sem annast umsýslu þessa hluta Erasmus+ fyrir hönd framkvæmdastjórnar ESB er í Brussel og heitir Education, Audiovisual and Culture Executive Agency (EACEA). Landskrifstofan veitir upplýsingar og ráðgjöf eftir fremsta megni en öll formleg samskipti vegna þessara verkefna eru við EACEA.

Öndvegissetur starfsmenntunar (Centres of Vocational excellence – CoVEs)

Þessi verkefnaflokkur er ekki alveg nýr en í síðustu áætlun voru auglýsir sérstakir umsóknarfrestir þar sem hugmyndafræði og uppbygging verkefnanna var prufað. Í nýrri Erasmus+ áætlun verða umsóknarfrestir á hverju ári.

Hugmyndin er að gefa aðilum á sviði starfsmenntunar tækifæri til að bregðast hratt við breytingum og nýjugum í þjóðfélaginu með viðeigandi menntun og þjálfun og miðað er við víðtæka samvinnu innan þátttökulanda og milli landa.

Lágmarksfjöldi samstarfsaðila öndvegisseturs eru átta frá að lágmarki fjórum þátttökulöndum Erasmus+ þar sem a.m.k tvö lönd skulu vera aðildalönd Evrópusambandsins. Í hverju landi þurfa a.m.k. eitt fyrirtæki og samtök starfsgreina að taka þátt sem og a.m.k. einn starfsmenntaskóli. Nánari upplýsingar eru í Erasmus+ handbókinni og einnig á heimasíðu EACEA

Kennaraakademíur (Erasmus+ Teacher Academies)

Meginmarkmið Kennaraakademía er að skapa evrópskt samstarf í þjálfun og menntun kennara og ýta þannig undir menningarlega fjölbreytni og fjöltyngi, þróa kennaramenntun í takt við forgangsröðun menntastefnu ESB, sem leggur m.a. áherslu á stafrænt nám, sjálfbærni, jafnrétti og inngildingu og stuðla að því að markmið evrópska menntasvæðisins náist. Kennaraakademíurnar bjóða upp á námstækifæri fyrir bæði kennaranema og starfandi kennara. 

 Sjá nánari upplýsingar í kaflanum Erasmus+ Teacher Academies í Handbók Erasmus+ .  

Upplýsingar um umsóknarfresti og leiðbeiningar um hvernig á að sækja um styrk fyrir Kennaraakademíur er hægt að nálgast á vef EACEA

Nýsköpunar- og frumkvöðlaverkefni (Alliances for innovation)

Nýsköpunarsamstarf (Alliances for Innovation) eru samstarfsverkefni skóla og atvinnulífs og geta tengst nýsköpun, frumkvöðlastarfi og miðlun þekkingar og reynslu. 

Sjá nánari upplýsingar í kaflanum Alliances for Innovation í Handbók Erasmus+. 

Upplýsingar um umsóknarfresti og leiðbeiningar um hvernig á að sækja um styrk fyrir Nýsköpunar- og frumkvöðlaverkefni er hægt að nálgast á vef EACEA

Stuðningur og samstarf

Gagnabanki Erasmus+ verkefna

Í gagnagrunninum eru upplýsingar um Erasmus+ verkefni sem hafa verið unnin, niðurstöður þeirra og listi samstarfsaðila. Bæði getur verið gagnlegt að skoða þau verkefni sem unnin hafa verið á því sviði sem þú ert að hugsa um og einnig er mögulegt að finna áhugaverða samstarfsaðila.

eTwinning - rafrænt skólasamstarf 

Stofnanir á leik-, grunn- og framhaldskólastigi geta tekið þátt í  eTwinning . 

eTwinning er aðgengilegt skólasamfélag á netinu þar sem hægt er að komast í samband við evrópska kennara og skólafólk, taka þátt í einföldum samstarfsverkefnum og sækja sér endurmenntun á vinnustofum og námskeiðum, svo nokkuð sé nefnt, allt með hjálp upplýsingatækni.  

Hver kennari eða skólastarfsmaður getur skráð sig sem þátttakanda í eTwinning og engin takmörk eru á því hve margir frá sama skóla geta verið með. Skráning einföld og fer fram á Evrópuvef eTwinning. 

School Education Gateway – vefgátt fyrir skóla- og fræðslustofnanir

Stofnanir geta skráð sig á vefgátt School Education Gateway þar sem hægt er að finna samstarfsaðila fyrir verkefni í Nám og þjálfun og Samstarfsverkefni . Þeir sem eru skráðir þátttakendur í eTwinning hafa aðgang að þessari vefgátt. 

EPALE – vefgátt fullorðinsfræðslu í Evrópu

EPALE er vefsvæði þar sem fagfólk í fullorðinsfræðslu getur bloggað, deilt fréttum og auglýsingum um viðburði og sótt efni í gagnabanka. Einnig býður EPALE upp á leit að samstarfsaðilum (partner search). Stofnanir eða félagasamtök geta skráð sig á EPALE og komist í samband við áhugasama aðila í öðrum Evrópulöndum.

Tengslaráðstefnur 

Nokkrum sinnum á ári eru haldnar tengslaráðstefnur víðsvegar um Evrópu. Markmiðið með þeim er að tengja saman samstarfsaðila í Erasmus+ verkefnum út frá ýmsum þemum. Starfsfólk Landskrifstofu veitir upplýsingar um tengslaráðstefnurnar. 

Beiðni um samstarf 

Reglulega berast til Landskrifstofunnar erindi þar sem erlendir aðilar eru að leita eftir samstarfsaðilum á Íslandi. Starfsfólk Landskrifstofu getur veitt upplýsingar um slík erindi, en vinsamlegast athugið að það er án ábyrgðar og er ekki trygging fyrir því að samstarfsaðilinn sé traustur. 








Þetta vefsvæði byggir á Eplica