Fjölþjóðleg Erasmus+ vinnustofa um inngildingu og fjölbreytileika, haldin í Ríga Lettlandi 27.-29. september 2023

Umsóknarfrestur liðinn

Heiti viðburðar: Inclusion and Diversity: Capacity building for successful implementation

Fyrir:

· Starfsfólk á öllum menntastigum: leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum, starfsmenntaskólum, háskólum og fullorðinsfræðslu

· Fulltrúa stofnana sem vinna að inngildingu og fjölbreytileika

· Vinnustofan er opin fyrir vana umsækjendur sem og nýliða í Erasmus+

Nánar um þema og markmið vinnustofunnar má lesa á heimasíðu Salto

Tungumál: Enska

Hvar: Ríga, Lettlandi

Hvenær: 27.-29. September 2023

Umsóknarfrestur: Til og með 31. maí 2023

Sótt er um á heimasíðu Salto

Fjöldi þátttakenda frá Íslandi: 3

Landskrifstofa Erasmus+ greiðir fyrir þátttöku og gistinætur á meðan ráðstefnunni stendur. Landsskrifstofan veitir að auki 90% styrk vegna ferðakostnaðar, en í því felast allar ferðir til og frá flugvöllum, sem og auka gistinætur sem þátttakendur þurfa hugsanlega að taka vegna fjarlægðar sinnar frá fundarstað, bæði innanlands og utan.

Fyrirspurnum svarar Sólveig Sigurðardóttir: solveig@rannis.is








Þetta vefsvæði byggir á Eplica