Styrkir til íþróttaverkefna

Erasmus+áætlunin veitir íslenskri íþróttahreyfingu  og opinberum aðilum sem starfa að íþróttamálum styrki til íþróttaverkefna


Erasmus+ íþróttir hefur það að markmiði að hvetja til góðrar stjórnunar í íþróttastarfi og átak gegn leikjasvindli, lyfjanotkun, ofbeldi, kynþáttahatri og fordómum, sérstaklega meðal almennra íþróttaiðkenda.

Fyrir hverja?

Einstök íþróttafélög, Landssambönd eins og ÍSÍ, UMFÍ, sérsambönd, og sveitarfélög geta sótt um styrki innan íþróttahluta Erasmus+. Einnig geta aðrir hagsmunaaðilar og áhugafélög í íþróttastarfi sótt um styrki. Háskólar og rannsóknastofnanir geta einnig leitt og verið samstarfsaðilar.

Hvaða styrki er hægt að sækja um til íþróttamála?

Eftirfarandi styrkir eru í boði:

Hvernig er sótt um?

Íþróttahlutanum er stýrt miðlægt frá framkvæmdaskrifstofu ESB í Brussel og sótt er rafrænt um beint til framkvæmdastjórnar ESB í Brussel. Hægt er að fá frekari upplýsingar um styrki innan Erasmus+ til íþróttamála á heimasíðu framkvæmdarstjórnar fyrir íþróttahlutann.

Umsóknarfrestir:

Næstu umsóknarfrestir:

21. janúar vegna EuropeanWeek of Sport. Hægt er að sækja um að hámarki 250þ. evrur.

14. maí vegna annarra verkefna. Hægt er að sækja um að hámarki 500þ. evrur.

Umsóknarfrestir eru einu sinni á ári fyrir hvern flokk og eru auglýstir á heimasíðu Erasmus+ og heimasíðu framkvæmdarstjórnar fyrir íþróttahlutann.

Nánari upplýsingar


Þetta vefsvæði byggir á Eplica